Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 12:00 Reglur um snjallsíma eru ofarlega í huga barnanna sem sækja barnaþingið heim í dag. Hér eru ferðamenn á Snæfellsnesi með nefið ofan í símunum. Vísir/Vilhelm Yfir eitt hundrað börn sem eru saman komin á barnaþingi munu grilla ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Reglur um snjallsímanotkun eru þeim ofarlega í huga að sögn umboðsmanns barna sem telur mikilvægt að yngri kynslóðin komi enn frekar að ákvarðanatöku í samfélaginu. Um eitt hundrað og fjörutíu börn taka þátt í barnaþingi sem fer fram í Hörpu í dag. Þau eru ellefu til fimtán ára gömul og voru valin með slembiúrtaki, sem Salvör Nordal umboðsmaður barna segir gert til að fá fjölbreyttan hóp að borðinu. „Og vorum líka til dæmis með mjög góðan hóp af börnum utan af landi og frá öllum landsfjórðungum, hvaðanæva að í rauninni,“ segir Salvör. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Börnin heimsóttu Alþingi í gær og fengu fræðslu um störf þingsins. Í dag verður unnið að tillögum er snúa að málefnum sem brenna á börnum. Salvör segir snjallsímanotkun ofarlega á baugi. Skiptar skoðanir séu um mögulegt símabann og útfærslu þess. „Þau tala mjög oft um að það sé líka mikilvægt að það séu reglur meðal fullorðinna, sem sagt á heimilinu, því að það vill náttúrulega gerast að við sem erum fullorðin setjum ekkert sérstaklega gott fordæmi varðandi snjallsímanotkun. Þannig að það er ekki hægt að banna börnunum og vera svo sjálf alltaf í símanum. Þau hafa allavega mikið verið að ræða það.“ Grilla ráðherra Sex ráðherrar hafa boðað komu sína á barnaþing í dag, þar á meðal forsætisráðherra. „Þá koma spurningar frá hverju borði og til til einstakra ráðherra. Það hefur hingað til verið mjög skemmtileg umræða og þau spyrja líka oft mjög krefjandi spurninga. Þannig að þau eru að fara að grilla þá,“ segir Salvör kímin. Börnin hafa miklar skoðanir á mögulegu símabanni í skólum og útfærslu þess.vísir/Getty Hún segir nauðsynlegt að leyfa börnum að koma að ákvarðanatöku í samfélaginu. Þau hafi miklar skoðanir á til að mynda skólamálum og þá til dæmis einkunnakerfinu. „Þegar það er verið að taka ákvarðanir og þau eru skilin eftir, að þá verða þau mjög óánægð með það. Það er líka bara ávísun á miklu betri ákvarðanatöku ef við hlustum á börnin sem eru nemendur í skólum, til dæmis þegar við erum að taka ákvarðanir um skólakerfið og ýmislegt varðandi skólahald.“ Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Um eitt hundrað og fjörutíu börn taka þátt í barnaþingi sem fer fram í Hörpu í dag. Þau eru ellefu til fimtán ára gömul og voru valin með slembiúrtaki, sem Salvör Nordal umboðsmaður barna segir gert til að fá fjölbreyttan hóp að borðinu. „Og vorum líka til dæmis með mjög góðan hóp af börnum utan af landi og frá öllum landsfjórðungum, hvaðanæva að í rauninni,“ segir Salvör. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Börnin heimsóttu Alþingi í gær og fengu fræðslu um störf þingsins. Í dag verður unnið að tillögum er snúa að málefnum sem brenna á börnum. Salvör segir snjallsímanotkun ofarlega á baugi. Skiptar skoðanir séu um mögulegt símabann og útfærslu þess. „Þau tala mjög oft um að það sé líka mikilvægt að það séu reglur meðal fullorðinna, sem sagt á heimilinu, því að það vill náttúrulega gerast að við sem erum fullorðin setjum ekkert sérstaklega gott fordæmi varðandi snjallsímanotkun. Þannig að það er ekki hægt að banna börnunum og vera svo sjálf alltaf í símanum. Þau hafa allavega mikið verið að ræða það.“ Grilla ráðherra Sex ráðherrar hafa boðað komu sína á barnaþing í dag, þar á meðal forsætisráðherra. „Þá koma spurningar frá hverju borði og til til einstakra ráðherra. Það hefur hingað til verið mjög skemmtileg umræða og þau spyrja líka oft mjög krefjandi spurninga. Þannig að þau eru að fara að grilla þá,“ segir Salvör kímin. Börnin hafa miklar skoðanir á mögulegu símabanni í skólum og útfærslu þess.vísir/Getty Hún segir nauðsynlegt að leyfa börnum að koma að ákvarðanatöku í samfélaginu. Þau hafi miklar skoðanir á til að mynda skólamálum og þá til dæmis einkunnakerfinu. „Þegar það er verið að taka ákvarðanir og þau eru skilin eftir, að þá verða þau mjög óánægð með það. Það er líka bara ávísun á miklu betri ákvarðanatöku ef við hlustum á börnin sem eru nemendur í skólum, til dæmis þegar við erum að taka ákvarðanir um skólakerfið og ýmislegt varðandi skólahald.“
Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira