Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 23:12 Inga segist ekki geta séð hvernig skattahækkanir á leigutekjur muni leiða af sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi Daða er þó reiknað með leiguverðhækkunum. Vísir/Anton Brink Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra telur af og frá að fyrirhugaðar skattahækkanir á leigutekjur hafi í för með sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi þar sem mælt er fyrir um hækkanirnar segir þó berum orðum að líklegt sé að leiguverð hækki sökum þeirra. Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum í dag hvort hún óttist að leiguverð hækki í kjölfar skattahækkunar á skattskyldum hluta tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis, vegna frumvarps Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis. Frumvarpið, sem gekk úr fyrstu umræðu og til efnahags- og viðskiptanefndar í dag, felur meðal annars í sér að skattskyldur hluti tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis sem nú er 50 prósent hækki í 75 prósent. Hækkunin sé í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðispakka sem kynntur var í síðasta mánuði. Í greinargerð með frumvarpinu kemur eftirfarandi fram. „Líklegt er að leiguverð muni hækka sökum breytingarinnar, en leiguverð ræðst þó af framboði og eftirspurn og ræðst geta leigusala til þess að hækka leiguna af því. Ekki er að sjá að hækkun afsláttarins árið 2016 úr 30% í 50% hafi leitt til lækkunar leiguverðs.“ Getur ekki séð hvernig leiguverð myndi hækka „Rétt er að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún óttist ekki að leiguverð muni hækka í kjölfarið líkt og segir berum orðum í frumvarpi hæstvirts fjármálaráðherra sem er til umræðu síðar í dag?“ spurði Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra ekki mikilvægt að reyna að halda leiguverði eins lágu og mögulegt er? Hyggst ráðherrann greiða atkvæði með máli sem leiðir til hækkunar á leiguverði?“ Í svari sínu sagðist Inga Sæland ekki geta tekið undir með Ólafi um að þær aðgerðir sem boðaðar eru í frumvarpinu komi til með að hækka leiguverð. „Ég get ekki tekið undir það að með því að koma í veg fyrir að einstaklingar séu hér með margar íbúðir í leigu og hreinlega kaupi upp heilu og hálfu blokkirnar til að leigja þær út — ég get ekki séð að það að slökkva á ívilnunum að einhverju leyti hvað það varðar muni hækka leiguverð,“ sagði Inga. Það rökstyður hún með því að benda á metnaðarfullar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem lúti að byggingu þúsunda íbúða og hagræðingu, sem hún segist spennt fyrir að kynni fyrir þingheimi. Tali hvor gegn öðrum Ólafur benti á þetta misræmi í svari Ingu og greinargerðinni með frumvarpinu, þar sem með berum orðum er mælt fyrir um líklega hækkun leiguverðs vegna breytingarinnar, í Facebookfærslu í dag. „Flokkur fólksins hefur ætíð lagt ríka áherslu á að allir hafi þak yfir höfuðið og er það vel og því verður fróðlegt að sjá hvort Inga Sæland styðji fjármálaráðherra í þessari skattahækkun sem mun leiða til hækkunar á leiguverði. Það er allavega ljóst að þarna eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar að tala hvor gegn öðrum,“ skrifar hann. Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum í dag hvort hún óttist að leiguverð hækki í kjölfar skattahækkunar á skattskyldum hluta tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis, vegna frumvarps Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis. Frumvarpið, sem gekk úr fyrstu umræðu og til efnahags- og viðskiptanefndar í dag, felur meðal annars í sér að skattskyldur hluti tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis sem nú er 50 prósent hækki í 75 prósent. Hækkunin sé í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðispakka sem kynntur var í síðasta mánuði. Í greinargerð með frumvarpinu kemur eftirfarandi fram. „Líklegt er að leiguverð muni hækka sökum breytingarinnar, en leiguverð ræðst þó af framboði og eftirspurn og ræðst geta leigusala til þess að hækka leiguna af því. Ekki er að sjá að hækkun afsláttarins árið 2016 úr 30% í 50% hafi leitt til lækkunar leiguverðs.“ Getur ekki séð hvernig leiguverð myndi hækka „Rétt er að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún óttist ekki að leiguverð muni hækka í kjölfarið líkt og segir berum orðum í frumvarpi hæstvirts fjármálaráðherra sem er til umræðu síðar í dag?“ spurði Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra ekki mikilvægt að reyna að halda leiguverði eins lágu og mögulegt er? Hyggst ráðherrann greiða atkvæði með máli sem leiðir til hækkunar á leiguverði?“ Í svari sínu sagðist Inga Sæland ekki geta tekið undir með Ólafi um að þær aðgerðir sem boðaðar eru í frumvarpinu komi til með að hækka leiguverð. „Ég get ekki tekið undir það að með því að koma í veg fyrir að einstaklingar séu hér með margar íbúðir í leigu og hreinlega kaupi upp heilu og hálfu blokkirnar til að leigja þær út — ég get ekki séð að það að slökkva á ívilnunum að einhverju leyti hvað það varðar muni hækka leiguverð,“ sagði Inga. Það rökstyður hún með því að benda á metnaðarfullar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem lúti að byggingu þúsunda íbúða og hagræðingu, sem hún segist spennt fyrir að kynni fyrir þingheimi. Tali hvor gegn öðrum Ólafur benti á þetta misræmi í svari Ingu og greinargerðinni með frumvarpinu, þar sem með berum orðum er mælt fyrir um líklega hækkun leiguverðs vegna breytingarinnar, í Facebookfærslu í dag. „Flokkur fólksins hefur ætíð lagt ríka áherslu á að allir hafi þak yfir höfuðið og er það vel og því verður fróðlegt að sjá hvort Inga Sæland styðji fjármálaráðherra í þessari skattahækkun sem mun leiða til hækkunar á leiguverði. Það er allavega ljóst að þarna eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar að tala hvor gegn öðrum,“ skrifar hann.
Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira