Forsetaembættið ekki pólitískara 19. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hann ætli ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. Hann segist ekki hafa hannað þá atburðarás sem færði fjölmiðlafrumvarpið í hendur forseta Íslands. Hann segir tal um vanhæfi sitt vegna Norðurljósa ævintýralega vitleysu. Ólafur Ragnar segir að þjóðin hafi æðsta vald í stjórnskipan landsins, ekki þingið. Hann neitar því að hafa varpað sprengju inn í íslenskt þjóðlíf með því að neita að undirrita fjölmiðlalögin. „Allt tal um stjórnkerfiskreppu og upplausn í þjóðfélaginu í kjölfar þessarrar ákvörðunar minnar er auðvitað, sem betur fer, út í hött,“ segir Ólafur Ragnar. „Þjóðinni líður ágætlega og menn vinna sig í gegnum það verkefni sem þjóðaratkvæðagreiðslan er. Varðandi þingræðið þá nota sumir það í alrangri merkingu. Það er auðvitað vont ef áhrifamenn eru ekki með grunnhugtök á hreinu í þessari umræðu. Þingræði merkir að ríkisstjórnin þurfi að styðjast við meirihluta Alþingis eða þingið að þola ríkisstjórnina þannig að ákvörðun mín er engin atlaga að þingræðinu. Þvert móti er það upphaf íslensku stjórnarskrárinnar að Alþingi og forsetinn fari saman með löggjafarvaldið,“ segir Ólafur Ragnar. Aðspurður hvort Ólafi Ragnari finnist sú gagnrýni réttmæt, sem hann hefur fengið fyrir að hafa engin samráð haft við ríkisstjórnina vegna ákvörðunar sinnar, segir hann svo ekki vera því þessa ákvörðun eigi forsetinn að taka einn. „Þetta er ábyrgð sem forsetinn tekur á sig einn þegar þjóðin kýs hann. Ef hann ætti að fara að hafa samráð, hvar ætti þá að draga þau mörk?“ segir Ólafur Ragnar. Þegar fréttamaður spurði forsetann hvernig hann hafi skýrt formönnum stjórnarflokkanna frá ákvörðun sinni, í ljósi þess að þeir hafi sagt ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu, segist Ólafur Ragnar lítið geta gert í því. „Á blaðamannafundinum var ég fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar vegna þess að ég var að færa þjóðinni þann rétt sem hún hefur samkvæmt stjórnarskránni. Ég var hvorki að færa ríkisstjórninni né ríkisráði rétt.“ Spurður, hvernig samband sitt og ríkisstjórnarinnar sé, segir Ólafur Ragnar það hafa verið „mjög gott og mjög farsælt á undaförnum átta árum. Við höfum átt fjölmarga árangursríka og góða fundi. Það geta hins vegar komið upp mál þar sem sjónarmið og ábyrgð forsetans er önnur en vilji og ábyrgð ríkisstjórnar. Það er eðli okkar stjórnskipunar og þess vegna er gert ráð fyrir málskotsréttinum í stjórnarskránni.“ Varðandi meint vanhæfi, sem Ólafur Ragnar hefur verið sakaður um í fjölmiðlafrumvarpsmálinu vegna tengsla sinna við Norðurljós, segir hann svo ekki vera á nokkurn hátt. „Mér finnst allt þetta tal um tengsl við Norðurljós vera sérkennilegt og furðulegt - og satt að segja svo vitlaust - að ég hef eiginlega ekki nennt að svara því,“ segir Ólafur Ragnar. Sú fullyrðing, að forstjóri Norðurljósa hafi verið formaður framboðsfélags hans árið 1996, segir forsetinn að sé alröng því það hafi verið Guðrún Katrín heitin, eiginkona Ólafs Ragnars, sem hafi verið formaður félagsins. „Þá hefur verið sagt að hann hafi verið kosningastjóri. Það er líka rangt,“ segir Ólafur Ragnar. Ennfremur segir forsetinn þær aðdróttanir, að kosningabarátta hans fyrir átta árum hafi verið fjármögnuð af Norðurljósum, rangar og þá meðal annars vegna þess að fyrirtækið hafi ekki verið til þá. Aðspurður hvort Ólafur Ragnar ætli sér að gera forsetaembættið pólitískara en áður, meðal annars með ákvörðun sinni um að undirrita ekki fjölmiðlalögin, segist hann ekki ætla sér það og tekur fram að það hafi ekki verið hann sem bjó til þá atburðarás sem átti sér stað þar til hann fékk lögin í sínar hendur. „Ég tók við því sem aðrir sköpuðu með þeirri atburðarás sem þeir ýttu úr vör,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hann ætli ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. Hann segist ekki hafa hannað þá atburðarás sem færði fjölmiðlafrumvarpið í hendur forseta Íslands. Hann segir tal um vanhæfi sitt vegna Norðurljósa ævintýralega vitleysu. Ólafur Ragnar segir að þjóðin hafi æðsta vald í stjórnskipan landsins, ekki þingið. Hann neitar því að hafa varpað sprengju inn í íslenskt þjóðlíf með því að neita að undirrita fjölmiðlalögin. „Allt tal um stjórnkerfiskreppu og upplausn í þjóðfélaginu í kjölfar þessarrar ákvörðunar minnar er auðvitað, sem betur fer, út í hött,“ segir Ólafur Ragnar. „Þjóðinni líður ágætlega og menn vinna sig í gegnum það verkefni sem þjóðaratkvæðagreiðslan er. Varðandi þingræðið þá nota sumir það í alrangri merkingu. Það er auðvitað vont ef áhrifamenn eru ekki með grunnhugtök á hreinu í þessari umræðu. Þingræði merkir að ríkisstjórnin þurfi að styðjast við meirihluta Alþingis eða þingið að þola ríkisstjórnina þannig að ákvörðun mín er engin atlaga að þingræðinu. Þvert móti er það upphaf íslensku stjórnarskrárinnar að Alþingi og forsetinn fari saman með löggjafarvaldið,“ segir Ólafur Ragnar. Aðspurður hvort Ólafi Ragnari finnist sú gagnrýni réttmæt, sem hann hefur fengið fyrir að hafa engin samráð haft við ríkisstjórnina vegna ákvörðunar sinnar, segir hann svo ekki vera því þessa ákvörðun eigi forsetinn að taka einn. „Þetta er ábyrgð sem forsetinn tekur á sig einn þegar þjóðin kýs hann. Ef hann ætti að fara að hafa samráð, hvar ætti þá að draga þau mörk?“ segir Ólafur Ragnar. Þegar fréttamaður spurði forsetann hvernig hann hafi skýrt formönnum stjórnarflokkanna frá ákvörðun sinni, í ljósi þess að þeir hafi sagt ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu, segist Ólafur Ragnar lítið geta gert í því. „Á blaðamannafundinum var ég fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar vegna þess að ég var að færa þjóðinni þann rétt sem hún hefur samkvæmt stjórnarskránni. Ég var hvorki að færa ríkisstjórninni né ríkisráði rétt.“ Spurður, hvernig samband sitt og ríkisstjórnarinnar sé, segir Ólafur Ragnar það hafa verið „mjög gott og mjög farsælt á undaförnum átta árum. Við höfum átt fjölmarga árangursríka og góða fundi. Það geta hins vegar komið upp mál þar sem sjónarmið og ábyrgð forsetans er önnur en vilji og ábyrgð ríkisstjórnar. Það er eðli okkar stjórnskipunar og þess vegna er gert ráð fyrir málskotsréttinum í stjórnarskránni.“ Varðandi meint vanhæfi, sem Ólafur Ragnar hefur verið sakaður um í fjölmiðlafrumvarpsmálinu vegna tengsla sinna við Norðurljós, segir hann svo ekki vera á nokkurn hátt. „Mér finnst allt þetta tal um tengsl við Norðurljós vera sérkennilegt og furðulegt - og satt að segja svo vitlaust - að ég hef eiginlega ekki nennt að svara því,“ segir Ólafur Ragnar. Sú fullyrðing, að forstjóri Norðurljósa hafi verið formaður framboðsfélags hans árið 1996, segir forsetinn að sé alröng því það hafi verið Guðrún Katrín heitin, eiginkona Ólafs Ragnars, sem hafi verið formaður félagsins. „Þá hefur verið sagt að hann hafi verið kosningastjóri. Það er líka rangt,“ segir Ólafur Ragnar. Ennfremur segir forsetinn þær aðdróttanir, að kosningabarátta hans fyrir átta árum hafi verið fjármögnuð af Norðurljósum, rangar og þá meðal annars vegna þess að fyrirtækið hafi ekki verið til þá. Aðspurður hvort Ólafur Ragnar ætli sér að gera forsetaembættið pólitískara en áður, meðal annars með ákvörðun sinni um að undirrita ekki fjölmiðlalögin, segist hann ekki ætla sér það og tekur fram að það hafi ekki verið hann sem bjó til þá atburðarás sem átti sér stað þar til hann fékk lögin í sínar hendur. „Ég tók við því sem aðrir sköpuðu með þeirri atburðarás sem þeir ýttu úr vör,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels