Þjóðin er þinginu æðri 4. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Miðað við þá áherslu sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á að menn fari eftir leikreglum samfélagsins er með ólíkindum hversu reglurnar þvælast fyrir þessum sömu mönnum. Ég er þá ekki að tala um þegar Hæstiréttur hefur úrskurðað að lög sem ríkisstjórnin setur stangist á við stjórnarskrána – sem er undirstaða allra leikreglna. Ekki heldur þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðar að embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi brotið gegn góðri stjórnsýslu. Né þegar úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðar að embættisveitingar sömu manna hafi stangast á við lög. Enn síður þegar orð ráðherranna eru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi.Ég á heldur ekki við viðbrögð forystumanna sjálfstæðismanna við öllum þessum ákúrum sem alltaf eru á eina lund: Úrskurðir dómstóla og annarra opinberra umsagnaraðila eru aðeins skoðanir manna út í bæ og vega lítið á móti áliti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að taka mark á þessum viðbrögðum – alla vega ekki sem raunverulega pólitíska afstöðu þeirra. Þau bera aðeins vott um slælegt uppeldi og götustrákastæla.Það er hins vegar alvarlegt þegar forystumenn í stjórnmálaflokki í lýðræðisríki – og það í engum jaðarflokki heldur sjálfum Sjálfstæðisflokknum – skuli telja sig umbúna til að setja þjóðinni skilyrði í kosningum.Þótt margt megi þvæla um stjórnskipan Íslands þá er alveg ljóst að æðsta vald í íslenska þjóðfélaginu er almennur kjörfundur. Til þessa fundar þurfa bæði forseti og þing að sækja umboð sitt. Bæði forsetaframbjóðendur og frambjóðendur til þings geta efast eins og þá lystir um vit kjósenda eða getu þeirra til að taka ákvarðanir – á sama hátt og kjósendur efast um vit og getu forseta og þingmanna – en hvorki forseti né þing geta sett neinar skorður á þennan kjörfund.Kjörfundurinn sjálfur getur hins vegar sett allar þær skorður á sjálfan sig sem honum lystir. En til þess þarf að breyta stjórnarskrá. Þá samþykkir Alþingi breytingarnar og ber þær undir kjörfund samhliða þingkosningum, sem efnt er til samkvæmt eldri stjórnarskrá. Ef nýtt þing samþykkir einnig skorður á almennan kjörfund hafa þær þar með verið gerðar að grundvallarreglum í samfélaginu.Þar til almennur kjörfundur kjósenda hefur sett einhverjar skorður á vægi og vald slíkra kjörfunda er óhugsandi að setja slíkar skorður. Til þess hefur enginn vald. Það er með öllu óskiljanlegt hvað forystumönnum Sjálfstæðisflokksins gengur til með hugmyndum sínum í dag að setja kjörfundi einhver skilyrði eða hvaðan þeir telja sig geta sótt vald til þess. Hafa þeir umboð einhvers sem er þjóðinni æðri?Enn síður má skilja þörfina fyrir slíkum skorðum. Hingað til hafa íslenskir kjósendur sýnt sig vera ágætlega treystandi fyrir atkvæðum sínum. Hví skyldi þeim ekki vera treystandi lengur? Ef við ímyndum okkur að stór hluti kjósenda láti sig þessi blessuð fjölmiðlalög litlu skipta og mæti ekki á kjörstað; hver er þá skaðinn? Geta kjósendur ekki setið hjá við atkvæðagreiðsluna eins og Jónína Bjartmarz?Ef kosningaþátttaka á Íslandi væri hrunin niður úr öllu valdi og lýðræðinu stafaði ógn af ábyrgðarleysi almennings mætti sjá fyrir sér umræðu um með hvaða hætti tryggja mætti að kjörfundur sýndi raunverulegan vilja þjóðarinnar. En þessi staða er einfaldlega ekki uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins er því í þessu máli – eins og fjölmiðlamálinu öllu – fyrst og fremst að berjast við eigin ímyndanir; hryllingsmyndir sem hún dregur upp og finnur sig svo knúna til að bjarga þjóðinni frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Miðað við þá áherslu sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á að menn fari eftir leikreglum samfélagsins er með ólíkindum hversu reglurnar þvælast fyrir þessum sömu mönnum. Ég er þá ekki að tala um þegar Hæstiréttur hefur úrskurðað að lög sem ríkisstjórnin setur stangist á við stjórnarskrána – sem er undirstaða allra leikreglna. Ekki heldur þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðar að embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi brotið gegn góðri stjórnsýslu. Né þegar úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðar að embættisveitingar sömu manna hafi stangast á við lög. Enn síður þegar orð ráðherranna eru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi.Ég á heldur ekki við viðbrögð forystumanna sjálfstæðismanna við öllum þessum ákúrum sem alltaf eru á eina lund: Úrskurðir dómstóla og annarra opinberra umsagnaraðila eru aðeins skoðanir manna út í bæ og vega lítið á móti áliti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að taka mark á þessum viðbrögðum – alla vega ekki sem raunverulega pólitíska afstöðu þeirra. Þau bera aðeins vott um slælegt uppeldi og götustrákastæla.Það er hins vegar alvarlegt þegar forystumenn í stjórnmálaflokki í lýðræðisríki – og það í engum jaðarflokki heldur sjálfum Sjálfstæðisflokknum – skuli telja sig umbúna til að setja þjóðinni skilyrði í kosningum.Þótt margt megi þvæla um stjórnskipan Íslands þá er alveg ljóst að æðsta vald í íslenska þjóðfélaginu er almennur kjörfundur. Til þessa fundar þurfa bæði forseti og þing að sækja umboð sitt. Bæði forsetaframbjóðendur og frambjóðendur til þings geta efast eins og þá lystir um vit kjósenda eða getu þeirra til að taka ákvarðanir – á sama hátt og kjósendur efast um vit og getu forseta og þingmanna – en hvorki forseti né þing geta sett neinar skorður á þennan kjörfund.Kjörfundurinn sjálfur getur hins vegar sett allar þær skorður á sjálfan sig sem honum lystir. En til þess þarf að breyta stjórnarskrá. Þá samþykkir Alþingi breytingarnar og ber þær undir kjörfund samhliða þingkosningum, sem efnt er til samkvæmt eldri stjórnarskrá. Ef nýtt þing samþykkir einnig skorður á almennan kjörfund hafa þær þar með verið gerðar að grundvallarreglum í samfélaginu.Þar til almennur kjörfundur kjósenda hefur sett einhverjar skorður á vægi og vald slíkra kjörfunda er óhugsandi að setja slíkar skorður. Til þess hefur enginn vald. Það er með öllu óskiljanlegt hvað forystumönnum Sjálfstæðisflokksins gengur til með hugmyndum sínum í dag að setja kjörfundi einhver skilyrði eða hvaðan þeir telja sig geta sótt vald til þess. Hafa þeir umboð einhvers sem er þjóðinni æðri?Enn síður má skilja þörfina fyrir slíkum skorðum. Hingað til hafa íslenskir kjósendur sýnt sig vera ágætlega treystandi fyrir atkvæðum sínum. Hví skyldi þeim ekki vera treystandi lengur? Ef við ímyndum okkur að stór hluti kjósenda láti sig þessi blessuð fjölmiðlalög litlu skipta og mæti ekki á kjörstað; hver er þá skaðinn? Geta kjósendur ekki setið hjá við atkvæðagreiðsluna eins og Jónína Bjartmarz?Ef kosningaþátttaka á Íslandi væri hrunin niður úr öllu valdi og lýðræðinu stafaði ógn af ábyrgðarleysi almennings mætti sjá fyrir sér umræðu um með hvaða hætti tryggja mætti að kjörfundur sýndi raunverulegan vilja þjóðarinnar. En þessi staða er einfaldlega ekki uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins er því í þessu máli – eins og fjölmiðlamálinu öllu – fyrst og fremst að berjast við eigin ímyndanir; hryllingsmyndir sem hún dregur upp og finnur sig svo knúna til að bjarga þjóðinni frá.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun