Viðskipti

Mæta mikilli eftirspurn með glæsilegri verslun

„Viðtökurnar hafa verið frábærar. Eftir að hafa spjallað við viðskiptavinina finnum við að það var greinilega mikil eftirspurn eftir þeim áherslum sem búðin okkar býður upp á. Við bjóðum upp á vandaðar vörur á góðu verði. Akureyringar eru mjög duglegir að stunda allskonar útivist og það er hvetjandi fyrir okkur að halda vel á spöðunum og gera okkar besta til að anna allri eftirspurn. Við erum mjög spennt fyrir komandi sumri,“ segir Bjargey Anna Gísladóttir, eigandi Hobby & Sport á Akureyri en verslunin var opnuð í glæsilegu rými á Glerártorgi í nóvember síðastliðnum.

Samstarf

Gera ráð fyrir 5,7 milljónum far­þega

Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019.

Viðskipti innlent

„Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“

„Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis.

Atvinnulíf

„Ég hefði viljað sjá þessar reglur öðruvísi“

Bankastjóri Íslandsbanka segir að æskilegt hefði verið að girða fyrir kaup starfsmanna sem komu að útboði bankans á þessu ári. Verið sé að breyta reglum til að koma í veg fyrir slíkt. Hún segist ekki vita hvort starfsmenn hafi áður keypt hluti í útboðum sem þeir hafi á sama tíma sinnt.

Viðskipti innlent

Prósjoppan fagnar tveggja ára afmæli

„Heimsókn í Prósjoppuna ætti sannarlega að vera ofarlega á lista allra kylfinga, við tökum vel á móti ykkur og veitum framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu,” Segir Magnús Lárusson, betur þekktur sem Maggi Lár, eigandi golfverslunarinnar Prósjoppunnar.

Samstarf