Forseti neitar stríði við Alþingi 19. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafnar því alfarið að með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi hann farið í stríð við Alþingi. Stjórnarskráin hefjist á því að segja að forsetinn og þingið fari saman með löggjafarvaldið. Ólafur Ragnar segir í samtali við DV að það hafi aldrei hvarflað að honum að segja að þingið væri í stríði við forsetann. Í sama viðtali segir hann að hann hafi ákveðið að láta ekki aðra handhafa forsetavalds afgreiða málið. Því hafi hann flýtt sér heim frá útlöndum og ekki farið í brúðkaup Danaprins. Ég gat ekki gert það, segir Ólafur Ragnar, í trausti þess að stjórnarandstaðan myndi halda uppi málþófi. Aukinn þungi er að færast í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar en forsetakosningarnar eru eftir viku. Bæði DV og Fréttablaðið birta stór viðtöl við hann í dag og eftir hádegi tekur hann þátt í kappræðum við mótframbjóðendur sína tvo, Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, í Ríkisútvarpinu. Í Fréttablaðinu segir hann til dæmis að hver sá sem gegnir embætti forseta verði að vera reiðubúinn að axla ábygð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Skoðanalaus forseti myndi fljótlega einangrast. Eftir hádegi verður Ólafur Ragnar í þætti á Ríkisútvarpinu þar sem hver frambjóðendanna þriggja fá tækifæri til að kynna sig, hver fyrir sig en þó ekki í kappræðum, eins og til stóð í upphafi. Ástþór Magnússon hefur ítrekað skorað á Ólaf Ragnar í kappræður en hann hefur ekki fengið nein svör. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson á undanförnum dögum en ekki fengið jákvæð svör. Forsetinn situr hins vegar fyrir svörum í þættinum Íslandi í dag á mánudaginn. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafnar því alfarið að með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi hann farið í stríð við Alþingi. Stjórnarskráin hefjist á því að segja að forsetinn og þingið fari saman með löggjafarvaldið. Ólafur Ragnar segir í samtali við DV að það hafi aldrei hvarflað að honum að segja að þingið væri í stríði við forsetann. Í sama viðtali segir hann að hann hafi ákveðið að láta ekki aðra handhafa forsetavalds afgreiða málið. Því hafi hann flýtt sér heim frá útlöndum og ekki farið í brúðkaup Danaprins. Ég gat ekki gert það, segir Ólafur Ragnar, í trausti þess að stjórnarandstaðan myndi halda uppi málþófi. Aukinn þungi er að færast í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar en forsetakosningarnar eru eftir viku. Bæði DV og Fréttablaðið birta stór viðtöl við hann í dag og eftir hádegi tekur hann þátt í kappræðum við mótframbjóðendur sína tvo, Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, í Ríkisútvarpinu. Í Fréttablaðinu segir hann til dæmis að hver sá sem gegnir embætti forseta verði að vera reiðubúinn að axla ábygð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Skoðanalaus forseti myndi fljótlega einangrast. Eftir hádegi verður Ólafur Ragnar í þætti á Ríkisútvarpinu þar sem hver frambjóðendanna þriggja fá tækifæri til að kynna sig, hver fyrir sig en þó ekki í kappræðum, eins og til stóð í upphafi. Ástþór Magnússon hefur ítrekað skorað á Ólaf Ragnar í kappræður en hann hefur ekki fengið nein svör. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson á undanförnum dögum en ekki fengið jákvæð svör. Forsetinn situr hins vegar fyrir svörum í þættinum Íslandi í dag á mánudaginn.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira