
Innlent
Klókur leikur

"Ég myndi halda að þetta væri klókur leikur," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin. "Það hefði verið erfitt fyrir að þá að beita sér við samningu nýrra fjölmiðlalaga ef þeim gömlu hefði verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með þessu eru þeir að tryggja að þeir eru aðalspilararnir í nýjum fjölmiðlalögum. Það væri athyglisvert ef þeir eru búnir að tala við stjórnarandstöðuna og hún búin að samþykkja þetta því þá á forsetinn ekki frekari leiki. Hvort verður þjóðaratkvæðagreiðsla fer eftir því hvernig forsetinn tekur þessu frumvarpi. Hans þætti í málinu er ekki lokið. Þessi leikur stjórnarinnar opnar málið og dregur það á langinn."