Breytt viðhorf til varnarliðsins 12. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nær helmingur þjóðarinnar virðist ekki deila áhyggjum af framtíð varnarliðsins í Keflavík með ríkisstjórninni. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um helgina og birtir í dag er tæplega helmingur kjósenda sáttur við að herinn fari úr landi. Rúmur meirihluti er hins vegar ósáttur við brottför hersins. Athygli vekur umtalsverður munur sem er á afstöðu karla og kvenna. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að fleiri konur en karlar væru sáttar við brottför hersins en könnunin leiðir í ljós að þessu er öfugt farið. Ef miðað er við þá sem afstöðu tóku eru 54% karla sáttir við að herinn fari úr landi en aðeins um 41% kvenna. Það er einnig eftirtektarvert að meiri áhyggjur eru af brottför hersins úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar vekja fleiri spurningar en þær svara um viðhorf þjóðarinnar til hersins og varna í landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvað lesa megi í ólík svör karla og kvenna annarsvegar og höfuðborgar og landsbyggðar hinsvegar. Ólíklegt verður að telja að konur séu orðnar herskárri eða meiri valkyrjur en áður. Og ekki blasir við hvers vegna landsbyggðarfólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öryggi landsins og vörnum en fólk í þéttbýli. Líklegasta skýringin er að hér séu atvinnumálin að spila inn í svör fólks. Konur hafi meiri áhyggjur en karlar af atvinnuleysi og samdrætti sem lokun varnarstöðvarinnar hefði í för með sér. Sömu áhyggjur gætu skýrt viðhorfin á landsbyggðinni; þar eru atvinnumálin líklega oftar daglegt umhugsunarefni fólks en á höfuðborgarsvæðinu. Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem atvinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brottför F-15 orrustuþotnanna. Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku var að því leyti vonbrigði að þar skýrðust ekki línur um framtíð varnarliðsins. Íslensk stjórnvöld hafa enga tryggingu fyrir óbreyttu ástandi í Keflavík og ekkert liggur fyrir um það hvað Bandaríkjamenn ætlast fyrir. Frá sjónarmiði þeirra, sem telja mikilvægt að bandaríska varnarliðið verði hér áfram, felst gagnið í fundinum í því að Íslendingar fá að minnsta kosti lengri umþóttunartíma og möguleiki virðist á því að finna nýjan flöt á áframhaldandi varnarsamstarfi þjóðanna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að þeim fer fjölgandi sem ekki hafa sannfæringu fyrir því að bandaríski herinn hafi þýðingu fyrir varnir landsins og telja jafnframt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnulífinu fari herinn á brott. Eftir sem áður er ósvarað þeirri spurningu hvernig við Íslendingar eigum að tryggja öryggi okkar og landvarnir til frambúðar. Réttmætt er að finna að því að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu hafið undirbúning að aðlögun að þeim breytingum á varnarsamstarfinu sem fyrirsjáanlegar hafa verið um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nær helmingur þjóðarinnar virðist ekki deila áhyggjum af framtíð varnarliðsins í Keflavík með ríkisstjórninni. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um helgina og birtir í dag er tæplega helmingur kjósenda sáttur við að herinn fari úr landi. Rúmur meirihluti er hins vegar ósáttur við brottför hersins. Athygli vekur umtalsverður munur sem er á afstöðu karla og kvenna. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að fleiri konur en karlar væru sáttar við brottför hersins en könnunin leiðir í ljós að þessu er öfugt farið. Ef miðað er við þá sem afstöðu tóku eru 54% karla sáttir við að herinn fari úr landi en aðeins um 41% kvenna. Það er einnig eftirtektarvert að meiri áhyggjur eru af brottför hersins úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar vekja fleiri spurningar en þær svara um viðhorf þjóðarinnar til hersins og varna í landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvað lesa megi í ólík svör karla og kvenna annarsvegar og höfuðborgar og landsbyggðar hinsvegar. Ólíklegt verður að telja að konur séu orðnar herskárri eða meiri valkyrjur en áður. Og ekki blasir við hvers vegna landsbyggðarfólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öryggi landsins og vörnum en fólk í þéttbýli. Líklegasta skýringin er að hér séu atvinnumálin að spila inn í svör fólks. Konur hafi meiri áhyggjur en karlar af atvinnuleysi og samdrætti sem lokun varnarstöðvarinnar hefði í för með sér. Sömu áhyggjur gætu skýrt viðhorfin á landsbyggðinni; þar eru atvinnumálin líklega oftar daglegt umhugsunarefni fólks en á höfuðborgarsvæðinu. Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem atvinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brottför F-15 orrustuþotnanna. Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku var að því leyti vonbrigði að þar skýrðust ekki línur um framtíð varnarliðsins. Íslensk stjórnvöld hafa enga tryggingu fyrir óbreyttu ástandi í Keflavík og ekkert liggur fyrir um það hvað Bandaríkjamenn ætlast fyrir. Frá sjónarmiði þeirra, sem telja mikilvægt að bandaríska varnarliðið verði hér áfram, felst gagnið í fundinum í því að Íslendingar fá að minnsta kosti lengri umþóttunartíma og möguleiki virðist á því að finna nýjan flöt á áframhaldandi varnarsamstarfi þjóðanna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að þeim fer fjölgandi sem ekki hafa sannfæringu fyrir því að bandaríski herinn hafi þýðingu fyrir varnir landsins og telja jafnframt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnulífinu fari herinn á brott. Eftir sem áður er ósvarað þeirri spurningu hvernig við Íslendingar eigum að tryggja öryggi okkar og landvarnir til frambúðar. Réttmætt er að finna að því að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu hafið undirbúning að aðlögun að þeim breytingum á varnarsamstarfinu sem fyrirsjáanlegar hafa verið um árabil.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun