

David, Figo og forseti Íslands
Ég veit ekki hvort lesendur Fréttablaðsins hafi lent í því að útskýra íslensk stjórnmál eða úrslit forsetakosninganna fyrir erlendum vinum sínum. You see, forsetinn var kjörinn með 67% greiddra atkvæða. Yes, yes, það eru 85% gildra atkvæða. Great victory? No, no, this var augljóslega algjör ósigur. „A great deep canyon between the president and the people.“
Þeir útlendingar sem eru ekki þegar búnir að missa þráðinn eða andlitið eru venjulega fólk sem er hér á landi af sérstökum áhuga á litlum einangruðum ættbálkasamfélögum.
Hvernig er hægt að lýsa ástandinu? Valdamenn virðast lifa í örlitlu þorpi sem á í stríði upp á líf og dauða. Fátt er gagnlegra til að sameina ættbálka að baki vafasömum málstað en sameiginlegur óvinur. Allir eru svo dregnir í dilka hvort sem þeim líkar betur eða verr. (Hér verður oftast að taka dæmi til að útlendingar skilji.) Well, Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson (a professor of politics appointed by a right wing minister against the will of the University) vill meina að nýkjörinn forseti sé bara forseti vinstri manna.
Nú má reyndar vera að Hannesi hafi tekist að fjölga vinstri mönnum í 67% þjóðarinnar með málflutningi sínum. Ég held þó að stjórnmálaskýringar hans verði seint taldar hæfar til að bjóða þær gestum.
Samlíking úr fótboltanum er líklega nærtækari. Look, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson er Figo íslenskra þjóðmála. Líkt og hin fornfræga stjarna portúgalska liðsins voru ýmsir sem töldu forsetann ekki hafa staðið fyllilega undir væntingum í fyrirliðastöðu sinni fyrr í vetur. Vendipunktur beggja var þegar þeim var skipt út af. Figo í átta liða úrslitum og forsetanum á heimastjórnarafmælinu. Í knattspyrnunni er aðeins ein leið til að bregðast við. Figo bar af öllum öðrum í næsta leik. Yfirburða yfirsýn, snerpa og kjarkur gerðu hann að óskoraðri þjóðhetju á ný.
Forseti Íslands gekk vasklega fram og setti klíkuvaldi skorður með því að vísa fjölmiðlamálinu í þjóðaratkvæði. Meðal annars þess vegna hlaut hann góðan stuðning í forsetakosningunum. Það hafði tilgang að kjósa hann. Fjölmiðlamálið kallaði þó einnig fram andstöðu. Einu mistök forsetans voru þau að viðurkenna hana ekki sem eðlilegan hlut. Fyrir átta árum hefði líklega allt að 40% þjóðarinnar skilað auðu ef Ólafur Ragnar hefði boðið sig fram í briddsklúbb, foreldrafélag eða hvað sem er.
Umræðan um úrslit kosninganna á því miður fleira líkt með Evrópukeppninni. Flestar hefðbundnar stjörnur umræðunnar hafa valdið vonbrigðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að taka undir með Kolbrúnu Bergþórsdóttur og segja að David Beckam stjórnmálanna geri best þegar hann þegir. En jafnvel David ætti að vanda tilhlaupin. Honum hættir orðið til að skjóta yfir markið. Og það hátt.
Skoðun

Mokum ofan í skotgrafirnar
Teitur Atlason skrifar

Kennarastarfið óheillandi... því miður
Guðrún Kjartansdóttir skrifar

Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023
Pétur Óskarsson skrifar

Kynskiptur vinnumarkaður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Við kjósum Magnús Karl
Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar

Harka af sér og halda áfram
Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar

Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda
Ólafur Stephensen skrifar

Gulur, rauður, blár og B+
Jón Pétur Zimsen skrifar

Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði
Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Reykjavík er höfuðborg okkar allra
Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar

Fjárfestum í vegakerfinu
Stefán Broddi Guðjónsson skrifar

Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög
Pétur Henry Petersen skrifar

Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með?
Stefán Þorri Helgason skrifar

Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ
Almar Guðmundsson skrifar

Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning
Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar

Tilvistarkreppa leikskólakennara?
Helga Guðmundsdóttir skrifar

Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Ekki láta aðra kjósa fyrir þig
Flosi Eiríksson skrifar

Er tantra einungis um kynlíf?
Rajan Parrikar skrifar

Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn!
Erlingur Erlingsson skrifar

Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar

Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar

Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar

Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar