Ekki 75%-skilyrði 1944 13. júní 2004 00:01 Þjóðaratkvæðagreiðslan - Mörður Árnason Því hefur verið haldið fram, nú síðast í Viðskiptablaðinu, að lýðveldisatkvæðagreiðslan vorið 1944 hafi farið fram með skilyrðum um 75% kjörsókn. Þetta er rangt. Atkvæðagreiðslan, sem var bindandi, fór fram án skilyrða um kjörsókn. Aðeins var krafist einfalds meirihluta þeirra sem kusu. Sem kunnugt er svaraði þjóðin þá játandi merkilegustu spurningu 20. aldar á Íslandi: Átti að slíta tengslin við Danmörku og stofna Lýðveldið Ísland? Misskilningurinn sprettur sjálfsagt af því að í samningunum um fullveldið 1918 tókst Dönum að ná því inn að ekki væri hægt að segja upp samningnum nema með samþykki minnst ¾ kjósenda í atkvæðagreiðslu þar sem minnst ¾ atkvæðisbærra manna neyttu atkvæðisréttarins. Í ársbyrjun 1944 var hinsvegar ákveðið með ýmsum rökum að atkvæðagreiðslan yrði óháð þessum uppsagnarákvæðum. Lögskilnaðarmenn svokallaðir vildu virða ákvæðin en mikill meirihluti stóð á móti á þingi. Stjórnmálaflokkarnir bundust að lokum samtökum um að stuðla að sem allra mestri þátttöku, meðal annars til að ekki yrðu bornar brigður á hana í ljósi þessara ákvæða sambandslaganna, og til samkomulags var ákveðið að láta þessi ákvæði "liggja milli hluta". Í ályktun þingsins er ekkert á skilyrði minnst. Þetta má allt sjá í Alþingistíðindum frá 1944 (þingskjal 246, sjá einnig þskj. 70; umræður 14. og 18.–20. janúar). Þjóðaratkvæðagreiðslan í maí 1944 var því haldin án formlegra skilyrða um kjörsókn eða meirihluta, á sama hátt um atkvæðagreiðslan um sambandslögin 1918. Það á raunar við um allar þjóðaratkvæðagreiðslurnar fimm sem fram hafa farið á Íslandi síðan 1908. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan - Mörður Árnason Því hefur verið haldið fram, nú síðast í Viðskiptablaðinu, að lýðveldisatkvæðagreiðslan vorið 1944 hafi farið fram með skilyrðum um 75% kjörsókn. Þetta er rangt. Atkvæðagreiðslan, sem var bindandi, fór fram án skilyrða um kjörsókn. Aðeins var krafist einfalds meirihluta þeirra sem kusu. Sem kunnugt er svaraði þjóðin þá játandi merkilegustu spurningu 20. aldar á Íslandi: Átti að slíta tengslin við Danmörku og stofna Lýðveldið Ísland? Misskilningurinn sprettur sjálfsagt af því að í samningunum um fullveldið 1918 tókst Dönum að ná því inn að ekki væri hægt að segja upp samningnum nema með samþykki minnst ¾ kjósenda í atkvæðagreiðslu þar sem minnst ¾ atkvæðisbærra manna neyttu atkvæðisréttarins. Í ársbyrjun 1944 var hinsvegar ákveðið með ýmsum rökum að atkvæðagreiðslan yrði óháð þessum uppsagnarákvæðum. Lögskilnaðarmenn svokallaðir vildu virða ákvæðin en mikill meirihluti stóð á móti á þingi. Stjórnmálaflokkarnir bundust að lokum samtökum um að stuðla að sem allra mestri þátttöku, meðal annars til að ekki yrðu bornar brigður á hana í ljósi þessara ákvæða sambandslaganna, og til samkomulags var ákveðið að láta þessi ákvæði "liggja milli hluta". Í ályktun þingsins er ekkert á skilyrði minnst. Þetta má allt sjá í Alþingistíðindum frá 1944 (þingskjal 246, sjá einnig þskj. 70; umræður 14. og 18.–20. janúar). Þjóðaratkvæðagreiðslan í maí 1944 var því haldin án formlegra skilyrða um kjörsókn eða meirihluta, á sama hátt um atkvæðagreiðslan um sambandslögin 1918. Það á raunar við um allar þjóðaratkvæðagreiðslurnar fimm sem fram hafa farið á Íslandi síðan 1908.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar