Kosningar í dag 26. júní 2004 00:01 Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í morgun og loka víðast hvar klukkan tíu í kvöld. 213.553 eru á kjörskrá, og er það hátt í 19 þúsund fleiri en voru á kjörskrá í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum. Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér til endurkjörs en auk hans eru þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon í kjöri. Samhliða forsetakosningunum fara fram tvennar sameiningarkosningar, annars vegar verður kosið um sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupsstaðar og hins vegar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Héraði; Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður Héraðs. Þórunn Guðmundsdóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir það nýtt að auð atkvæði verði talin vegna áhga á þeim frá fjölmiðlum. Þetta verður gert að minnsta kosi í fjórum kjördæmum. Klukkan ellefu voru 4,12 prósent atkvæðisbærra manna búnir að greiða atkvæði í Reykjavík norður, og í Reykjavíkurkjördæmi suður 4,5 prósent tæplega en í síðustu forsetakosningum árið 1996 voru á sama tíma 7,5 prósent kjósenda búnir að nýta rétt sinn í Reykjavík. Í suðvesturkjördæmi voru klukkan ellefu 4,4 prósent þátttaka og segir Bjarni Ásgeirsson formaður yfirkjörstjórnar að það sé um það bil helmingi færri en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Á Akureyri höfðu hins vegar fleiri kosið nú klukkan ellefu fleiri kosið heldur en fyrir síðustu Alþingiskosningar. Klukkan ellefu höfðu 8,9 prósent atkvæðisbærra manna á Akureyri kosið en á sama tíma í fyrra 6,3 prósent. Vera má að sameiningarkosningarnar hafi eitthvað með kjörsóknina þar að gera. Heildartölur um kjörsókn yfir Norðausturkjördæmi lágu ekki fyrir nú fyrir hádegi. Ekki er að vænta upplýsinga um kjörsókn í Suðurkjördæmi fyrr en uppúr klukkan hálf eitt. Í Norðvesturkjördæmi eru menn að taka saman tölur um kjörsókn - rétt fyrir klukkan tólf voru til að mynda 7,5 prósent búin að greiða atkvæði, ... Ekki er ljóst hvenær lokatölur liggja fyrir en greint verður frá fyrstu tölum uppúr klukkan tíu. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í morgun og loka víðast hvar klukkan tíu í kvöld. 213.553 eru á kjörskrá, og er það hátt í 19 þúsund fleiri en voru á kjörskrá í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum. Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér til endurkjörs en auk hans eru þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon í kjöri. Samhliða forsetakosningunum fara fram tvennar sameiningarkosningar, annars vegar verður kosið um sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupsstaðar og hins vegar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Héraði; Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður Héraðs. Þórunn Guðmundsdóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir það nýtt að auð atkvæði verði talin vegna áhga á þeim frá fjölmiðlum. Þetta verður gert að minnsta kosi í fjórum kjördæmum. Klukkan ellefu voru 4,12 prósent atkvæðisbærra manna búnir að greiða atkvæði í Reykjavík norður, og í Reykjavíkurkjördæmi suður 4,5 prósent tæplega en í síðustu forsetakosningum árið 1996 voru á sama tíma 7,5 prósent kjósenda búnir að nýta rétt sinn í Reykjavík. Í suðvesturkjördæmi voru klukkan ellefu 4,4 prósent þátttaka og segir Bjarni Ásgeirsson formaður yfirkjörstjórnar að það sé um það bil helmingi færri en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Á Akureyri höfðu hins vegar fleiri kosið nú klukkan ellefu fleiri kosið heldur en fyrir síðustu Alþingiskosningar. Klukkan ellefu höfðu 8,9 prósent atkvæðisbærra manna á Akureyri kosið en á sama tíma í fyrra 6,3 prósent. Vera má að sameiningarkosningarnar hafi eitthvað með kjörsóknina þar að gera. Heildartölur um kjörsókn yfir Norðausturkjördæmi lágu ekki fyrir nú fyrir hádegi. Ekki er að vænta upplýsinga um kjörsókn í Suðurkjördæmi fyrr en uppúr klukkan hálf eitt. Í Norðvesturkjördæmi eru menn að taka saman tölur um kjörsókn - rétt fyrir klukkan tólf voru til að mynda 7,5 prósent búin að greiða atkvæði, ... Ekki er ljóst hvenær lokatölur liggja fyrir en greint verður frá fyrstu tölum uppúr klukkan tíu.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira