Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar 22. september 2025 15:00 Um langa tíð hefur það verið þannig að Austurland hefur aflað mun meiri tekna í þjóðarbúið en útgjöld úr sameiginlegum sjóði landsins gera fyrir Austurland og núverandi innviðaráðherra ætlar ekki að draga úr því misrétti, heldur auka. Samkvæmt skýrslu sem Háskólinn á Akureyri birti 2013 þá aflaði Austurland þá 11% meira í ríkissjóð en öll eyðsla ríkisins í fjórðungnum. Við erum að tala um opinbera þjónustu, það er vegagerð, jarðgangnagerð, brúargerð og flugvallarframkvæmdir auk allra framlaga til heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu. Í þeim tekjum sem talað er um í skýrslunni er ekki allt talið upp, svo sem arður af Kárahnjúkavirkjun (hagkvæmustu virkjun Íslands), fiskveiðigjöldum, arður af fiskeldi og varaflugvallargjöldum svo dæmi séu nefnd. Í skýrslu Þórodds Bjarnasonar, prófessors og Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors (Efnisorð skýrslunnar eru: Ríkisútgjöld, ríkistekjur, starfsemi ríkisins) er eftirfarandi sagt: “Starfssemi ríkisins á Austurlandi er um 23% minni en mannfjöldi segir til um eða sem nemur rúmlega 159 þúsund krónur á hvern íbúa á ári.” Einnig segir síðar í sömu skýrslu : “Loks er beinn samanburður á tekjum og útgjöldum háður ákveðnum takmörkunum. Þannig eru umtalsverð margfeldisáhrif af útgjöldum ríkisins í Reykjavík. Þar má nefna margvíslega þjónustu einkaaðila við ríkisstofnanir, útgjöld ríkisstarfsmanna, samþjöppun íbúa og fyrirtækja í nálægð við stjórnsýsluna og mikilvæga þjónustu ríkisstofnana. Sjálfstætt Norðausturríki hefði þannig umtalsverðar beinar tekjur sem nú falla til á höfuðborgarsvæðinu. Á hinn bóginn væru útgjöld vegna þjónustu sem íbúar, fyrirtæki og stofnanir í Norðausturkjördæmi sækja nú til Reykjavíkur án sérstaks endurgjalds. Frekari rannsóknir gætu varpað ljósi á útkomu þess reiknisdæmis.” Þetta var fyrir 12 árum síðan og það hefur töluvert hallað á Austurland síðan. Hér á eftir verða nefndir þrír málaflokkar sem eru tákn um afleiðingar þessa. Samgöngulega er Austurland orðin eyja, einbreiðar brýr á hringveginum hvergi fleiri á landinu og brýr yfir stórfljót bera ekki þungaflutninga lengur (Jökulsá á Fjöllum, Jökulsá á Breiðamerkursandi, Jökulsá í Lóni, Lagarfljót við Egilsstaði auk annarra brúa yfir smærri ár). Auk þessa er þjóðvegurinn um fjórðunginn mjög víða ekki í sambandi við símakerfi landsins dauðir punktar sem rýra öryggi á þjóðveginum. Full hönnuð jarðgöng um Fjarðarheiði og full hannaður vegur um Öxi eru ekki sett í útboð þó fullt samkomulag hafi verið um framkvæmdina og rannsóknum og hönnun að fullu lokið, það er jafnvel reynt að telja okkur trú um að kostnaður við verkið sé svo mikill að hann sé þrisvar sinnum hærri en í Noregi, án þess að nefna ástæður sem hafa við vísindaleg rök að styðjast. Þrátt fyrir góðan flugvöll og frábært aðflug að honum hefur fjármagn sem sett hefur verið í samgönguáætlun til áframhaldandi uppbyggingar á Egilsstaðaflugvelli ekki verið notað til að byggja hann upp. En Isavía hefur aftur á móti sett bílastæðagjöld á malarstæðin við flugvöllinn á Egilsstöðum sem kostar þá sem þurfa að geyma bílinn þar allt að 3500 kr á sólarhring, þessir peningar virðast fara í eitthvað allt annað en uppbygginu við Egilsstaðaflugvöll. Loftbrúin var sett á en flugfélagið notaði tækifærið og hirti hana með hækkun flugfargjalda, sem þýðir að þeir sem ekki geta notað loftbrú greiða enn hærra gjald fyrir flugið en þeir gerðu áður. Skyldi Innviðarráðherra finnast þetta réttlátt? Heilbrigðismálin hafa verið á hraðri niðurleið. Lögð hafa verið niður sjúkrahús á Seyðisfirði og Egilsstöðum, sem þýðir að heilbrigðisþjónustan hefur versnað og verið sett út á ónýta þjóðvegi kjördæmisins að stórum hluta og einnig stólað á sjúkraflug sem engin trygging er fyrir vegna ástands Reykjavíkurflugvallar, en mest af sjúkraflugi frá Austurlandi fer til Reykjavíkur, ef á annað borð er hægt að koma sjúklingi á flugvöllinn á Egilsstöðum vegna ófærðar á þjóðvegum innan Austurlands. Aðgengi að Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað ekki gott vegna ófærðar á Fagradal og Fjarðarheiði. Svo er vegurinn með ströndinni ófær vegna ofanflóðahættu og storma og Axarvegur ekki þjónustaður að vetri. Fjölmennasta byggðarlag Austurlands Egilsstaðir þar sem búa 3000 manns þarf að sækja sjúkrahús þjónustu 67km leið, sem mætti stytta með jarðgöngum til Eskifjarðar en það myndi stytta leiðina úr 67km niður í 49km, auk tryggari leiðar vegna veðráttu. Kostnaður við að komast þessar leiðir í heilbrigðisþjónustu hefur margfaldast vegna aukins ferða- og dvalarkostnaðar og lítið tillit tekið til þess af sjúkratryggingum. Raforkumál er stór hluti af því að reka stóriðju og sjávarútveg á Austurlandi. Við framleiðum rúmlega þriðjung allrar raforku Íslands á Austurlandi eða helming allrar raforku Íslands í Norðausturkjördæmi og Kárahnjúkavirkjun sem er hagkvæmasta virkjun Íslands er skilar stærstum hluta af hagnaði Landsvirkjunar. Nú hefur Fjármálaráðherra ákveðið að breyta reglum um Landsvirkjun þannig að hann geti handvalið menn í stjórn sér þóknanlega til að ná hagnaðinum til ríkisins. Lögð er áhersla á að flytja umframorku frá Austurlandi og byggð hefur verið upp til þess 220kv lína norður í land fremur en að byggja upp leiðir til að nýta orkuna á Austurlandi, að vísu er loksins að ljúka uppsetningu spenna sem eiga að tryggja loðnubræðslum á Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði næga orku. Flutningslínur á Austurlandi eru nógu öflugar til að flytja orku á þessa staði. Auk þessa eru bræðslur á Vopnafirði og Þórshöfn sem þurfa einnig öflugar raflínur og vistvæna orku, þar þarf að byggja upp öflugt flutningskerfi. Svo má nefna að orka er dýrari á landsbyggðunum og auk þess dregnar línur utan um þéttbýli á landsbyggðinni og rafmagn selt ennþá dýrara til þeirra sem búa utan við þá línu, sem er undarlegt þar sem venja er t.d. í Svíþjóð að orka er ódýrari þar sem hún er framleidd og þá dýrari á svæðum sem fá orkuna flutta til sín langt að eins og t.d í Stokkhólmi. Þetta er kerfi sem ætti að eiga vel við á Íslandi til að efla byggðir út um land. Ég held að það sé mál að linni, kannski kominn tími til að lýsa yfir sjálfstæði Austurlands. Höfundur er 4. maður á lista Miðflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Um langa tíð hefur það verið þannig að Austurland hefur aflað mun meiri tekna í þjóðarbúið en útgjöld úr sameiginlegum sjóði landsins gera fyrir Austurland og núverandi innviðaráðherra ætlar ekki að draga úr því misrétti, heldur auka. Samkvæmt skýrslu sem Háskólinn á Akureyri birti 2013 þá aflaði Austurland þá 11% meira í ríkissjóð en öll eyðsla ríkisins í fjórðungnum. Við erum að tala um opinbera þjónustu, það er vegagerð, jarðgangnagerð, brúargerð og flugvallarframkvæmdir auk allra framlaga til heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu. Í þeim tekjum sem talað er um í skýrslunni er ekki allt talið upp, svo sem arður af Kárahnjúkavirkjun (hagkvæmustu virkjun Íslands), fiskveiðigjöldum, arður af fiskeldi og varaflugvallargjöldum svo dæmi séu nefnd. Í skýrslu Þórodds Bjarnasonar, prófessors og Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors (Efnisorð skýrslunnar eru: Ríkisútgjöld, ríkistekjur, starfsemi ríkisins) er eftirfarandi sagt: “Starfssemi ríkisins á Austurlandi er um 23% minni en mannfjöldi segir til um eða sem nemur rúmlega 159 þúsund krónur á hvern íbúa á ári.” Einnig segir síðar í sömu skýrslu : “Loks er beinn samanburður á tekjum og útgjöldum háður ákveðnum takmörkunum. Þannig eru umtalsverð margfeldisáhrif af útgjöldum ríkisins í Reykjavík. Þar má nefna margvíslega þjónustu einkaaðila við ríkisstofnanir, útgjöld ríkisstarfsmanna, samþjöppun íbúa og fyrirtækja í nálægð við stjórnsýsluna og mikilvæga þjónustu ríkisstofnana. Sjálfstætt Norðausturríki hefði þannig umtalsverðar beinar tekjur sem nú falla til á höfuðborgarsvæðinu. Á hinn bóginn væru útgjöld vegna þjónustu sem íbúar, fyrirtæki og stofnanir í Norðausturkjördæmi sækja nú til Reykjavíkur án sérstaks endurgjalds. Frekari rannsóknir gætu varpað ljósi á útkomu þess reiknisdæmis.” Þetta var fyrir 12 árum síðan og það hefur töluvert hallað á Austurland síðan. Hér á eftir verða nefndir þrír málaflokkar sem eru tákn um afleiðingar þessa. Samgöngulega er Austurland orðin eyja, einbreiðar brýr á hringveginum hvergi fleiri á landinu og brýr yfir stórfljót bera ekki þungaflutninga lengur (Jökulsá á Fjöllum, Jökulsá á Breiðamerkursandi, Jökulsá í Lóni, Lagarfljót við Egilsstaði auk annarra brúa yfir smærri ár). Auk þessa er þjóðvegurinn um fjórðunginn mjög víða ekki í sambandi við símakerfi landsins dauðir punktar sem rýra öryggi á þjóðveginum. Full hönnuð jarðgöng um Fjarðarheiði og full hannaður vegur um Öxi eru ekki sett í útboð þó fullt samkomulag hafi verið um framkvæmdina og rannsóknum og hönnun að fullu lokið, það er jafnvel reynt að telja okkur trú um að kostnaður við verkið sé svo mikill að hann sé þrisvar sinnum hærri en í Noregi, án þess að nefna ástæður sem hafa við vísindaleg rök að styðjast. Þrátt fyrir góðan flugvöll og frábært aðflug að honum hefur fjármagn sem sett hefur verið í samgönguáætlun til áframhaldandi uppbyggingar á Egilsstaðaflugvelli ekki verið notað til að byggja hann upp. En Isavía hefur aftur á móti sett bílastæðagjöld á malarstæðin við flugvöllinn á Egilsstöðum sem kostar þá sem þurfa að geyma bílinn þar allt að 3500 kr á sólarhring, þessir peningar virðast fara í eitthvað allt annað en uppbygginu við Egilsstaðaflugvöll. Loftbrúin var sett á en flugfélagið notaði tækifærið og hirti hana með hækkun flugfargjalda, sem þýðir að þeir sem ekki geta notað loftbrú greiða enn hærra gjald fyrir flugið en þeir gerðu áður. Skyldi Innviðarráðherra finnast þetta réttlátt? Heilbrigðismálin hafa verið á hraðri niðurleið. Lögð hafa verið niður sjúkrahús á Seyðisfirði og Egilsstöðum, sem þýðir að heilbrigðisþjónustan hefur versnað og verið sett út á ónýta þjóðvegi kjördæmisins að stórum hluta og einnig stólað á sjúkraflug sem engin trygging er fyrir vegna ástands Reykjavíkurflugvallar, en mest af sjúkraflugi frá Austurlandi fer til Reykjavíkur, ef á annað borð er hægt að koma sjúklingi á flugvöllinn á Egilsstöðum vegna ófærðar á þjóðvegum innan Austurlands. Aðgengi að Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað ekki gott vegna ófærðar á Fagradal og Fjarðarheiði. Svo er vegurinn með ströndinni ófær vegna ofanflóðahættu og storma og Axarvegur ekki þjónustaður að vetri. Fjölmennasta byggðarlag Austurlands Egilsstaðir þar sem búa 3000 manns þarf að sækja sjúkrahús þjónustu 67km leið, sem mætti stytta með jarðgöngum til Eskifjarðar en það myndi stytta leiðina úr 67km niður í 49km, auk tryggari leiðar vegna veðráttu. Kostnaður við að komast þessar leiðir í heilbrigðisþjónustu hefur margfaldast vegna aukins ferða- og dvalarkostnaðar og lítið tillit tekið til þess af sjúkratryggingum. Raforkumál er stór hluti af því að reka stóriðju og sjávarútveg á Austurlandi. Við framleiðum rúmlega þriðjung allrar raforku Íslands á Austurlandi eða helming allrar raforku Íslands í Norðausturkjördæmi og Kárahnjúkavirkjun sem er hagkvæmasta virkjun Íslands er skilar stærstum hluta af hagnaði Landsvirkjunar. Nú hefur Fjármálaráðherra ákveðið að breyta reglum um Landsvirkjun þannig að hann geti handvalið menn í stjórn sér þóknanlega til að ná hagnaðinum til ríkisins. Lögð er áhersla á að flytja umframorku frá Austurlandi og byggð hefur verið upp til þess 220kv lína norður í land fremur en að byggja upp leiðir til að nýta orkuna á Austurlandi, að vísu er loksins að ljúka uppsetningu spenna sem eiga að tryggja loðnubræðslum á Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði næga orku. Flutningslínur á Austurlandi eru nógu öflugar til að flytja orku á þessa staði. Auk þessa eru bræðslur á Vopnafirði og Þórshöfn sem þurfa einnig öflugar raflínur og vistvæna orku, þar þarf að byggja upp öflugt flutningskerfi. Svo má nefna að orka er dýrari á landsbyggðunum og auk þess dregnar línur utan um þéttbýli á landsbyggðinni og rafmagn selt ennþá dýrara til þeirra sem búa utan við þá línu, sem er undarlegt þar sem venja er t.d. í Svíþjóð að orka er ódýrari þar sem hún er framleidd og þá dýrari á svæðum sem fá orkuna flutta til sín langt að eins og t.d í Stokkhólmi. Þetta er kerfi sem ætti að eiga vel við á Íslandi til að efla byggðir út um land. Ég held að það sé mál að linni, kannski kominn tími til að lýsa yfir sjálfstæði Austurlands. Höfundur er 4. maður á lista Miðflokksins í Múlaþingi.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun