Vel heppnuð skíðaferð án skíða Dagur B. Eggertsson skrifar 9. júlí 2004 00:01 Dagur B. Eggertsson - "Án hættumats og rökstuðnings eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin." Blaðamannafundur Davíðs Oddssonar og Bush Bandaríkjaforseta hafði einhvern veginn sömu áhrif á mig og þegar Icy-tríóið flutti Gleðibankann í Bergen. Það hríslaðist um mig eitthvert undarlegt sambland af þjóðarstolti og bjánahrolli. Meira en ár er síðan upplýst var að Bandaríkjastjórn hafði ákveðið einhliða að draga orrustuvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra gerði vel í að ná málinu úr þeim farvegi og inn á borð Bandaríkjaforseta. Það má hann eiga. En við fundarborðið virðist Davíð hafa dottið í hlutverk stráksins sem hafði mannað sig upp í tala við sætustu stelpuna í skólanum en gleymdi að hafa eitthvað að segja. Brá ekki fyrir glotti þegar Bush hallaði sér að okkar manni og sagði að næst mættu Íslendingar gjarnan leggja fram hættumat og rök fyrir því að landið þyrfti loftvarnir? Við getum í það minnsta gefið okkur að samningamenn Bandaríkjamanna hafi brosað í kampinn. Morgunblaðið sagði nefnilega frá því fyrir meira en tveimur árum að málefnafátækt Íslendinga í varnarviðræðunum vekti furðu. Þá voru "auðfundnir þeir menn [í Washington] sem engan botn fá í hættumat íslenskra ráðamanna": Og það er ennþá staðan. En hvernig hefur ríkisstjórnin nýtt tímann? Í vetur voru þoturnar umdeildu vikum saman á meginlandi Afríku án þess að nokkur tæki eftir. Ætli það hafi orðið til að styrkja trúna á hættumati Íslendinga? Heldur einhver að herþotur haldist hér á sjarmanum einum saman? Forsætisráðherra virðist mæta verr undirbúinn til viðræðna um þær en nýútskrifað skólafólk á leið í atvinnuviðtal. Goðsögnin um að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir varnar- og öryggismálum hefur beðið skipbrot. Eftir meira en tíu ára viðræður um varnarmál örlar ekki ennþá á mati á varnarþörf landsins, hvaða breytingar hafi orðið eftir lok kalda stríðsins og hvert hlutverk Íslands eigi að vera í hinni nýju heimsmynd. Án slíkra gagna eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin. Þau gleymdust óvart heima. Sýnu verst er þó að fá hvað eftir annað staðfestingu á því að pukur og leynd íslenskra stjórnvalda með varnarmálin hafi fyrst og fremst verið til þess að breiða yfir veikan málstað og óvönduð vinnubrögð. Fyrir vikið hafa liðið tíu löng ár án löngu tímabærrar umræðu og endurskoðunar á öryggis- og varnarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson - "Án hættumats og rökstuðnings eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin." Blaðamannafundur Davíðs Oddssonar og Bush Bandaríkjaforseta hafði einhvern veginn sömu áhrif á mig og þegar Icy-tríóið flutti Gleðibankann í Bergen. Það hríslaðist um mig eitthvert undarlegt sambland af þjóðarstolti og bjánahrolli. Meira en ár er síðan upplýst var að Bandaríkjastjórn hafði ákveðið einhliða að draga orrustuvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra gerði vel í að ná málinu úr þeim farvegi og inn á borð Bandaríkjaforseta. Það má hann eiga. En við fundarborðið virðist Davíð hafa dottið í hlutverk stráksins sem hafði mannað sig upp í tala við sætustu stelpuna í skólanum en gleymdi að hafa eitthvað að segja. Brá ekki fyrir glotti þegar Bush hallaði sér að okkar manni og sagði að næst mættu Íslendingar gjarnan leggja fram hættumat og rök fyrir því að landið þyrfti loftvarnir? Við getum í það minnsta gefið okkur að samningamenn Bandaríkjamanna hafi brosað í kampinn. Morgunblaðið sagði nefnilega frá því fyrir meira en tveimur árum að málefnafátækt Íslendinga í varnarviðræðunum vekti furðu. Þá voru "auðfundnir þeir menn [í Washington] sem engan botn fá í hættumat íslenskra ráðamanna": Og það er ennþá staðan. En hvernig hefur ríkisstjórnin nýtt tímann? Í vetur voru þoturnar umdeildu vikum saman á meginlandi Afríku án þess að nokkur tæki eftir. Ætli það hafi orðið til að styrkja trúna á hættumati Íslendinga? Heldur einhver að herþotur haldist hér á sjarmanum einum saman? Forsætisráðherra virðist mæta verr undirbúinn til viðræðna um þær en nýútskrifað skólafólk á leið í atvinnuviðtal. Goðsögnin um að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir varnar- og öryggismálum hefur beðið skipbrot. Eftir meira en tíu ára viðræður um varnarmál örlar ekki ennþá á mati á varnarþörf landsins, hvaða breytingar hafi orðið eftir lok kalda stríðsins og hvert hlutverk Íslands eigi að vera í hinni nýju heimsmynd. Án slíkra gagna eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin. Þau gleymdust óvart heima. Sýnu verst er þó að fá hvað eftir annað staðfestingu á því að pukur og leynd íslenskra stjórnvalda með varnarmálin hafi fyrst og fremst verið til þess að breiða yfir veikan málstað og óvönduð vinnubrögð. Fyrir vikið hafa liðið tíu löng ár án löngu tímabærrar umræðu og endurskoðunar á öryggis- og varnarstefnu Íslands.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun