Harður og óvenjulegur tónn 28. júní 2004 00:01 "Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Ólafur Ragnar sagði Morgunblaðið hafa skrifað gegn sér, jafnt í ritstjórnarefni sem fréttaskrifum, og nefndi sérstaklega forsíðufrétt blaðsins á kjördag þar sem greint var frá að auðir seðlar yrðu í fyrsta sinn taldir sérstaklega samhliða gildum atkvæðum. Þá frétt túlkaði hann sem ábendingu til lesenda um að skila auðu. "Þessi harði tónn milli Morgunblaðsins og forsetans er óvenjulegur en það er auðvitað rétt sem Ólafur Ragnar segir að Morgunblaðið hefur brugðist mjög harkalega við þeirri ráðstöfun hans að beita synjunarvaldinu," segir Þorbjörn. Aðspurður hvort líklegt sé að blað og forseti slíðri sverðin segist Þorbjörn heldur búast við að svo verði. "Ég er allavega handviss um að Ólafur Ragnar mun ekki erfa þetta við Morgunblaðið. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa gert sitt besta til að ná sér niður á fjölmiðlum sem þeim mislíkar við, með því t.d. að neita þeim um viðtöl. Það væri mjög ólíkt Ólafi Ragnari því ef þú lítur yfir feril hans þá sést að hann er alveg laus við langrækni. Og það er kannski eitt sterkasta einkenni Ólafs Ragnars. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvað Morgunblaðið gerir. Það tekur sjálft sig mjög alvarlega en blaðið vill, og gerir með nokkrum rétti tilkall til þess að vera blað allra landsmanna og það getur auðvitað ekki leyft sér neinar erjur sem eru bundnar einhverjum tilfinningaskýringum. Það verður bara að stunda opna blaðamennsku." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
"Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Ólafur Ragnar sagði Morgunblaðið hafa skrifað gegn sér, jafnt í ritstjórnarefni sem fréttaskrifum, og nefndi sérstaklega forsíðufrétt blaðsins á kjördag þar sem greint var frá að auðir seðlar yrðu í fyrsta sinn taldir sérstaklega samhliða gildum atkvæðum. Þá frétt túlkaði hann sem ábendingu til lesenda um að skila auðu. "Þessi harði tónn milli Morgunblaðsins og forsetans er óvenjulegur en það er auðvitað rétt sem Ólafur Ragnar segir að Morgunblaðið hefur brugðist mjög harkalega við þeirri ráðstöfun hans að beita synjunarvaldinu," segir Þorbjörn. Aðspurður hvort líklegt sé að blað og forseti slíðri sverðin segist Þorbjörn heldur búast við að svo verði. "Ég er allavega handviss um að Ólafur Ragnar mun ekki erfa þetta við Morgunblaðið. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa gert sitt besta til að ná sér niður á fjölmiðlum sem þeim mislíkar við, með því t.d. að neita þeim um viðtöl. Það væri mjög ólíkt Ólafi Ragnari því ef þú lítur yfir feril hans þá sést að hann er alveg laus við langrækni. Og það er kannski eitt sterkasta einkenni Ólafs Ragnars. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvað Morgunblaðið gerir. Það tekur sjálft sig mjög alvarlega en blaðið vill, og gerir með nokkrum rétti tilkall til þess að vera blað allra landsmanna og það getur auðvitað ekki leyft sér neinar erjur sem eru bundnar einhverjum tilfinningaskýringum. Það verður bara að stunda opna blaðamennsku."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira