Viðskipti

Amazon birtir heimildar­þátt um Kerecis

Heimildarþáttur um íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis er nú aðgengilegur á streymisveitunni Amazon Prime. Aðstoðarforstjóri Amazon stýrir þáttaröðinni sem fjallar um áhugaverð fyrirtæki, sem hann telur eiga erindi við framtíðina.

Viðskipti innlent

Kemur ný inn í eig­enda hóp Réttar

Védís Eva Guðmundsdóttir hefur bæst í hóp eigenda hjá hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners. Hún hefur sérhæft sig í mannréttindamálum og Evrópurétti og hefur starfað á stofunni frá 2020.

Viðskipti innlent

BYKO einn af eftir­sóknar­verðustu vinnu­stöðum Evrópu

BYKO hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum í Evrópu í hópi meðalstórra fyrirtækja. Tölvuleikjafyrirtækið CCP hlaut einnig viðurkenningu í sama flokki, og auglýsingastofan Sahara hlaut viðurkenningu í hópi lítilla fyrirtækja.

Samstarf

Nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Kerecis

Dr. Dan Mooradian hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarmála hjá Kerecis. Klara Sveinsdóttir sem var áður framkvæmdastjóri rannsóknar-, þróunar-, gæða- og skráningarmála mun nú einbeita sér einungis að gæða- og skráningarmálum.

Viðskipti innlent

Hækka gjald á á­fengi og tóbak

Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna.

Neytendur

Nýr Nissan X-Trail e-Power

Nissan hefur kynnt fjórðu kynslóð af jepplingnum X-Trail, sem kynntur verður hjá BL í desember. X-Trail státar af háþróuðu fjórhjóladrifi. Bíllinn er búinn bensínvél sem hleður orku beint inn á rafhlöðu bílsins þaðan sem 94 kW rafmótorinn notar hana.

Viðskipti

Réttur fjöldi marka gæti gefið 650 milljónir króna

Íslenskar getraunir mun síðar í mánuðinum taka upp nýjan getraunaleik sem felst í því að þátttakendur giska á hversu mörk verði skoruð í heild í hverjum þeim þrettán leikja sem eru á hinum hefðbundna enska getraunaseðli. Leikurinn verður nefndur XG og er það vísun í „Expected goals“ – mörkum sem reiknað sé með.

Viðskipti innlent

Fjölskylduhátíð á Pop up í Laugardal

Pop up markaður fer fram undir KSÍ stúkunni Laugardal um helgina og á heimapopup.is. Tugir spennandi verslana bjóða varning og matarvagnar og leiktæki verða á staðnum. Þetta er í átjánda sinn sem markaðurinn er haldinn og hefur farið stækkandi með hverju árinu.

Samstarf

Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi

Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu.

Viðskipti innlent

Allt það helsta frá haustkynningu Apple

Forsvarsmenn Apple kynntu í gær nýjar vörur á árlegri kynningu fyrirtækisins. Þar á meðal var kynntur nýr sími, ný snjallúr og ný heyrnartól. Eins og gengur og gerist þá vöktu nýju tækin og tólin  mikla athygli.

Viðskipti erlent

Matthías frá Arion banka til Héðins

Matthías Stephensen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Héðins. Hann kemur frá Arion banka þar sem hann hefur starað frá 2011, síðast sem forstöðumaður rekstrar og sölu á viðskiptabankasviði, ásamt því að vera innlánastjóri bankans.

Viðskipti innlent

Soffía Theó­dóra nýr fjár­festinga­stjóri hjá Brunni

Soffía Theódóra Tryggvadóttir hefur verið ráðin fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures. Soffía Theódóra kemur til Brunns frá bandaríska Fortune 500 fyrirtækinu NetApp. Hjá Brunni mun Soffía Theódóra sinna greiningu og öflun fjárfestingatækifæra, byggja upp tengslanet við erlenda vísifjárfesta og starfa með stjórnendum og frumkvöðlum að lokinni fjárfestingu.

Viðskipti innlent