Þrjár breytingar í frumvarpinu 5. júlí 2004 00:01 Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Þrjár breytingar eru í nýju lögunum. Markaðsráðandi fyrirtæki má nú eiga tíu prósent í ljósvakamiðlum en samkvæmt eldri lögunum var miðað við fimm prósent. Gildistöku laganna er frestað til 1. september árið 2007 en eldri lögin tóku strax gildi. Þriðja breytingin er sú að verði fjölmiðlafyrirtækin ekki búin að aðlaga sig að ramma laganna fyrir gildistöku þeirra er heimilt að afturkalla öll útvarpsleyfi. Samkvæmt eldri lögunum áttu þau að fá að renna út. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. Hann segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landinu sem ég held að enginn vilji stuðla að," segir Davíð. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. "Þeir leggja ekki í þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að þeir telja að þeir muni skíttapa henni," segir Össur. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Þrjár breytingar eru í nýju lögunum. Markaðsráðandi fyrirtæki má nú eiga tíu prósent í ljósvakamiðlum en samkvæmt eldri lögunum var miðað við fimm prósent. Gildistöku laganna er frestað til 1. september árið 2007 en eldri lögin tóku strax gildi. Þriðja breytingin er sú að verði fjölmiðlafyrirtækin ekki búin að aðlaga sig að ramma laganna fyrir gildistöku þeirra er heimilt að afturkalla öll útvarpsleyfi. Samkvæmt eldri lögunum áttu þau að fá að renna út. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. Hann segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landinu sem ég held að enginn vilji stuðla að," segir Davíð. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. "Þeir leggja ekki í þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að þeir telja að þeir muni skíttapa henni," segir Össur.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira