Harður og óvenjulegur tónn 28. júní 2004 00:01 "Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Ólafur Ragnar sagði Morgunblaðið hafa skrifað gegn sér, jafnt í ritstjórnarefni sem fréttaskrifum, og nefndi sérstaklega forsíðufrétt blaðsins á kjördag þar sem greint var frá að auðir seðlar yrðu í fyrsta sinn taldir sérstaklega samhliða gildum atkvæðum. Þá frétt túlkaði hann sem ábendingu til lesenda um að skila auðu. "Þessi harði tónn milli Morgunblaðsins og forsetans er óvenjulegur en það er auðvitað rétt sem Ólafur Ragnar segir að Morgunblaðið hefur brugðist mjög harkalega við þeirri ráðstöfun hans að beita synjunarvaldinu," segir Þorbjörn. Aðspurður hvort líklegt sé að blað og forseti slíðri sverðin segist Þorbjörn heldur búast við að svo verði. "Ég er allavega handviss um að Ólafur Ragnar mun ekki erfa þetta við Morgunblaðið. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa gert sitt besta til að ná sér niður á fjölmiðlum sem þeim mislíkar við, með því t.d. að neita þeim um viðtöl. Það væri mjög ólíkt Ólafi Ragnari því ef þú lítur yfir feril hans þá sést að hann er alveg laus við langrækni. Og það er kannski eitt sterkasta einkenni Ólafs Ragnars. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvað Morgunblaðið gerir. Það tekur sjálft sig mjög alvarlega en blaðið vill, og gerir með nokkrum rétti tilkall til þess að vera blað allra landsmanna og það getur auðvitað ekki leyft sér neinar erjur sem eru bundnar einhverjum tilfinningaskýringum. Það verður bara að stunda opna blaðamennsku." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
"Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Ólafur Ragnar sagði Morgunblaðið hafa skrifað gegn sér, jafnt í ritstjórnarefni sem fréttaskrifum, og nefndi sérstaklega forsíðufrétt blaðsins á kjördag þar sem greint var frá að auðir seðlar yrðu í fyrsta sinn taldir sérstaklega samhliða gildum atkvæðum. Þá frétt túlkaði hann sem ábendingu til lesenda um að skila auðu. "Þessi harði tónn milli Morgunblaðsins og forsetans er óvenjulegur en það er auðvitað rétt sem Ólafur Ragnar segir að Morgunblaðið hefur brugðist mjög harkalega við þeirri ráðstöfun hans að beita synjunarvaldinu," segir Þorbjörn. Aðspurður hvort líklegt sé að blað og forseti slíðri sverðin segist Þorbjörn heldur búast við að svo verði. "Ég er allavega handviss um að Ólafur Ragnar mun ekki erfa þetta við Morgunblaðið. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa gert sitt besta til að ná sér niður á fjölmiðlum sem þeim mislíkar við, með því t.d. að neita þeim um viðtöl. Það væri mjög ólíkt Ólafi Ragnari því ef þú lítur yfir feril hans þá sést að hann er alveg laus við langrækni. Og það er kannski eitt sterkasta einkenni Ólafs Ragnars. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvað Morgunblaðið gerir. Það tekur sjálft sig mjög alvarlega en blaðið vill, og gerir með nokkrum rétti tilkall til þess að vera blað allra landsmanna og það getur auðvitað ekki leyft sér neinar erjur sem eru bundnar einhverjum tilfinningaskýringum. Það verður bara að stunda opna blaðamennsku."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira