Forsetaembættið hefur breyst 28. júní 2004 00:01 "Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ólafur vill hins vegar ekki leggja mat á hvort þetta sé góð eða slæm útkoma fyrir sitjandi forseta. "Í ljósi þess að hann er nýbúinn að taka mjög umdeilda ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd af pólitískum forystumönnum þarf þetta kannski ekki að koma á óvart." Ólafur telur helstu ástæðuna fyrir dræmri kjörsókn vera þá að úrslitin virtust ráðin fyrir fram. "Árið 1988 dalaði kjörsókn um 18 prósent frá því í kosningunum 1980. Núna dalar hún um 23 prósent og líklegast af sömu ástæðum og þá. Það er hins vegar ekki hægt að ráða í afstöðu þeirra sem sátu heima gagnvart frambjóðendum." Haft var eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gær að úrslit sem þessi væru svo afgerandi að forsetar í lýðræðisríkjum gætu varla látið sig dreyna um slíkan stuðning. segir Ólafur Þ. Harðarson segir að það sé spurning hversu langt sá samanburður nær. "Valdalitlir forsetar eru ekki algengir í heiminum. Þetta er kannski rétt hjá Ólafi Ragnari en á þá við um pólitíska forseta sem eru fullir þátttakendur í stjórnmálastarfi." Hlutfall auðra seðla í kosningunum er einsdæmi í íslenskri kosningasögu og telur Ólafur að það liggi beinast við að túlka það sem andóf gegn forsetanum og skipti fjölmiðlafrumvarpið eflaust þar miklu. Hann segir að dræm kjörsókn sé hins vegar til marks um það að fjölmiðlamálið hafi ekki haft áhrif á stóran hluta kjósenda. "Stór hluti þjóðarinnar er greinilega ekki mjög æstur í málinu, fyrst hann mætir ekki á kjörstað og annaðhvort mótmælir forsetanum og ákvörðun hans með því að styðja annan frambjóðanda eða skila auðu eða styður hann með því að greiða honum atkvæði sitt." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
"Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ólafur vill hins vegar ekki leggja mat á hvort þetta sé góð eða slæm útkoma fyrir sitjandi forseta. "Í ljósi þess að hann er nýbúinn að taka mjög umdeilda ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd af pólitískum forystumönnum þarf þetta kannski ekki að koma á óvart." Ólafur telur helstu ástæðuna fyrir dræmri kjörsókn vera þá að úrslitin virtust ráðin fyrir fram. "Árið 1988 dalaði kjörsókn um 18 prósent frá því í kosningunum 1980. Núna dalar hún um 23 prósent og líklegast af sömu ástæðum og þá. Það er hins vegar ekki hægt að ráða í afstöðu þeirra sem sátu heima gagnvart frambjóðendum." Haft var eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gær að úrslit sem þessi væru svo afgerandi að forsetar í lýðræðisríkjum gætu varla látið sig dreyna um slíkan stuðning. segir Ólafur Þ. Harðarson segir að það sé spurning hversu langt sá samanburður nær. "Valdalitlir forsetar eru ekki algengir í heiminum. Þetta er kannski rétt hjá Ólafi Ragnari en á þá við um pólitíska forseta sem eru fullir þátttakendur í stjórnmálastarfi." Hlutfall auðra seðla í kosningunum er einsdæmi í íslenskri kosningasögu og telur Ólafur að það liggi beinast við að túlka það sem andóf gegn forsetanum og skipti fjölmiðlafrumvarpið eflaust þar miklu. Hann segir að dræm kjörsókn sé hins vegar til marks um það að fjölmiðlamálið hafi ekki haft áhrif á stóran hluta kjósenda. "Stór hluti þjóðarinnar er greinilega ekki mjög æstur í málinu, fyrst hann mætir ekki á kjörstað og annaðhvort mótmælir forsetanum og ákvörðun hans með því að styðja annan frambjóðanda eða skila auðu eða styður hann með því að greiða honum atkvæði sitt."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels