Valur, ÍBV og KR komin áfram 9. júlí 2004 00:01 Valur, ÍBV og KR tryggðu sér öll sæti undanúrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld. Spennan var mest á Hlíðarenda þar sem heimamenn höfðu sigur gegn Blikastúlkum eftir framlengdan leik. Valsstúlkur tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars kvenna með 2-1 sigri á Breiðablik í veðurblíðunni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði sigurmarkið í framlengingu, en Blikastúlkur, sem léku einum færri heilar 75 mínútur af leiktímanum, börðust af miklu harðfylgi. Það var Erna Björk Sigurðardóttir sem kom gestunum yfir á 52. mínútu, sex mínútum eftir að markmanninum Elsu Hlín Einarsdóttur hafði verið vikið af leikvelli fyrir að handleika knöttinn slysalega utan teigs. Leikmenn Vals náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn sem skyldi og var það ekki fyrr en Laufey Ólafsdóttir kom inn á að hlutirnir fóru að gerast. Katrín Jónsdóttir jafnaði metin á 65. mínútu eftir aukaspyrnu Laufeyjar, en eftir markið fundu leikmenn Vals fáar glufur á afar sterkri og skipulagðri vörn Blika. Það gerði hinsvegar áðurnefnd Dóra í upphafi framlengingarinnar og skildi það mark liðin af á endanum. Blikar höfðu hreinlega ekki orku í að gera almennilega atlögu að marki Vals. KR-stúlkur eru einnig komnar í undanúrslitin en þær áttu samt í miklum erfiðleikum með Þór/KA/KS þegar þær mættu þeim á Akureyrarvellinum í gær. KR-ingar höfðu unnið þær 9-0 fyrr í vikunni og fór það í þær að þær gátu ekki leikið þann leik eftir. Það má þakka það hversu vel Þór/KA/KS stóð sig í vörninni og hversu vel Telma Ýr Unnsteinsdóttir náði að gæta Hólmfríðar Magnúsdóttur en hún sást lítið í leiknum. Þór/KA/KS gekk illa að skapa sér færi í leiknum en undir lokin áttu Guðrún Soffia Viðarsdóttir þó skot í stöngina og Laufey Björnsdóttir rétt yfir. KR-ingar settu mark í leikinn rétt undir lok fyrri hálfleiks og náði Katrín Ómarsdóttir að innsigla sigurinn með því að skjóta að marki á miðjum vallarhelmingi Þór/KA/KS. Sandra hafði þá gert sig seka um að vera kominn helst til of langt frá markinu. Sanngjarn sigur þótt að KR-stúlkur vildu örugglega hafa hann stærri en þær náðu ekki að nýta mörg þeirra færa sem þær komust í. Mikið breyttur leikur frá Þór/KA/KS og greinilegt að Guðrún Soffía kemur til með að styrkja leik þeirra mikið. Eyjastúlkur urðu síðan þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum með afar öruggum sigri á 1. deildarliði Þróttar og urðu lokatölurnar 8-0, heimamönnum í vil. Margrét Lára Viðarsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir skoruðu sín mörkin tvö fyrir íBV. Fyrir leikinn var búist við að þetta yrði erfitt fyrir gestina enda mikill styrkleikamunur á liðunum, og sú varð enda raunin. Leikmenn Þróttara fá hinsvegar hrós fyrir að berjast allan leiktímann af hörku. Heimamenn hefðu auðveldlega getað farið með stærri sigur af hólmi en góður leikur markmanns Þróttar kom í veg fyrir það. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Valur, ÍBV og KR tryggðu sér öll sæti undanúrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld. Spennan var mest á Hlíðarenda þar sem heimamenn höfðu sigur gegn Blikastúlkum eftir framlengdan leik. Valsstúlkur tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars kvenna með 2-1 sigri á Breiðablik í veðurblíðunni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði sigurmarkið í framlengingu, en Blikastúlkur, sem léku einum færri heilar 75 mínútur af leiktímanum, börðust af miklu harðfylgi. Það var Erna Björk Sigurðardóttir sem kom gestunum yfir á 52. mínútu, sex mínútum eftir að markmanninum Elsu Hlín Einarsdóttur hafði verið vikið af leikvelli fyrir að handleika knöttinn slysalega utan teigs. Leikmenn Vals náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn sem skyldi og var það ekki fyrr en Laufey Ólafsdóttir kom inn á að hlutirnir fóru að gerast. Katrín Jónsdóttir jafnaði metin á 65. mínútu eftir aukaspyrnu Laufeyjar, en eftir markið fundu leikmenn Vals fáar glufur á afar sterkri og skipulagðri vörn Blika. Það gerði hinsvegar áðurnefnd Dóra í upphafi framlengingarinnar og skildi það mark liðin af á endanum. Blikar höfðu hreinlega ekki orku í að gera almennilega atlögu að marki Vals. KR-stúlkur eru einnig komnar í undanúrslitin en þær áttu samt í miklum erfiðleikum með Þór/KA/KS þegar þær mættu þeim á Akureyrarvellinum í gær. KR-ingar höfðu unnið þær 9-0 fyrr í vikunni og fór það í þær að þær gátu ekki leikið þann leik eftir. Það má þakka það hversu vel Þór/KA/KS stóð sig í vörninni og hversu vel Telma Ýr Unnsteinsdóttir náði að gæta Hólmfríðar Magnúsdóttur en hún sást lítið í leiknum. Þór/KA/KS gekk illa að skapa sér færi í leiknum en undir lokin áttu Guðrún Soffia Viðarsdóttir þó skot í stöngina og Laufey Björnsdóttir rétt yfir. KR-ingar settu mark í leikinn rétt undir lok fyrri hálfleiks og náði Katrín Ómarsdóttir að innsigla sigurinn með því að skjóta að marki á miðjum vallarhelmingi Þór/KA/KS. Sandra hafði þá gert sig seka um að vera kominn helst til of langt frá markinu. Sanngjarn sigur þótt að KR-stúlkur vildu örugglega hafa hann stærri en þær náðu ekki að nýta mörg þeirra færa sem þær komust í. Mikið breyttur leikur frá Þór/KA/KS og greinilegt að Guðrún Soffía kemur til með að styrkja leik þeirra mikið. Eyjastúlkur urðu síðan þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum með afar öruggum sigri á 1. deildarliði Þróttar og urðu lokatölurnar 8-0, heimamönnum í vil. Margrét Lára Viðarsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir skoruðu sín mörkin tvö fyrir íBV. Fyrir leikinn var búist við að þetta yrði erfitt fyrir gestina enda mikill styrkleikamunur á liðunum, og sú varð enda raunin. Leikmenn Þróttara fá hinsvegar hrós fyrir að berjast allan leiktímann af hörku. Heimamenn hefðu auðveldlega getað farið með stærri sigur af hólmi en góður leikur markmanns Þróttar kom í veg fyrir það.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira