Fórnarlamb víðtæks samsæris Dagur B. Eggertsson skrifar 13. júní 2004 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn - Dagur B. Eggertsson skrifar um samsærið gegn Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði stórt í síðustu kosningum. Það var ósanngjarnt og algerlega að ósekju. Orsakanna var vitanlega ekki að leita í stefnu eða framgöngu forystu flokksins. Þess vegna þarf að elta uppi og hegna þeim sem bera ábyrgð á afhroðinu. Það voru fjölmiðlar og fjármálamenn, dómstólar og prestar, læknar og líknarfélög. Að ógleymdum matvörubúðunum.Þetta er gömul saga og ný. Slysið frá 1994 endurtók sig 1998 og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði borgarstjórnarkosningum án þess að eiga það skilið. Forsætisráðherra benti réttilega á að þetta væri Ríkissjónvarpinu að kenna. Í kjölfarið hefur verið tekið til hendinni á útvarpinu.Við lá að Alþingiskosningarnar 1999 töpuðust vegna samsæris Þjóðhagsstofnunar, OECD og Samfylkingarinnar. Þetta þjóðhættulega lið sagði fyrir um stórfellda gengisfellingu og kollsteypu vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Þótt freistandi hefði verið að leggja niður OECD og banna Samfylkinguna var látið nægja að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Forsætisráðherra fer jú hóflega með vald sitt. Gengið féll um tugi prósenta. Dómstólarnir hafa einnig setið um ríkisstjórnina. Þeir hafa fylgt lögum en ekki línunni, einsog reyndar úrskurðanefndirnar, Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis. Eðlilega fengu þeir orð í eyra. Einboðið var að þrengja að héraðsdómsstólunum. Hæstiréttur er svo sérkapituli. Guð sé lof að hægt hefur verið að skipa þangað almennilega menn til að dæma rétt.Viðskiptalífið hefur þó ef til vill átt erfiðast með að finna taktinn. Það hefur gengið svo langt að eignir og félög hafa skipt um hendur án samráðs við forystu Sjálfstæðisflokksins. Aðeins með vel skipulögðum leynifundum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var hægt að tryggja rétt eignarhald á Íslandsbanka. Sem betur fer var sölu ríkisbankanna þó blessunarlega handstýrt.Samsærismenn og félög eru vitanlega miklu fleiri. Læknafélag Íslands sem þóttist vera annt um persónuvernd (hver trúir því?), 75% prófessora sem vildu að jafnræðisreglunni væri fylgt ("Þessir ágætu prófessorar þurfa að lesa stjórnarskránna"), Gallup sem leyfði sér að spyrja um afstöðu til Evrópusambandsins ("virðist hafa einhvern sérstakan málstað að verja"), að ógleymdu Öryrkjabandalaginu, Mæðrastyrksnefnd og öllum sem heita Jón eða Sigurður.Forsætisráðherra er vorkunn. Hann sem gengur glaður að hverju verki á óvini sem sitja um hann við hvert fótmál. Í hans sporum er erfitt að verjast tárum. Þjóðin hefur orðið vitni að mestu ofsóknum Íslandssögunnar í seinni tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn - Dagur B. Eggertsson skrifar um samsærið gegn Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði stórt í síðustu kosningum. Það var ósanngjarnt og algerlega að ósekju. Orsakanna var vitanlega ekki að leita í stefnu eða framgöngu forystu flokksins. Þess vegna þarf að elta uppi og hegna þeim sem bera ábyrgð á afhroðinu. Það voru fjölmiðlar og fjármálamenn, dómstólar og prestar, læknar og líknarfélög. Að ógleymdum matvörubúðunum.Þetta er gömul saga og ný. Slysið frá 1994 endurtók sig 1998 og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði borgarstjórnarkosningum án þess að eiga það skilið. Forsætisráðherra benti réttilega á að þetta væri Ríkissjónvarpinu að kenna. Í kjölfarið hefur verið tekið til hendinni á útvarpinu.Við lá að Alþingiskosningarnar 1999 töpuðust vegna samsæris Þjóðhagsstofnunar, OECD og Samfylkingarinnar. Þetta þjóðhættulega lið sagði fyrir um stórfellda gengisfellingu og kollsteypu vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Þótt freistandi hefði verið að leggja niður OECD og banna Samfylkinguna var látið nægja að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Forsætisráðherra fer jú hóflega með vald sitt. Gengið féll um tugi prósenta. Dómstólarnir hafa einnig setið um ríkisstjórnina. Þeir hafa fylgt lögum en ekki línunni, einsog reyndar úrskurðanefndirnar, Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis. Eðlilega fengu þeir orð í eyra. Einboðið var að þrengja að héraðsdómsstólunum. Hæstiréttur er svo sérkapituli. Guð sé lof að hægt hefur verið að skipa þangað almennilega menn til að dæma rétt.Viðskiptalífið hefur þó ef til vill átt erfiðast með að finna taktinn. Það hefur gengið svo langt að eignir og félög hafa skipt um hendur án samráðs við forystu Sjálfstæðisflokksins. Aðeins með vel skipulögðum leynifundum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var hægt að tryggja rétt eignarhald á Íslandsbanka. Sem betur fer var sölu ríkisbankanna þó blessunarlega handstýrt.Samsærismenn og félög eru vitanlega miklu fleiri. Læknafélag Íslands sem þóttist vera annt um persónuvernd (hver trúir því?), 75% prófessora sem vildu að jafnræðisreglunni væri fylgt ("Þessir ágætu prófessorar þurfa að lesa stjórnarskránna"), Gallup sem leyfði sér að spyrja um afstöðu til Evrópusambandsins ("virðist hafa einhvern sérstakan málstað að verja"), að ógleymdu Öryrkjabandalaginu, Mæðrastyrksnefnd og öllum sem heita Jón eða Sigurður.Forsætisráðherra er vorkunn. Hann sem gengur glaður að hverju verki á óvini sem sitja um hann við hvert fótmál. Í hans sporum er erfitt að verjast tárum. Þjóðin hefur orðið vitni að mestu ofsóknum Íslandssögunnar í seinni tíð.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun