Mesta kjörsókn á Akureyri 26. júní 2004 00:01 Kjörsókn fer hægt af stað í dag þegar Íslendingar kjósa sér forseta. Í Reykjavíkurkjördæmunum voru tæplega 19 prósent atkvæðisbærra manna búnir að kjósa klukkan tvö en í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum höfðu rúmlega fjórðungur kjósenda greitt atkvæði. Í suðvesturkjördæmi hafa ekki verið teknar saman tölur um kjörsókn í kjördæminum öllu en taka má dæmi af Hafnarfirði. Þar var kjörsókn 11,7 prósent klukkan tvö en í síðustu Alþingiskosningum fyrir ári höfðu á milli 22 prósent greitt atkvæði klukkan eitt í Hafnarfirði. Í Norðvesturkjördæmi munu nýjar tölur um kjörsókn liggja fyrir eftir um það bil klukkustund en þar höfðu 4,5 prósent kosið á hádegi. Í þessu kjördæmi eru menn lítið fyrir samanburð við fyrri ár. Áhugasömustu kjósendurnir þetta árið virðast búa á Akureyri en þar er kjörsókn ívið betri en í síðustu alþingiskosningum - það sem af er degi í það minnsta. Klukkan tvö höfðu tæplega 24 prósent greitt atkvæði í forsetakosningunum, en 22 prósent í sameiningarkosningunum. Akureyringum gefst nefnilega í dag kostur á að segja sitt álit á sameiningu við Hríseyjarhrepp. Í Alþingiskosningunum í fyrra höfðu á sama tíma tæplega 23 prósent Akureyringa með kosningarétt greitt atkvæði. Ekki hefur verið hægt að nálgast upplýsingar um kjörsókn í Norðausturkjördæmi í heild. Í suðurkjördæmi hafa ekki verið teknar saman nýjar tölur frá því á hádegi. Þá var kjörsókn mun minni en í alþingiskosningunum í fyrra. Á Selfossi var kjörsókn 14,5 prósent, á Reykjanesi 6,6 prósent, í Vestmannaeyjum fimm prósent en í smærri kjördeildum er talið að kjörsókn hafi verið skárri. Flestar kjördeildir verða opnar til klukkan tíu í kvöld en fámennustu deildirnar verða lokaðar eitthvað fyrr. Búist er við fyrstu tölum uppúr klukkan tíu en víðast hefst talning um sjö. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Kjörsókn fer hægt af stað í dag þegar Íslendingar kjósa sér forseta. Í Reykjavíkurkjördæmunum voru tæplega 19 prósent atkvæðisbærra manna búnir að kjósa klukkan tvö en í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum höfðu rúmlega fjórðungur kjósenda greitt atkvæði. Í suðvesturkjördæmi hafa ekki verið teknar saman tölur um kjörsókn í kjördæminum öllu en taka má dæmi af Hafnarfirði. Þar var kjörsókn 11,7 prósent klukkan tvö en í síðustu Alþingiskosningum fyrir ári höfðu á milli 22 prósent greitt atkvæði klukkan eitt í Hafnarfirði. Í Norðvesturkjördæmi munu nýjar tölur um kjörsókn liggja fyrir eftir um það bil klukkustund en þar höfðu 4,5 prósent kosið á hádegi. Í þessu kjördæmi eru menn lítið fyrir samanburð við fyrri ár. Áhugasömustu kjósendurnir þetta árið virðast búa á Akureyri en þar er kjörsókn ívið betri en í síðustu alþingiskosningum - það sem af er degi í það minnsta. Klukkan tvö höfðu tæplega 24 prósent greitt atkvæði í forsetakosningunum, en 22 prósent í sameiningarkosningunum. Akureyringum gefst nefnilega í dag kostur á að segja sitt álit á sameiningu við Hríseyjarhrepp. Í Alþingiskosningunum í fyrra höfðu á sama tíma tæplega 23 prósent Akureyringa með kosningarétt greitt atkvæði. Ekki hefur verið hægt að nálgast upplýsingar um kjörsókn í Norðausturkjördæmi í heild. Í suðurkjördæmi hafa ekki verið teknar saman nýjar tölur frá því á hádegi. Þá var kjörsókn mun minni en í alþingiskosningunum í fyrra. Á Selfossi var kjörsókn 14,5 prósent, á Reykjanesi 6,6 prósent, í Vestmannaeyjum fimm prósent en í smærri kjördeildum er talið að kjörsókn hafi verið skárri. Flestar kjördeildir verða opnar til klukkan tíu í kvöld en fámennustu deildirnar verða lokaðar eitthvað fyrr. Búist er við fyrstu tölum uppúr klukkan tíu en víðast hefst talning um sjö.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira