Þrenna Nínu í sigri Vals 15. júní 2004 00:01 Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær eru nú komnar með fimm stiga forystu í deildinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mínútur leiksins. Þær uppskáru mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skilaði hornspyrnu Rakelar Logadóttur í netið. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjarnadóttir við öðru marki með skalla og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlkna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóru forgörðum og það var ekki laust við að gestirnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Yfirburðir Valsstúlkna voru ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á móti vindinum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan öruggan sigur Valsstúlkna. Laufey Ólafsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, var eins og drottning í ríki sínu og frammi var Nína Ósk mjög ógnandi. annars reyndi lítið á Valsliðið í þessum leik og ljóst að þær munu eiga von á meiri mótspyrnu í næstu leikjum. Hin fimmtán ára gamla Laufey Bjarnadóttir var best í liði Þórs/KA/KS og var gaman að sjá þessu ungu stúlku stríða hinum sterku miðvörðum Valsliðsins, þeim Pálu Marie Einarsdóttur og Írisi Andrésdóttur. Laufey fékk hins vegar litla hjálp frá félögum sínum og mátti sín ein og sér lítils gegn öflugu Valsliði. Það sem skipti máliVALUR-ÞÓR/KA/KS 4-0 1-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. 3-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 58. 4-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 33-5 (12-3) Horn 11-1 Aukaspyrnur fengnar 4-10 Rangstöður 8-0 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær eru nú komnar með fimm stiga forystu í deildinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mínútur leiksins. Þær uppskáru mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skilaði hornspyrnu Rakelar Logadóttur í netið. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjarnadóttir við öðru marki með skalla og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlkna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóru forgörðum og það var ekki laust við að gestirnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Yfirburðir Valsstúlkna voru ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á móti vindinum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan öruggan sigur Valsstúlkna. Laufey Ólafsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, var eins og drottning í ríki sínu og frammi var Nína Ósk mjög ógnandi. annars reyndi lítið á Valsliðið í þessum leik og ljóst að þær munu eiga von á meiri mótspyrnu í næstu leikjum. Hin fimmtán ára gamla Laufey Bjarnadóttir var best í liði Þórs/KA/KS og var gaman að sjá þessu ungu stúlku stríða hinum sterku miðvörðum Valsliðsins, þeim Pálu Marie Einarsdóttur og Írisi Andrésdóttur. Laufey fékk hins vegar litla hjálp frá félögum sínum og mátti sín ein og sér lítils gegn öflugu Valsliði. Það sem skipti máliVALUR-ÞÓR/KA/KS 4-0 1-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. 3-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 58. 4-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 33-5 (12-3) Horn 11-1 Aukaspyrnur fengnar 4-10 Rangstöður 8-0 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti