Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. desember 2025 13:46 Merkileg grein birtist í Morgunblaðinu 1. desember síðastliðinn. Fullveldisdag okkar Íslendinga. Þar hélt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar á pennanum. Var henni tíðrætt um sæti Íslands við borðið á alþjóðavettvangi en minntist hins vegar ekkert á Evrópusambandið í þeim efnum þrátt fyrir að öllum hafi væntanlega verið ljóst hver væru undirliggjandi skilaboðin. Það er að segja innganga landsins í sambandið. „Sæti Íslands við borðið, hvort sem það hefur verið hjá Atlantshafsbandalaginu eða EFTA, hefur styrkt fullveldi Íslands,“ sagði Þorgerður þannig meðal annars í greininni. Hins vegar fjalla Atlantshafsbandalagið (NATO) og Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA) ekki aðeins um mjög afmörkuð svið, annars vegar varnarmál og hins vegar fríverzlun, heldur eru ákvarðanir í báðum tilfellum teknar með einróma samþykki ólíkt því sem gerist innan Evrópusambandsins. Með inngöngu í Evrópusambandið er valdið yfir nær öllum málaflokkum ríkja framselt til stofnana þess og einróma samþykki heyrir til undantekninga en var áður reglan. Í flestum tilfellum fer vægi ríkja innan sambandsins eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Þetta yrði sætið við borðið innan Evrópusambandsins. Með öðrum orðum var Þorgerður að bera saman epli og appelsínur. Alþjóðlegt samstarf sem er til þess fallið að styrkja fullveldi landsins og hagsmuni íslenzku þjóðarinnar er vitanlega af hinu góða. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðlegt samstarf með einhverjum eðlilegum formerkjum. Enda hefur þar á bæ verið leynt og ljóst stefnt að því frá upphafi að til yrði sambandsríki. Samvinna er eitt en samruni hins vegar allt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Merkileg grein birtist í Morgunblaðinu 1. desember síðastliðinn. Fullveldisdag okkar Íslendinga. Þar hélt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar á pennanum. Var henni tíðrætt um sæti Íslands við borðið á alþjóðavettvangi en minntist hins vegar ekkert á Evrópusambandið í þeim efnum þrátt fyrir að öllum hafi væntanlega verið ljóst hver væru undirliggjandi skilaboðin. Það er að segja innganga landsins í sambandið. „Sæti Íslands við borðið, hvort sem það hefur verið hjá Atlantshafsbandalaginu eða EFTA, hefur styrkt fullveldi Íslands,“ sagði Þorgerður þannig meðal annars í greininni. Hins vegar fjalla Atlantshafsbandalagið (NATO) og Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA) ekki aðeins um mjög afmörkuð svið, annars vegar varnarmál og hins vegar fríverzlun, heldur eru ákvarðanir í báðum tilfellum teknar með einróma samþykki ólíkt því sem gerist innan Evrópusambandsins. Með inngöngu í Evrópusambandið er valdið yfir nær öllum málaflokkum ríkja framselt til stofnana þess og einróma samþykki heyrir til undantekninga en var áður reglan. Í flestum tilfellum fer vægi ríkja innan sambandsins eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Þetta yrði sætið við borðið innan Evrópusambandsins. Með öðrum orðum var Þorgerður að bera saman epli og appelsínur. Alþjóðlegt samstarf sem er til þess fallið að styrkja fullveldi landsins og hagsmuni íslenzku þjóðarinnar er vitanlega af hinu góða. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðlegt samstarf með einhverjum eðlilegum formerkjum. Enda hefur þar á bæ verið leynt og ljóst stefnt að því frá upphafi að til yrði sambandsríki. Samvinna er eitt en samruni hins vegar allt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar