Atorka á óvæntum sviðum 30. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson. Þó að árangurinn eigi eftir að koma í ljós er ástæða til að fagna því að Eddu skuli hafa tekist að selja útgáfurétt á bókum Arnaldar Indriðasonar til bandarísks útgáfufyrirtækis. Hver hefði séð þetta fyrir; að íslenskur rithöfundur gæti selt Bandaríkjamönnum reyfara? Er það ekki svipað afrek og ef Bandaríkjamanni tækist að selja fisk til Íslands? Það mætti vera góð sölumennska eða frábær fiskur. Og hvort sem réði meiru um bandaríska útgáfusamninginn -- gæði bókanna hans Arnaldar eða dugnaður og útsjónarsemi starfsmanna Eddu -- má það einu gilda. Þessi samningur sýnir að okkur Íslendingum eru í raun engar dyr lokaðar.Við eigum sömu möguleika að láta drauma okkar rætast og aðrir. Þótt við séum af smárri þjóð þá erum við engin smámenni -- ekki fremur en allir þeir sem eru af stórþjóðum komnir séu stórmenni. Og draumar okkar þurfa ekki að falla að fyrirframgefnum hugmyndum okkar um getu þjóðarinnar. Það voru sjálfsagt fáir sem hvöttu Arnald til að skrifa reyfara inn í íslenskan raunveruleika á sínum tíma. En það hafa án efa margir verið tilbúnir til þess að gefa honum þau ráð að gleyma þessu sem fyrst og haft fyrir því fjölþætt rök. En með því að halda fast í drauminn hefur Arnaldi ekki aðeins tekist að laga líf sitt að honum heldur gefið okkur hinum kjark til að fóstra með okkur drauma og til að brýna vilja okkar til að hrinda þeim í framkvæmd.Arnaldur er líkur mörgum öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þessir landar okkar hafa náð árangri á sviðum sem fyrirfram mætti ekki gera ráð fyrir að Íslendingar hefðu mikið fram að færa. Við höfum vissulega haslað okkur völl í sjávarútvegi víða um heim og selt sértæk tæki til fiskveiða og -vinnslu. Íslensk fyrirtæki og fræðimenn hafa líka komið að verkefnum tengdum jarðhita víða um lönd. En það er samt algengast að Íslendingar nái langt á sviðum sem tilteknir einstaklingar hafa haft áhuga á fremur en að þjóðin sem heild hafi eitthvað að færa veröldinni. Ástæðan er auðvitað sú að það eru einstaklingarnir sem eru drifkraftar allra verka. Þjóðir eru aðeins heiti sem við gefum hópum einstaklinga og þjóðir eiga sér hvorki drauma né þrár og búa ekki yfir vilja né framsýni.Það er því ekkert skrítið við það að Íslendingar skuli selja fleiri reyfara erlendis en sögur byggðar á sagnaarfi okkar -- hver svo sem hann er. Það er heldur ekki skrítið að Íslendingar geri sig gildandi í bankarekstri í Norður-Evrópu og nái þar skjótari og eftirtektarverðari árangri en í fiskveiðiútgerð, að íslenskir popparar selji plötur í massavís í Evrópu, íslenskir kaupmenn séu orðnir þekkt stærð í Bretlandi eða að íslensk fyrirtæki sé leiðandi í framleiðslu og þróun gervilima eða í svefnrannsóknum. Það væri mun undarlegra ef einstaklingar á Íslandi hefðu allir áhuga á því sama og fóstruðu allir sömu draumana.Og einmitt af þessu sökum -- að einstaklingarnir eru verðmætari en þjóðirnar -- skulum við fara varlega í því að setja eina mælistiku á samfélagið eða reyna um of að beina atorku einstaklinganna í fyrirfram ákveðinn farveg, Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson. Þó að árangurinn eigi eftir að koma í ljós er ástæða til að fagna því að Eddu skuli hafa tekist að selja útgáfurétt á bókum Arnaldar Indriðasonar til bandarísks útgáfufyrirtækis. Hver hefði séð þetta fyrir; að íslenskur rithöfundur gæti selt Bandaríkjamönnum reyfara? Er það ekki svipað afrek og ef Bandaríkjamanni tækist að selja fisk til Íslands? Það mætti vera góð sölumennska eða frábær fiskur. Og hvort sem réði meiru um bandaríska útgáfusamninginn -- gæði bókanna hans Arnaldar eða dugnaður og útsjónarsemi starfsmanna Eddu -- má það einu gilda. Þessi samningur sýnir að okkur Íslendingum eru í raun engar dyr lokaðar.Við eigum sömu möguleika að láta drauma okkar rætast og aðrir. Þótt við séum af smárri þjóð þá erum við engin smámenni -- ekki fremur en allir þeir sem eru af stórþjóðum komnir séu stórmenni. Og draumar okkar þurfa ekki að falla að fyrirframgefnum hugmyndum okkar um getu þjóðarinnar. Það voru sjálfsagt fáir sem hvöttu Arnald til að skrifa reyfara inn í íslenskan raunveruleika á sínum tíma. En það hafa án efa margir verið tilbúnir til þess að gefa honum þau ráð að gleyma þessu sem fyrst og haft fyrir því fjölþætt rök. En með því að halda fast í drauminn hefur Arnaldi ekki aðeins tekist að laga líf sitt að honum heldur gefið okkur hinum kjark til að fóstra með okkur drauma og til að brýna vilja okkar til að hrinda þeim í framkvæmd.Arnaldur er líkur mörgum öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þessir landar okkar hafa náð árangri á sviðum sem fyrirfram mætti ekki gera ráð fyrir að Íslendingar hefðu mikið fram að færa. Við höfum vissulega haslað okkur völl í sjávarútvegi víða um heim og selt sértæk tæki til fiskveiða og -vinnslu. Íslensk fyrirtæki og fræðimenn hafa líka komið að verkefnum tengdum jarðhita víða um lönd. En það er samt algengast að Íslendingar nái langt á sviðum sem tilteknir einstaklingar hafa haft áhuga á fremur en að þjóðin sem heild hafi eitthvað að færa veröldinni. Ástæðan er auðvitað sú að það eru einstaklingarnir sem eru drifkraftar allra verka. Þjóðir eru aðeins heiti sem við gefum hópum einstaklinga og þjóðir eiga sér hvorki drauma né þrár og búa ekki yfir vilja né framsýni.Það er því ekkert skrítið við það að Íslendingar skuli selja fleiri reyfara erlendis en sögur byggðar á sagnaarfi okkar -- hver svo sem hann er. Það er heldur ekki skrítið að Íslendingar geri sig gildandi í bankarekstri í Norður-Evrópu og nái þar skjótari og eftirtektarverðari árangri en í fiskveiðiútgerð, að íslenskir popparar selji plötur í massavís í Evrópu, íslenskir kaupmenn séu orðnir þekkt stærð í Bretlandi eða að íslensk fyrirtæki sé leiðandi í framleiðslu og þróun gervilima eða í svefnrannsóknum. Það væri mun undarlegra ef einstaklingar á Íslandi hefðu allir áhuga á því sama og fóstruðu allir sömu draumana.Og einmitt af þessu sökum -- að einstaklingarnir eru verðmætari en þjóðirnar -- skulum við fara varlega í því að setja eina mælistiku á samfélagið eða reyna um of að beina atorku einstaklinganna í fyrirfram ákveðinn farveg,
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun