Viðskipti Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“ Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum. Viðskipti innlent 12.1.2023 12:01 Norska ríkisstjórnin gefur út 47 ný leyfi til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur úthlutað 47 nýjum sérleyfum til olíuleitar og olíuvinnslu á norska landgrunninu. Ráðherrann tilkynnti um úthlutunina á árlegri ráðstefnu norska olíuiðnaðarins í bænum Sandefjord í fyrradag. Viðskipti erlent 12.1.2023 11:38 Heiðar Þór frá Icelandair til BusTravel Iceland Heiðar Þór Aðalsteinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs ferðaþjónustufyrirtækisins BusTravel Iceland. Viðskipti innlent 12.1.2023 10:33 IKEA innkallar spegla IKEA hefur ákveðið að innkalla LETTAN spegla til viðgerðar þar sem veggfestingarnar geta brotnað. Neytendur 12.1.2023 09:37 Ríkasti maður heims gerir dóttur sína að forstjóra Dior Ríkasti maður heims, hinn franski Bernard Arnault, hefur skipað dóttur sína, Delphine Arnault, í embætti forstjóra tískuvöruhússins Dior. Viðskipti erlent 12.1.2023 08:51 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. Viðskipti innlent 12.1.2023 07:39 Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“ „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan. Atvinnulíf 12.1.2023 07:00 Meiri gjaldeyrisöflun dugði ekki til að mæta aukinni eyðslu Íslendinga Þrjár helstu stoðir íslensks efnahagslífs, ferðaþjónustan, áliðnaðurinn og sjávarútvegurinn, skiluðu allar mun meiri gjaldeyrisstekjum í fyrra miðað við árið á undan. Þrátt fyrir það var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður. Viðskipti innlent 11.1.2023 19:49 Segir ferðaiðnaðinn sprunginn og pólitískan vilja vanta Formaður Landverndar er uggandi yfir spá Ferðamálastofu um að 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins á árinu. Innviðir landsins og náttúran sjálf séu að þolmörkum komin. Viðskipti innlent 11.1.2023 18:30 Einar og Þorbjörg til Landsbankans Einar Pétursson og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Viðskipti innlent 11.1.2023 14:18 Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. Viðskipti innlent 11.1.2023 13:01 Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjarlægðar úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann. Viðskipti innlent 11.1.2023 12:47 Nú er hægt að nálgast vegabréfsupplýsingar rafrænt Íslendingum gefst nú kostur á að nálgast vegabréfsupplýsingar sínar og barna sinna inni á Ísland.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Stafræns Íslands, Þjóðskrár og Sýslumanna. Neytendur 11.1.2023 12:39 Lagðir af stað í aðra aukaleit að loðnu á kostnað útgerðar Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun til loðnuleitar. Þetta er annar aukaleitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð en sá fyrri var í byrjun desembermánaðar. Viðskipti innlent 11.1.2023 11:46 Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 146 prósent árið 2022 Brottförum erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 146 prósent milli ára, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Brottfarir voru 1,7 milljón árið 2022, um milljón fleiri en árið 2021. Viðskipti innlent 11.1.2023 09:20 Verður forstöðumaður lögfræðideildar Festi Sölvi Davíðsson lögmaður hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðideildar Festi hf. Viðskipti innlent 11.1.2023 09:00 Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Creditinfo Páll Arnar Guðmundsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns gagna hjá Creditinfo á Íslandi. Viðskipti innlent 11.1.2023 08:49 Bein útsending: Skattadagurinn 2023 Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag og stendur frá klukkan 8:30 til 10. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í spilara að neðan. Viðskipti innlent 11.1.2023 08:00 Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið „Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023. Atvinnulíf 11.1.2023 07:00 Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 10.1.2023 21:57 Hraðlestin opnar í húsnæði CooCoo‘s Nest á Granda „Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 10.1.2023 13:42 Gott fólk: Snjóboltinn fór að rúlla eftir verkefni með fyrsta kúnnanum Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. Atvinnulíf 10.1.2023 12:21 Jón Eðvald ráðinn í nýja stöðu hjá Eykt Jón Eðvald Malmquist hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Eyktar ehf. frá 1. janúar 2023. Um er að ræða nýja stöðu hjá félaginu. Viðskipti innlent 10.1.2023 12:19 Fá byr í seglin með 1,4 milljarða styrk frá ESB Evrópusambandið hefur veitt orkuskiptaverkefninu WHISPER 1,4 milljarða króna styrk og er hann til fjögurra ára. Fjögur íslensk fyrirtæki eru hluti af þessu fjölþjóðlega samstarfi en það eru SideWind, Samskip, BBA//FJELDCO og Athygli. Þar að auki leiðir verkfræðistofan Verkís verkefnið. Viðskipti innlent 10.1.2023 12:04 Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. Viðskipti innlent 10.1.2023 11:27 Stóru-Laugar falar fyrir 160 milljónir króna Ferðaþjónustusvæðið að Stóru-Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit hefur verið sett á sölu. Uppsett verð er 160 milljónir króna. Viðskipti innlent 9.1.2023 23:00 Sjónvarpskaupendum velkomið að fá mismuninn endurgreiddan Raftækjaverslunin Elko lækkaði verð á sjónvarpi um eitt hundrað þúsund krónur í gær eftir að athugull neytandi vakti athygli á gríðarlegum verðmun á sjónvarpinu milli verslana. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir neytendur almennt fljóta að láta vita þegar ekki er brugðist nægilega hratt við verðþróun. Neytendur 9.1.2023 21:44 Loka Noma og snúa sér að matvælaframleiðslu Eigendur danska veitingastaðarins Noma hafa ákveðið að loka honum, að minnsta kosti tímabundið og snúa sér að matvælaframleiðslu í staðinn. Noma hefur lengi verið talinn besti eða einn af bestu veitingastöðum heims. Viðskipti erlent 9.1.2023 12:27 Auður Hrefna fylgist með ábyrgum viðskiptaháttum á Íslandi Samtök Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti, UN Global Compact, hafa ráðið Auði Hrefnu Guðmundsdóttur sem svæðisstjóra fyrir Ísland. Auður Hrefna starfaði áður hjá Landsbankanum á sviði fræðslu og þjálfunar og þar áður hjá Háskólanum í Reykjavík og Opna háskólanum. Auður Hrefna er með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands. Viðskipti innlent 9.1.2023 12:15 Dáleiðsla gagnast fólki á fjölbreyttan hátt Námskeið eru að hefjast hjá Dáleiðsluskólanum Hugareflingu. Einn reyndasti dáleiðslukennari landsins og aðalkennari Hugareflingar, Jón Víðis, segir alla geta tileinkað sér dáleiðslu og hún gagnist fólki á fjölbreyttan hátt. Samstarf 9.1.2023 11:46 « ‹ 141 142 143 144 145 146 147 148 149 … 334 ›
Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“ Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum. Viðskipti innlent 12.1.2023 12:01
Norska ríkisstjórnin gefur út 47 ný leyfi til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur úthlutað 47 nýjum sérleyfum til olíuleitar og olíuvinnslu á norska landgrunninu. Ráðherrann tilkynnti um úthlutunina á árlegri ráðstefnu norska olíuiðnaðarins í bænum Sandefjord í fyrradag. Viðskipti erlent 12.1.2023 11:38
Heiðar Þór frá Icelandair til BusTravel Iceland Heiðar Þór Aðalsteinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs ferðaþjónustufyrirtækisins BusTravel Iceland. Viðskipti innlent 12.1.2023 10:33
IKEA innkallar spegla IKEA hefur ákveðið að innkalla LETTAN spegla til viðgerðar þar sem veggfestingarnar geta brotnað. Neytendur 12.1.2023 09:37
Ríkasti maður heims gerir dóttur sína að forstjóra Dior Ríkasti maður heims, hinn franski Bernard Arnault, hefur skipað dóttur sína, Delphine Arnault, í embætti forstjóra tískuvöruhússins Dior. Viðskipti erlent 12.1.2023 08:51
Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. Viðskipti innlent 12.1.2023 07:39
Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“ „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan. Atvinnulíf 12.1.2023 07:00
Meiri gjaldeyrisöflun dugði ekki til að mæta aukinni eyðslu Íslendinga Þrjár helstu stoðir íslensks efnahagslífs, ferðaþjónustan, áliðnaðurinn og sjávarútvegurinn, skiluðu allar mun meiri gjaldeyrisstekjum í fyrra miðað við árið á undan. Þrátt fyrir það var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður. Viðskipti innlent 11.1.2023 19:49
Segir ferðaiðnaðinn sprunginn og pólitískan vilja vanta Formaður Landverndar er uggandi yfir spá Ferðamálastofu um að 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins á árinu. Innviðir landsins og náttúran sjálf séu að þolmörkum komin. Viðskipti innlent 11.1.2023 18:30
Einar og Þorbjörg til Landsbankans Einar Pétursson og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Viðskipti innlent 11.1.2023 14:18
Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. Viðskipti innlent 11.1.2023 13:01
Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjarlægðar úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann. Viðskipti innlent 11.1.2023 12:47
Nú er hægt að nálgast vegabréfsupplýsingar rafrænt Íslendingum gefst nú kostur á að nálgast vegabréfsupplýsingar sínar og barna sinna inni á Ísland.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Stafræns Íslands, Þjóðskrár og Sýslumanna. Neytendur 11.1.2023 12:39
Lagðir af stað í aðra aukaleit að loðnu á kostnað útgerðar Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun til loðnuleitar. Þetta er annar aukaleitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð en sá fyrri var í byrjun desembermánaðar. Viðskipti innlent 11.1.2023 11:46
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 146 prósent árið 2022 Brottförum erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 146 prósent milli ára, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Brottfarir voru 1,7 milljón árið 2022, um milljón fleiri en árið 2021. Viðskipti innlent 11.1.2023 09:20
Verður forstöðumaður lögfræðideildar Festi Sölvi Davíðsson lögmaður hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðideildar Festi hf. Viðskipti innlent 11.1.2023 09:00
Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Creditinfo Páll Arnar Guðmundsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns gagna hjá Creditinfo á Íslandi. Viðskipti innlent 11.1.2023 08:49
Bein útsending: Skattadagurinn 2023 Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag og stendur frá klukkan 8:30 til 10. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í spilara að neðan. Viðskipti innlent 11.1.2023 08:00
Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið „Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023. Atvinnulíf 11.1.2023 07:00
Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 10.1.2023 21:57
Hraðlestin opnar í húsnæði CooCoo‘s Nest á Granda „Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 10.1.2023 13:42
Gott fólk: Snjóboltinn fór að rúlla eftir verkefni með fyrsta kúnnanum Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. Atvinnulíf 10.1.2023 12:21
Jón Eðvald ráðinn í nýja stöðu hjá Eykt Jón Eðvald Malmquist hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Eyktar ehf. frá 1. janúar 2023. Um er að ræða nýja stöðu hjá félaginu. Viðskipti innlent 10.1.2023 12:19
Fá byr í seglin með 1,4 milljarða styrk frá ESB Evrópusambandið hefur veitt orkuskiptaverkefninu WHISPER 1,4 milljarða króna styrk og er hann til fjögurra ára. Fjögur íslensk fyrirtæki eru hluti af þessu fjölþjóðlega samstarfi en það eru SideWind, Samskip, BBA//FJELDCO og Athygli. Þar að auki leiðir verkfræðistofan Verkís verkefnið. Viðskipti innlent 10.1.2023 12:04
Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. Viðskipti innlent 10.1.2023 11:27
Stóru-Laugar falar fyrir 160 milljónir króna Ferðaþjónustusvæðið að Stóru-Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit hefur verið sett á sölu. Uppsett verð er 160 milljónir króna. Viðskipti innlent 9.1.2023 23:00
Sjónvarpskaupendum velkomið að fá mismuninn endurgreiddan Raftækjaverslunin Elko lækkaði verð á sjónvarpi um eitt hundrað þúsund krónur í gær eftir að athugull neytandi vakti athygli á gríðarlegum verðmun á sjónvarpinu milli verslana. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir neytendur almennt fljóta að láta vita þegar ekki er brugðist nægilega hratt við verðþróun. Neytendur 9.1.2023 21:44
Loka Noma og snúa sér að matvælaframleiðslu Eigendur danska veitingastaðarins Noma hafa ákveðið að loka honum, að minnsta kosti tímabundið og snúa sér að matvælaframleiðslu í staðinn. Noma hefur lengi verið talinn besti eða einn af bestu veitingastöðum heims. Viðskipti erlent 9.1.2023 12:27
Auður Hrefna fylgist með ábyrgum viðskiptaháttum á Íslandi Samtök Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti, UN Global Compact, hafa ráðið Auði Hrefnu Guðmundsdóttur sem svæðisstjóra fyrir Ísland. Auður Hrefna starfaði áður hjá Landsbankanum á sviði fræðslu og þjálfunar og þar áður hjá Háskólanum í Reykjavík og Opna háskólanum. Auður Hrefna er með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands. Viðskipti innlent 9.1.2023 12:15
Dáleiðsla gagnast fólki á fjölbreyttan hátt Námskeið eru að hefjast hjá Dáleiðsluskólanum Hugareflingu. Einn reyndasti dáleiðslukennari landsins og aðalkennari Hugareflingar, Jón Víðis, segir alla geta tileinkað sér dáleiðslu og hún gagnist fólki á fjölbreyttan hátt. Samstarf 9.1.2023 11:46