Tæpar 30 milljónir á átta árum 8. júlí 2004 00:01 Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svonefndu eftirmenntunargjaldi sem ganga átti til reksturs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Þá er Jóni Árna einnig gefið að sök að hafa sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans í Faxafeni, svikið skólann um 450 þúsund krónur með því framvísa falsaðri kvittun fyrir móttöku á málverki eftir Kára Eiríksson. Hann er sagður hafa breytt upphæð hennar úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og "látið færa andvirðið sér til tekna í bókhaldi skólans, þrátt fyrir að ákærði hafi tekið við málverkinu fyrir hönd skólans hjá forsvarsmönnum Rammamiðstöðvarinnar sem greiðslu á skólagjöldum eins nemanda skólans," eins og segir í ákæru. Brotin eru talin varða við 155. og 248. grein almennra hegningarlaga og er í ákæru krafist refsingar. "Ég lýsi mig saklausan af báðum ákæruatriðum," sagði Jón Árni fyrir dómi í gær. "Málið snýst fyrst og fremst um launadeilu milli mín og endurmenntunar rafeindavirkja." Hann sagði greiðslurnar til hans sem helst væri deilt um hafa verið inntar af hendi með ávísunum stíluðum á hann sjálfan. "Það er ólíklegt að nokkrum gæti dottið í hug að hægt væri að stunda fjárdrátt með þeim hætti," bætti hann við. Í einkamáli sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði á hendur Jóni Árna í fyrra var hann dæmdur til að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna sem hann hafði tekið út af reikningi hennar, en í sakamálinu á hendur honum er einungis ákært fyrir tæpar 28 milljónir þar sem hann gat gert grein fyrir ráðstöfun hluta peninganna í þágu Rafiðnaðarskólans. Einkamálinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem það býður nú þar til niðurstaða fæst í sakamálinu á hendur Jóni Árna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að til sanns vegar megi færa að brugðist hafi ákveðið eftirlit hjá eftirmenntunarnefndinni. "Þeir treystu honum bara fyllilega og sannarlega tókst honum að spila mjög ísmogið á kerfið með því að sækja til stelpnanna á innheimtudeildinni færslulista fyrir alla reikninga sem greitt var inn á, en halda svo eftir einum færslulistanum þegar hann fór með þá til endurskoðanda skólakerfisins," sagði Guðmundur í viðtali við blaðið, en hann var á meðal fjölmargra vitna sem leidd voru fyrir réttinn í gær. Málflutningur heldur áfram í dag. Fjárdráttur Jóns Árna samkvæmt ákæru lögreglunnar í Reykjavík: 1994 2.825.959 kr. 1995 2.870.010 kr. 1996 3.013.833 kr. 1997 4.045.216 kr. 1998 4.146.203 kr. 1999 2.613.769 kr. 2000 5.296.783 kr. 2001 3.972.397 kr. Samtals 28.784.170 kr. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svonefndu eftirmenntunargjaldi sem ganga átti til reksturs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Þá er Jóni Árna einnig gefið að sök að hafa sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans í Faxafeni, svikið skólann um 450 þúsund krónur með því framvísa falsaðri kvittun fyrir móttöku á málverki eftir Kára Eiríksson. Hann er sagður hafa breytt upphæð hennar úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund krónur og "látið færa andvirðið sér til tekna í bókhaldi skólans, þrátt fyrir að ákærði hafi tekið við málverkinu fyrir hönd skólans hjá forsvarsmönnum Rammamiðstöðvarinnar sem greiðslu á skólagjöldum eins nemanda skólans," eins og segir í ákæru. Brotin eru talin varða við 155. og 248. grein almennra hegningarlaga og er í ákæru krafist refsingar. "Ég lýsi mig saklausan af báðum ákæruatriðum," sagði Jón Árni fyrir dómi í gær. "Málið snýst fyrst og fremst um launadeilu milli mín og endurmenntunar rafeindavirkja." Hann sagði greiðslurnar til hans sem helst væri deilt um hafa verið inntar af hendi með ávísunum stíluðum á hann sjálfan. "Það er ólíklegt að nokkrum gæti dottið í hug að hægt væri að stunda fjárdrátt með þeim hætti," bætti hann við. Í einkamáli sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði á hendur Jóni Árna í fyrra var hann dæmdur til að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna sem hann hafði tekið út af reikningi hennar, en í sakamálinu á hendur honum er einungis ákært fyrir tæpar 28 milljónir þar sem hann gat gert grein fyrir ráðstöfun hluta peninganna í þágu Rafiðnaðarskólans. Einkamálinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem það býður nú þar til niðurstaða fæst í sakamálinu á hendur Jóni Árna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að til sanns vegar megi færa að brugðist hafi ákveðið eftirlit hjá eftirmenntunarnefndinni. "Þeir treystu honum bara fyllilega og sannarlega tókst honum að spila mjög ísmogið á kerfið með því að sækja til stelpnanna á innheimtudeildinni færslulista fyrir alla reikninga sem greitt var inn á, en halda svo eftir einum færslulistanum þegar hann fór með þá til endurskoðanda skólakerfisins," sagði Guðmundur í viðtali við blaðið, en hann var á meðal fjölmargra vitna sem leidd voru fyrir réttinn í gær. Málflutningur heldur áfram í dag. Fjárdráttur Jóns Árna samkvæmt ákæru lögreglunnar í Reykjavík: 1994 2.825.959 kr. 1995 2.870.010 kr. 1996 3.013.833 kr. 1997 4.045.216 kr. 1998 4.146.203 kr. 1999 2.613.769 kr. 2000 5.296.783 kr. 2001 3.972.397 kr. Samtals 28.784.170 kr.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira