Vonbrigði í Washington 6. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær er vonbrigði fyrir alla þá sem bundu vonir við að þar skýrðust línur um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Menn geta að vísu fagnað því að Bush skuli ætla að líta málin „með opnum hug“, eins og það var orðað, en í því er engin skuldbinding fólgin af hálfu Bandaríkjanna um að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna þegar mikilvægasta úrlausnarefnið í samskiptum landanna, framtíð loftvarna Íslands, vera F-15 orrustuþotanna og þyrlubjörgunarsveitanna í Keflavík, verður leitt til lykta. Þau ummæli Bush forseta að forsætisráðherra myndi senda bandarískum stjórnvöldum frekari upplýsingar um málið eru ekki mjög traustvekjandi í ljósi þess að öll gögn og sjónarmið málsins liggja og hafa lengi legið fyrir í Washington.Davíð Oddsson hefur margsinnis á undanförnum mánuðum lýst því yfir að það hafi enga þýðingu að efna til fundar æðstu ráðamanna Íslands og Bandaríkjanna til að ræða varnarmálin nema viðunandi úrlausn væri í sjónmáli. Þess vegna kemur á óvart að hann skuli hafa farið til fundar við Bush og koma tómhentur til baka. Það var nokkuð sem menn áttu ekki von á. Ýmsir áttu jafnvel von á því að stórtíðindi um farsæla lausn málsins væri í vændum. Skýringarnar á því að forsætisráðherra fór til fundarins gætu verið tvær. Annars vegar að hann hafi trúað því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Hins vegar að honum hafi fyrirfram verið ljóst að ekkert kæmi út úr fundinum en viljað nota tækifæri sem bauðst til að hitta Bandaríkjaforseta og árétta viðhorf íslenskra stjórnvalda áður en hann lætur af embætti forsætisráðherra.Ekki er hægt áfellast Davíð Oddsson fyrir niðurstöðu fundarins í Washington. Hann hefur lagt sig allan fram um að fá Bandaríkjamenn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Líklega er enginn jafn ósáttur og forsætisráðherra við tíðindaleysi fundarins í Hvíta húsinu, þótt hann beri sig vel í samtölum við fjölmiðla. Hins vegar má með réttu gagnrýna íslensk stjórnvöld og þar á meðal forsætisráðherra fyrir að hafa ekki fyrir löngu hafið alvöru undirbúning að því að íslenskt þjóðfélag lagaði sig að breyttum aðstæðum í öryggismálum heimsins og á norðurslóðum sérstaklega. Bendir margt til þess að ráðamenn okkar hafi treyst um of á hefðir og vináttu í samskiptunum við Bandaríkin og haft tilhneigingu til að horfa fram því að öryggis- og varnarmál snúast um hagsmuni og í rauninni ekkert annað. Og hagsmunir Bandaríkjanna á Íslandi eru hverfandi miðað við það sem var fyrr á árum.Við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við það og viðurkenna að hin nýja öryggismálastefna sem Bandaríkjamenn fylgja gagnvart Íslandi er í sjálfu sér ekki óvinveitt okkur. Það er einfaldlega mat helstu varnarsérfræðinga Bandaríkjanna að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðu Íslands, eins og svo mörgu öðru í heimsmynd alþjóðlegra hermála, og stjórnvöldum þar beri skylda til að skipuleggja herafla sinn með hinar nýju aðstæður í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær er vonbrigði fyrir alla þá sem bundu vonir við að þar skýrðust línur um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Menn geta að vísu fagnað því að Bush skuli ætla að líta málin „með opnum hug“, eins og það var orðað, en í því er engin skuldbinding fólgin af hálfu Bandaríkjanna um að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna þegar mikilvægasta úrlausnarefnið í samskiptum landanna, framtíð loftvarna Íslands, vera F-15 orrustuþotanna og þyrlubjörgunarsveitanna í Keflavík, verður leitt til lykta. Þau ummæli Bush forseta að forsætisráðherra myndi senda bandarískum stjórnvöldum frekari upplýsingar um málið eru ekki mjög traustvekjandi í ljósi þess að öll gögn og sjónarmið málsins liggja og hafa lengi legið fyrir í Washington.Davíð Oddsson hefur margsinnis á undanförnum mánuðum lýst því yfir að það hafi enga þýðingu að efna til fundar æðstu ráðamanna Íslands og Bandaríkjanna til að ræða varnarmálin nema viðunandi úrlausn væri í sjónmáli. Þess vegna kemur á óvart að hann skuli hafa farið til fundar við Bush og koma tómhentur til baka. Það var nokkuð sem menn áttu ekki von á. Ýmsir áttu jafnvel von á því að stórtíðindi um farsæla lausn málsins væri í vændum. Skýringarnar á því að forsætisráðherra fór til fundarins gætu verið tvær. Annars vegar að hann hafi trúað því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Hins vegar að honum hafi fyrirfram verið ljóst að ekkert kæmi út úr fundinum en viljað nota tækifæri sem bauðst til að hitta Bandaríkjaforseta og árétta viðhorf íslenskra stjórnvalda áður en hann lætur af embætti forsætisráðherra.Ekki er hægt áfellast Davíð Oddsson fyrir niðurstöðu fundarins í Washington. Hann hefur lagt sig allan fram um að fá Bandaríkjamenn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Líklega er enginn jafn ósáttur og forsætisráðherra við tíðindaleysi fundarins í Hvíta húsinu, þótt hann beri sig vel í samtölum við fjölmiðla. Hins vegar má með réttu gagnrýna íslensk stjórnvöld og þar á meðal forsætisráðherra fyrir að hafa ekki fyrir löngu hafið alvöru undirbúning að því að íslenskt þjóðfélag lagaði sig að breyttum aðstæðum í öryggismálum heimsins og á norðurslóðum sérstaklega. Bendir margt til þess að ráðamenn okkar hafi treyst um of á hefðir og vináttu í samskiptunum við Bandaríkin og haft tilhneigingu til að horfa fram því að öryggis- og varnarmál snúast um hagsmuni og í rauninni ekkert annað. Og hagsmunir Bandaríkjanna á Íslandi eru hverfandi miðað við það sem var fyrr á árum.Við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við það og viðurkenna að hin nýja öryggismálastefna sem Bandaríkjamenn fylgja gagnvart Íslandi er í sjálfu sér ekki óvinveitt okkur. Það er einfaldlega mat helstu varnarsérfræðinga Bandaríkjanna að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðu Íslands, eins og svo mörgu öðru í heimsmynd alþjóðlegra hermála, og stjórnvöldum þar beri skylda til að skipuleggja herafla sinn með hinar nýju aðstæður í huga.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun