Úrslitin liggja ekki fyrir 28. júní 2004 00:01 Það hefur myndast ákveðin karnívalstemmning um úrslit forsetakosninganna í fyrradag því í þeim má finna eitthvað fyrir alla. Úrslitin eru einhvers konar pólitískt hlaðborð, með fjölda áhrifaþátta og túlkunarmöguleika, sem hver velur sér eftir smekk. Sigur Ólafs Ragnars Grímssonar er vissulega afgerandi gagnvart mótframbjóðendum hans, en sitt sýnist hverjum um hvort þetta geti talist góð kosning fyrir forsetann. Tveir þriðju greiddra atkvæða fóru til Ólafs Ragnars, það eru 90.662 atkvæði, eða tæp 68 prósent greiddra atkvæða. Ólafur kýs frekar að líta til gildra atkvæða, "eins og venja er hér á landi." Af þeim fékk hann 85,6 prósent. Ef hins vegar er litið á fjölda atkvæðabærra manna fékk Ólafur Ragnar rúm 42 prósent allra á kjörskrá. Þetta túlka sumir sem svo að Ólafur Ragnar njóti stuðnings innan við helmings þjóðarinnar. Árið 1996 fékk Ólafur Ragnar Grímsson 68.370 atkvæði sem er um 35 prósent atkvæða allra sem voru þá á kjörskrá gegn þremur mótframbjóðendum. Það þýðir að hrein fylgisaukning Ólafs milli kosninga, miðað við greidd atkvæði sem hlutfall af öllum atkvæðabærum mönnum, er ekki nema um sjö prósent, þrátt fyrir að hann hefur setið í embætti í átta ár og mótframbjóðendur hans í ár hafi verið minni spámenn en árið 1996. Hafa ber þó í huga að margir sátu heima í ár og ekki er hægt að ráða í afstöðu þeirra. Auða afstaðanFjöldi auðra seðla hefur aldrei verið jafn mikill og í ár eða 27.627. Það eru fleiri atkvæði en Albert Guðmundsson hlaut í forsetakosningum árið 1980. Beinast liggur við að túlka það sem andstöðu við Ólaf Ragnar og ákvörðun hans um að undirrita ekki fjölmiðlalögin. Sjálfur segir Ólafur Ragnar að hann hafi átt von á fleiri auðum seðlum vegna mikillar gagnrýni manna " úr ákveðnu pólitísku litrófi" og að þetta hljóti að teljast "lítil uppskera" miðað hvernig máttugir aðilar hafa beitt sér. Á móti kemur að það hljóta að felast sterk pólitísk skilaboð í því þegar fimmtungur atkvæðabærra manna mætir á kjörstað gagngert til að skila auðum seðli þrátt fyrir að það muni engin áhrif haf á forsetakjörið sem slíkt. Þegar Ólafur Ragnar var hvattur til að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin var honum afhentur listi með rúmlega 30 þúsund undirskriftum. Það eru því litlu færri sem mótmæltu forsetanum í kosningunum en hvöttu hann til að synja lögunum, eins langt og sá samanburður nær. Helgimynd eða hyldýpsgjáÓlafur Ragnar fullyrðir að sigur sinn sé svo afgerandi, hvernig sem á það er litið, að fáir þjóðhöfðingjar "geta látið sig dreyma um slík úrslit." Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir valdalitlir forsetar séu ekki algengir í heiminum, en Ólafur Ragnar hafi rétt fyrir sér sé forseti Íslands borinn saman við forseta sem eru pólitískir og almennt fullvirkir í stjórnmálastarfi. Það má því velta þeirri spurningu upp hvort Ólafur Ragnar líti sjálfur á embættið sem pólitískt og að þessi fullyrðing sé liður í ætlun hans til að virkja það frekar í þá átt. Af herskáum viðbrögðum forsetans í garð andstæðinga sinna að dæma eftir að fyrstu tölur voru kynntar á laugardagskvöld, má leiða líkur að því að svo sé. Ólafur Ragnar segir ennfremur að hann sé ennþá sameiningartákn, en það þýði ekki að það þurfi ekki alltaf að ríkja sátt um hann, enda sé forsetinn ekki helgimynd. Davíð Oddsson forsætisráðherra lítur öðruvísi á málið og hefur látið hafa eftir sér að "hyldýpisgjá" hafi myndast milli forsetans og þjóðarinnar. Næstu fjögur ár verður athyglisvert að fylgast með samskiptum forsetans við ráðamenn þjóðarinnar og hvor "gjáin" muni grynnka eða dýpka. Stormur í vatnsglasi?Þó það hljóti óneitanlega að teljast sterk skilaboð til forsetans að fimmtungur þeirra sem mættu á kjörstað hafi skilað auðu, mátti ef til vill búast við því í ljósi þess moldviðris sem á undan hefur gengið. Fyrirfram var búist við að margir myndu leggja leið sína á kjörstað, en svo fór ekki. Það er ljóst að ákvörðun forsetans að skrifa ekki undir fjölmiðlafrumvarpið var tæpum 40 prósent kjósenda ekki svo hugleikið að þeir mættu á kjörstað annað hvort til að mótmæla forsetanum eða styðja hann. Hugsanlega er þetta merki þess að fullyrðingar um að forsetinn hafi með ákvörðun sinni sett allt í bál og brand séu orðum auknar. Það getur líka þýtt að fjölmiðlafrumvarpið sjálft sé fólki ekki jafn hugleikið og forsetinn vildi meina þegar hann synjaði því staðfestingar. Um það er þó of snemmt að spá en á það mun reyna í þjóðaratkvæðgreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið. Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Það hefur myndast ákveðin karnívalstemmning um úrslit forsetakosninganna í fyrradag því í þeim má finna eitthvað fyrir alla. Úrslitin eru einhvers konar pólitískt hlaðborð, með fjölda áhrifaþátta og túlkunarmöguleika, sem hver velur sér eftir smekk. Sigur Ólafs Ragnars Grímssonar er vissulega afgerandi gagnvart mótframbjóðendum hans, en sitt sýnist hverjum um hvort þetta geti talist góð kosning fyrir forsetann. Tveir þriðju greiddra atkvæða fóru til Ólafs Ragnars, það eru 90.662 atkvæði, eða tæp 68 prósent greiddra atkvæða. Ólafur kýs frekar að líta til gildra atkvæða, "eins og venja er hér á landi." Af þeim fékk hann 85,6 prósent. Ef hins vegar er litið á fjölda atkvæðabærra manna fékk Ólafur Ragnar rúm 42 prósent allra á kjörskrá. Þetta túlka sumir sem svo að Ólafur Ragnar njóti stuðnings innan við helmings þjóðarinnar. Árið 1996 fékk Ólafur Ragnar Grímsson 68.370 atkvæði sem er um 35 prósent atkvæða allra sem voru þá á kjörskrá gegn þremur mótframbjóðendum. Það þýðir að hrein fylgisaukning Ólafs milli kosninga, miðað við greidd atkvæði sem hlutfall af öllum atkvæðabærum mönnum, er ekki nema um sjö prósent, þrátt fyrir að hann hefur setið í embætti í átta ár og mótframbjóðendur hans í ár hafi verið minni spámenn en árið 1996. Hafa ber þó í huga að margir sátu heima í ár og ekki er hægt að ráða í afstöðu þeirra. Auða afstaðanFjöldi auðra seðla hefur aldrei verið jafn mikill og í ár eða 27.627. Það eru fleiri atkvæði en Albert Guðmundsson hlaut í forsetakosningum árið 1980. Beinast liggur við að túlka það sem andstöðu við Ólaf Ragnar og ákvörðun hans um að undirrita ekki fjölmiðlalögin. Sjálfur segir Ólafur Ragnar að hann hafi átt von á fleiri auðum seðlum vegna mikillar gagnrýni manna " úr ákveðnu pólitísku litrófi" og að þetta hljóti að teljast "lítil uppskera" miðað hvernig máttugir aðilar hafa beitt sér. Á móti kemur að það hljóta að felast sterk pólitísk skilaboð í því þegar fimmtungur atkvæðabærra manna mætir á kjörstað gagngert til að skila auðum seðli þrátt fyrir að það muni engin áhrif haf á forsetakjörið sem slíkt. Þegar Ólafur Ragnar var hvattur til að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin var honum afhentur listi með rúmlega 30 þúsund undirskriftum. Það eru því litlu færri sem mótmæltu forsetanum í kosningunum en hvöttu hann til að synja lögunum, eins langt og sá samanburður nær. Helgimynd eða hyldýpsgjáÓlafur Ragnar fullyrðir að sigur sinn sé svo afgerandi, hvernig sem á það er litið, að fáir þjóðhöfðingjar "geta látið sig dreyma um slík úrslit." Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir valdalitlir forsetar séu ekki algengir í heiminum, en Ólafur Ragnar hafi rétt fyrir sér sé forseti Íslands borinn saman við forseta sem eru pólitískir og almennt fullvirkir í stjórnmálastarfi. Það má því velta þeirri spurningu upp hvort Ólafur Ragnar líti sjálfur á embættið sem pólitískt og að þessi fullyrðing sé liður í ætlun hans til að virkja það frekar í þá átt. Af herskáum viðbrögðum forsetans í garð andstæðinga sinna að dæma eftir að fyrstu tölur voru kynntar á laugardagskvöld, má leiða líkur að því að svo sé. Ólafur Ragnar segir ennfremur að hann sé ennþá sameiningartákn, en það þýði ekki að það þurfi ekki alltaf að ríkja sátt um hann, enda sé forsetinn ekki helgimynd. Davíð Oddsson forsætisráðherra lítur öðruvísi á málið og hefur látið hafa eftir sér að "hyldýpisgjá" hafi myndast milli forsetans og þjóðarinnar. Næstu fjögur ár verður athyglisvert að fylgast með samskiptum forsetans við ráðamenn þjóðarinnar og hvor "gjáin" muni grynnka eða dýpka. Stormur í vatnsglasi?Þó það hljóti óneitanlega að teljast sterk skilaboð til forsetans að fimmtungur þeirra sem mættu á kjörstað hafi skilað auðu, mátti ef til vill búast við því í ljósi þess moldviðris sem á undan hefur gengið. Fyrirfram var búist við að margir myndu leggja leið sína á kjörstað, en svo fór ekki. Það er ljóst að ákvörðun forsetans að skrifa ekki undir fjölmiðlafrumvarpið var tæpum 40 prósent kjósenda ekki svo hugleikið að þeir mættu á kjörstað annað hvort til að mótmæla forsetanum eða styðja hann. Hugsanlega er þetta merki þess að fullyrðingar um að forsetinn hafi með ákvörðun sinni sett allt í bál og brand séu orðum auknar. Það getur líka þýtt að fjölmiðlafrumvarpið sjálft sé fólki ekki jafn hugleikið og forsetinn vildi meina þegar hann synjaði því staðfestingar. Um það er þó of snemmt að spá en á það mun reyna í þjóðaratkvæðgreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið.
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira