Viðskipti

Innkalla sólblómafræ vegna skordýra

Krónan hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes kallað inn sólblómafræ frá Grön Balance. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að ástæða innköllunarinnar sé sú að skordýr hafi fundist í vörunni.

Viðskipti innlent

Bragðlaukarnir dansa á Lemon

„Lemon er staðurinn fyrir fólk sem hugar að heilsunni og vill holla og góða næringu sem fær bragðlaukana til að dansa. Við sérhæfum okkur í sælkerasamlokum og ferskum söfum en bjóðum einnig upp á kaffi, próteinsjeika, hafragraut og orkuskot. Á Lemon er allt útbúið á staðnum eftir pöntunum hverju sinni, úr besta mögulega hráefninu,“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon, sem er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Samstarf

Helga Dögg nýr rekstrar­stjóri hjá Expectus

Hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið Helgu Dögg Björgvinsdóttur í stöðu rekstrarstjóra (COO). Hún hefur þegar tekið til starfa. Expectus sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja varðandi nýtingu upplýsingatækni við ákvarðanatöku og áætlanagerð til að ná mælanlegum árangri í rekstrinum.

Viðskipti innlent

Banka­sýslan bregst við Ís­lands­banka­skýrslunni: Fram­kvæmd sölunnar hafi verið í fullu sam­ræmi við lög

Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Viðskipti innlent

Fjöl­þættir ann­markar á Ís­lands­banka­sölunni

Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar.

Viðskipti innlent

Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma

„Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við:

Atvinnulíf

Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum

Á dögunum opnaði samfélagsmiðillinn Twitter fyrir að fólk gæti keypt sér bláa hakið við hlið nafns síns sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða.  Í kjölfar nýju stefnunnar hafa gervi aðgangar sprottið upp og verið notendum til mikils ama.

Viðskipti erlent

Ingunn tekur við Opna há­skólanum í HR

Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensem hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Sem forstöðukona mun hún leiða sókn háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. 

Viðskipti innlent

Til­boðskvíðinn raun­veru­legur

Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 

Viðskipti innlent

Jákvæð styrking út í samfélagið

„Meistaramánuður gekk vel í ár og það var greinilegt að átakið vakti kátínu víða í samfélaginu. Um 1500 manns tóku formlega þátt í átakinu auk starfsfólks Samkaupa sem telja yfir 1400 manns,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa en Samkaup er nú í annað sinn stærsti bakhjarl lífsstílsátaksins Meistaramánaðar.

Samstarf

Óreiðan virðist ráða ríkjum hjá Twitter

Frá því auðjöfurinn Elon Musk tók við stjórn samfélagsmiðilsins Twitter hefur mikil óreiða ríkt þar. Musk varaði við því í nótt að gjaldþrot kæmi til greina en fyrr í gærkvöldi hafði hann sagt stöðu fyrirtækisins vera erfiða en margir af æðstu yfirmönnum fyrirtækisins hafa sagt upp á undanförnum dögum.

Viðskipti erlent

Jólagjöf sem safnar ekki ryki

„Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“

Samstarf

Frystu eignir FTX-raf­myntar­kaup­hallarinnar

Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins.

Viðskipti erlent