Viðskipti Í fyrsta sinn sem hlutfall tengifarþega er hærra hjá Play Stjórnendur Icelandair og Play hafa birt farþegatölur síðasta mánaðar og er niðurstaðan sú að í fyrsta sinn er hlutfall tengifarþega hærra hjá því síðarnefnda. Viðskipti innlent 9.12.2022 20:35 Viðar Erlingsson tekur við Marel Software Solutions Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Viðskipti 9.12.2022 17:31 Landsbankinn hækkar vexti Vextir Landsbankans hækka frá og með 12. desember næstkomandi. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,25 prósentustig, sem og breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum. Viðskipti innlent 9.12.2022 15:04 Sektar Fiskikónginn fyrir að fara ekki að fyrirmælum Neytendastofa hefur sektað Fiskikónginn um 50 þúsund krónur fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar á síðunni heitirpottar.is með fullnægjandi hætti. Neytendur 9.12.2022 14:24 Banna auglýsingar Verna um „erkitýpurnar“ Teit, Hebu og Svölu Neytendastofa hefur bannað tryggingafélaginu Verna að birta auglýsingar sínar þar sem fólk er sagt hafa stórlækkað reikninga sína með því að hafa fært viðskipti sín til félagsins. Auglýsingarnar eru taldar villandi, ósannaðar og brjóta gegn lögum. Neytendur 9.12.2022 13:56 Bryndís kveður Símann og tekur við markaðsmálum Storytel Bryndís Sigurðardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Birki Ágústssyni sem hættur er störfum hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 9.12.2022 12:07 Ragnar nýr forstöðumaður hjá Landsbankanum Ragnar Einarsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns Færsluhirðingar Landsbankans. Viðskipti innlent 9.12.2022 11:14 Þrjú ný til Aurbjargar Íslenska fjártæknifyrirtækið Aurbjörg hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn í vöruþróunarteymi sitt. Þeim er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Viðskipti innlent 9.12.2022 10:45 Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Viðskipti erlent 9.12.2022 10:01 Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. Viðskipti erlent 9.12.2022 09:26 Að peppa upp dauðþreytt starfsfólk í desember Á mörgum stöðum er desember stærsti sölumánuðurinn. Mesti álagstími ársins fyrir starfsfólk. Sem þó, til viðbótar við að vinna mikið, er líka að undirbúa sín jól. Með tilheyrandi stússi. Atvinnulíf 9.12.2022 07:00 Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. Viðskipti erlent 8.12.2022 18:30 Taka fyrstu breiðþotuna í notkun Icelandair Cargo hefur tekið fyrstu breiðþotu félagsins í notkun. Fyrsta flug vélarinnar er áætlað í kvöld til Liege í Belgíu. Vélin er af gerðinni Boeing 767. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:56 Spá 9,6 prósent verðbólgu í desember Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan hækki um þrjú prósentu stig í desember og verði 9,6 prósent. Þá er því spáð að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,55 prósent milli mánaða. Þrír undirliðir hafa hvað mest áhrif á spáða hækkun. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:40 Alvotech á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Viðskipti með hlutabréf Alvotech færðust af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi í morgun. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:02 Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. Viðskipti innlent 8.12.2022 13:14 Ætla að byggja 180 herbergja hótel í Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus og Íslenskar fasteignir ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um fyrirhugaðar framkvæmdir við hótel og afþreyingarmiðstöð í Hafnarvík við Leirur í Þorlákshöfn. Byggt verður allt að 180 herbergja hótel. Viðskipti innlent 8.12.2022 11:50 Selja ferska mjólk í sjálfssölum og þróa spennandi nýjungar Fjölskyldan í Gunnbjarnarholti er drifin áfram af áhuga og metnaði fyrir heilnæmri, íslenskri framleiðslu og þar fæðast spennandi hugmyndir. Á síðasta ári hófu þau sölu á eigin framleiðslu úr ferskri, gerilsneyddri en ófitusprengdri mjólk undir vörumerkinu Hreppamjólk. Samstarf 8.12.2022 11:15 Birkir nýr forstjóri TM Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni. Viðskipti innlent 8.12.2022 09:10 Sérútgáfa Kærleikskúlunnar afhjúpuð á morgun Sérútgáfa Kærleikskúlunnar verður afhjúpuð á morgun, föstudag en Kærleikskúlan sjálf var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í gær. Samstarf 8.12.2022 08:51 Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Atvinnulíf 8.12.2022 08:44 Fimmtán mánaða fangelsi og 142 milljóna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 142 milljóna króna í sekt fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. Viðskipti innlent 8.12.2022 08:11 Musk tímabundið steypt af stóli Auðjöfurinn Elon Musk tapaði titlinum „ríkasti maður heims“ um stund fyrr í dag og Bernard Arnault og fjölskylda hans, hoppaði upp í fyrsta sæti. Arnault er forstjóri LVMH, móðurfyrirtækis Louis Vuitton. Viðskipti erlent 7.12.2022 23:58 Síðasta Boeing 747-þotan úr flugvélaverksmiðjunni Síðasta eintak júmbóþotunnar, eða Boeing 747, fór út úr samsetningarverksmiðju Boeing í borginni Everett norðan Seattle í Washington-ríki í gærkvöldi. Þetta er fraktvél af undirtegundinni 747-8 og verður afhent bandaríska vöruflutningafélaginu Atlas Air snemma á næsta ári. Viðskipti erlent 7.12.2022 16:20 Gluggasmið sem sagði verkið í „algjörum forgangi“ gert að endurgreiða innborgun að fullu Fyrirtæki sem smíðar glugga hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini staðfestingargjald pöntunar að fullu eftir að viðskiptavinur ákvað að rifta samningi, þrettán mánuðum eftir að hann hafði samþykkt tilboð fyrirtækisins í smíði þriggja glugga og hurðar vegna lekavandamála í fasteign. Framkvæmdir voru þá ekki hafnar og ekki vitað til þess að fyrirtækið hefði hafið smíði glugganna. Neytendur 7.12.2022 15:29 Mastodon innbyggður í Vivaldi Vivaldi er orðinn fyrsti vafrinn sem er með samfélagsmiðilinn Mastodon innbyggðan í kóða vafrans. Það er meðal annarra breytinga sem gerðar hafa verið á vafranum. Viðskipti innlent 7.12.2022 15:02 Árshátíðir í útlöndum styrkja starfsmannahópinn „Við finnum fyrir miklum ferðaspenningi. Það er bókað hjá okkur allar helgar í haust og fram á næsta ár. Fólk þyrstir í ferðalög og nú er akkúrat tíminn til að skipuleggja ferðir fyrir haustið 2023,“ segir Viktor Hagalín Magnason, sölu og markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Tripical. Samstarf 7.12.2022 14:50 Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. Viðskipti innlent 7.12.2022 12:01 Play aldrei verið stundvísara Flugfélagið Play flutti fjórum sinnum fleiri farþega í nóvember á þessu ári en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting var tæplega áttatíu prósent og stundvísi rúmlega 98 prósent. Aldrei hafa vélar félagsins verið jafn stundvísar. Viðskipti innlent 7.12.2022 09:32 Sumir hækka úr fimm og hálfri í sjö milljónir Ragnar Þór Ægisson, bílasali og meðeigandi Bílamiðstöðvarinnar, segir að reikna megi með því að rafbílar sem nú eru niðurgreiddir að hluta af hinu opinbera muni í sumum tilvikum hækka í verði úr til dæmis eins og 5,5 milljónum í sjö milljónir. Neytendur 7.12.2022 09:10 « ‹ 148 149 150 151 152 153 154 155 156 … 334 ›
Í fyrsta sinn sem hlutfall tengifarþega er hærra hjá Play Stjórnendur Icelandair og Play hafa birt farþegatölur síðasta mánaðar og er niðurstaðan sú að í fyrsta sinn er hlutfall tengifarþega hærra hjá því síðarnefnda. Viðskipti innlent 9.12.2022 20:35
Viðar Erlingsson tekur við Marel Software Solutions Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Viðskipti 9.12.2022 17:31
Landsbankinn hækkar vexti Vextir Landsbankans hækka frá og með 12. desember næstkomandi. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,25 prósentustig, sem og breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum. Viðskipti innlent 9.12.2022 15:04
Sektar Fiskikónginn fyrir að fara ekki að fyrirmælum Neytendastofa hefur sektað Fiskikónginn um 50 þúsund krónur fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar á síðunni heitirpottar.is með fullnægjandi hætti. Neytendur 9.12.2022 14:24
Banna auglýsingar Verna um „erkitýpurnar“ Teit, Hebu og Svölu Neytendastofa hefur bannað tryggingafélaginu Verna að birta auglýsingar sínar þar sem fólk er sagt hafa stórlækkað reikninga sína með því að hafa fært viðskipti sín til félagsins. Auglýsingarnar eru taldar villandi, ósannaðar og brjóta gegn lögum. Neytendur 9.12.2022 13:56
Bryndís kveður Símann og tekur við markaðsmálum Storytel Bryndís Sigurðardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Birki Ágústssyni sem hættur er störfum hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 9.12.2022 12:07
Ragnar nýr forstöðumaður hjá Landsbankanum Ragnar Einarsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns Færsluhirðingar Landsbankans. Viðskipti innlent 9.12.2022 11:14
Þrjú ný til Aurbjargar Íslenska fjártæknifyrirtækið Aurbjörg hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn í vöruþróunarteymi sitt. Þeim er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Viðskipti innlent 9.12.2022 10:45
Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Viðskipti erlent 9.12.2022 10:01
Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. Viðskipti erlent 9.12.2022 09:26
Að peppa upp dauðþreytt starfsfólk í desember Á mörgum stöðum er desember stærsti sölumánuðurinn. Mesti álagstími ársins fyrir starfsfólk. Sem þó, til viðbótar við að vinna mikið, er líka að undirbúa sín jól. Með tilheyrandi stússi. Atvinnulíf 9.12.2022 07:00
Fyrsta flug dýrustu flugvélar Grænlands til heimalandsins Grænlendingar fögnuðu í gær nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Hún er langstærsta fjárfesting þjóðarflugfélagsins Air Greenland, kostaði yfir 700 milljónir danskra króna, eða yfir fjórtán milljarða íslenskra, að sögn grænlenska ríkismiðilsins KNR. Viðskipti erlent 8.12.2022 18:30
Taka fyrstu breiðþotuna í notkun Icelandair Cargo hefur tekið fyrstu breiðþotu félagsins í notkun. Fyrsta flug vélarinnar er áætlað í kvöld til Liege í Belgíu. Vélin er af gerðinni Boeing 767. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:56
Spá 9,6 prósent verðbólgu í desember Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan hækki um þrjú prósentu stig í desember og verði 9,6 prósent. Þá er því spáð að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,55 prósent milli mánaða. Þrír undirliðir hafa hvað mest áhrif á spáða hækkun. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:40
Alvotech á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Viðskipti með hlutabréf Alvotech færðust af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi í morgun. Viðskipti innlent 8.12.2022 15:02
Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. Viðskipti innlent 8.12.2022 13:14
Ætla að byggja 180 herbergja hótel í Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus og Íslenskar fasteignir ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um fyrirhugaðar framkvæmdir við hótel og afþreyingarmiðstöð í Hafnarvík við Leirur í Þorlákshöfn. Byggt verður allt að 180 herbergja hótel. Viðskipti innlent 8.12.2022 11:50
Selja ferska mjólk í sjálfssölum og þróa spennandi nýjungar Fjölskyldan í Gunnbjarnarholti er drifin áfram af áhuga og metnaði fyrir heilnæmri, íslenskri framleiðslu og þar fæðast spennandi hugmyndir. Á síðasta ári hófu þau sölu á eigin framleiðslu úr ferskri, gerilsneyddri en ófitusprengdri mjólk undir vörumerkinu Hreppamjólk. Samstarf 8.12.2022 11:15
Birkir nýr forstjóri TM Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni. Viðskipti innlent 8.12.2022 09:10
Sérútgáfa Kærleikskúlunnar afhjúpuð á morgun Sérútgáfa Kærleikskúlunnar verður afhjúpuð á morgun, föstudag en Kærleikskúlan sjálf var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í gær. Samstarf 8.12.2022 08:51
Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Atvinnulíf 8.12.2022 08:44
Fimmtán mánaða fangelsi og 142 milljóna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 142 milljóna króna í sekt fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. Viðskipti innlent 8.12.2022 08:11
Musk tímabundið steypt af stóli Auðjöfurinn Elon Musk tapaði titlinum „ríkasti maður heims“ um stund fyrr í dag og Bernard Arnault og fjölskylda hans, hoppaði upp í fyrsta sæti. Arnault er forstjóri LVMH, móðurfyrirtækis Louis Vuitton. Viðskipti erlent 7.12.2022 23:58
Síðasta Boeing 747-þotan úr flugvélaverksmiðjunni Síðasta eintak júmbóþotunnar, eða Boeing 747, fór út úr samsetningarverksmiðju Boeing í borginni Everett norðan Seattle í Washington-ríki í gærkvöldi. Þetta er fraktvél af undirtegundinni 747-8 og verður afhent bandaríska vöruflutningafélaginu Atlas Air snemma á næsta ári. Viðskipti erlent 7.12.2022 16:20
Gluggasmið sem sagði verkið í „algjörum forgangi“ gert að endurgreiða innborgun að fullu Fyrirtæki sem smíðar glugga hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini staðfestingargjald pöntunar að fullu eftir að viðskiptavinur ákvað að rifta samningi, þrettán mánuðum eftir að hann hafði samþykkt tilboð fyrirtækisins í smíði þriggja glugga og hurðar vegna lekavandamála í fasteign. Framkvæmdir voru þá ekki hafnar og ekki vitað til þess að fyrirtækið hefði hafið smíði glugganna. Neytendur 7.12.2022 15:29
Mastodon innbyggður í Vivaldi Vivaldi er orðinn fyrsti vafrinn sem er með samfélagsmiðilinn Mastodon innbyggðan í kóða vafrans. Það er meðal annarra breytinga sem gerðar hafa verið á vafranum. Viðskipti innlent 7.12.2022 15:02
Árshátíðir í útlöndum styrkja starfsmannahópinn „Við finnum fyrir miklum ferðaspenningi. Það er bókað hjá okkur allar helgar í haust og fram á næsta ár. Fólk þyrstir í ferðalög og nú er akkúrat tíminn til að skipuleggja ferðir fyrir haustið 2023,“ segir Viktor Hagalín Magnason, sölu og markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Tripical. Samstarf 7.12.2022 14:50
Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. Viðskipti innlent 7.12.2022 12:01
Play aldrei verið stundvísara Flugfélagið Play flutti fjórum sinnum fleiri farþega í nóvember á þessu ári en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting var tæplega áttatíu prósent og stundvísi rúmlega 98 prósent. Aldrei hafa vélar félagsins verið jafn stundvísar. Viðskipti innlent 7.12.2022 09:32
Sumir hækka úr fimm og hálfri í sjö milljónir Ragnar Þór Ægisson, bílasali og meðeigandi Bílamiðstöðvarinnar, segir að reikna megi með því að rafbílar sem nú eru niðurgreiddir að hluta af hinu opinbera muni í sumum tilvikum hækka í verði úr til dæmis eins og 5,5 milljónum í sjö milljónir. Neytendur 7.12.2022 09:10