„Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. nóvember 2025 14:11 Katrín Jakobsdóttir er fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forsætisráðherra segir íslenska tungu geta horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindarinnar og áhrifa enskrar tungu. Það hafi aldrei verið mikilvægara fyrir foreldra að halda íslensku efni að börnum sínum. Í dag, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. 218 ár eru frá fæðingu eins merkasta skálds Íslandssögunnar, Jónasar Hallgrímssonar, og verða verðlaun hans veitt í þrítugasta skiptið við athöfn í Eddu klukkan tvö. Við sama tilefni er svo veitt sérstök viðurkenning íslenskrar tungu. Íslenskan glímir við ýmsar áskoranir þessa dagana að sögn Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og er alltaf jafn mikilvægt að halda þennan dag hátíðlegan. „Það sem ég hef verið að benda á í þeim efnum er sú staða að unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku. Það er ótrúlega mikið framboð af efni á ensku á þeim miðlum sem ungt fólk hefur aðgang að. Á sama tíma er íslenska efnið í erfiðri samkeppnisstöðu, einfaldlega vegna þess að við erum fá og það er takmarkað sem hægt er að framleiða af efni á íslenskri tungu,“ segir Katrín. Fólk verði að reyna að leggja sitt af mörkum. „Við þurfum auðvitað að rækta íslenskuna, bæði hjá sjálfum okkur og öðrum, með því að vanda okkur. Hugsa um hvernig við getum notað íslensku við allar mismunandi kringumstæður. Ég heyrði í manni gær sem sagðist semja ferskeytlur reglulega til að viðhalda íslenskunni. En þetta er ekki síður mikilvægt fyrir okkur sem erum foreldrar. Þá held ég það skipti öllu máli að halda íslensku efni að börnunum okkar og tala við þau á íslensku. Ég held það hafi aldrei skipt meira máli því þau hafa svo ofboðslegt aðgengi að ensku efni,“ segir Katrín. Eitt sinn hafi fólk haft áhyggjur af áhrifum dönsku á íslenskuna. „Þá tók fólk höndum saman um íslensku og ég held við þurfum á nákvæmlega slíkri hugsun að halda. Það getum við gert hvert og eitt en líka með því að ræða þessi mál og greina hvað þarf að gera,“ segir Katrín. Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Í dag, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. 218 ár eru frá fæðingu eins merkasta skálds Íslandssögunnar, Jónasar Hallgrímssonar, og verða verðlaun hans veitt í þrítugasta skiptið við athöfn í Eddu klukkan tvö. Við sama tilefni er svo veitt sérstök viðurkenning íslenskrar tungu. Íslenskan glímir við ýmsar áskoranir þessa dagana að sögn Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og er alltaf jafn mikilvægt að halda þennan dag hátíðlegan. „Það sem ég hef verið að benda á í þeim efnum er sú staða að unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku. Það er ótrúlega mikið framboð af efni á ensku á þeim miðlum sem ungt fólk hefur aðgang að. Á sama tíma er íslenska efnið í erfiðri samkeppnisstöðu, einfaldlega vegna þess að við erum fá og það er takmarkað sem hægt er að framleiða af efni á íslenskri tungu,“ segir Katrín. Fólk verði að reyna að leggja sitt af mörkum. „Við þurfum auðvitað að rækta íslenskuna, bæði hjá sjálfum okkur og öðrum, með því að vanda okkur. Hugsa um hvernig við getum notað íslensku við allar mismunandi kringumstæður. Ég heyrði í manni gær sem sagðist semja ferskeytlur reglulega til að viðhalda íslenskunni. En þetta er ekki síður mikilvægt fyrir okkur sem erum foreldrar. Þá held ég það skipti öllu máli að halda íslensku efni að börnunum okkar og tala við þau á íslensku. Ég held það hafi aldrei skipt meira máli því þau hafa svo ofboðslegt aðgengi að ensku efni,“ segir Katrín. Eitt sinn hafi fólk haft áhyggjur af áhrifum dönsku á íslenskuna. „Þá tók fólk höndum saman um íslensku og ég held við þurfum á nákvæmlega slíkri hugsun að halda. Það getum við gert hvert og eitt en líka með því að ræða þessi mál og greina hvað þarf að gera,“ segir Katrín.
Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02