Þetta kemur fram í tilkynningu frá OK. Þar segir að Brynja Kolbrún Pétursdóttir, sem gegnt hefur starfi aðstoðarmanns framkvæmdastjóra fjármála, muni taka við verkefnum framkvæmdastjóra þar til nýr aðili tekur til starfa.
„Sævar Freyr þakkar Benedikt fyrir samstarfið og stefnir að því að kynna skipulagsbreytingar á fjármálasviði fljótlega.
Starf framkvæmdastjóra fjármála OR verður í kjölfarið auglýst laust til umsóknar,“ segir í tilkynningunni.
Benedikt tók við stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur í mars á síðasta ári. Hann kom til OR frá KPMG þar sem hann hafði starfað um árabil.