Frumvarpið verði dregið til baka 13. október 2005 14:24 "Það virðist sem framsóknarmenn, jafnvel í meira mæli en aðrir, séu mjög ósáttir við þetta mál," sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, við Fréttablaðið á fundi er Framsóknarfélagið í Reykjavík suður hélt um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Framsóknarmenn sem tóku til máls á fundinum voru allir á einu máli um það að ríkisstjórnin ætti að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið sem forseti synjaði staðfestingar í júníbyrjun. Forustumenn flokksins voru gagnrýndir fyrir að mæta ekki á fundinn en Jónína Bjartmarz var einn þingmanna flokksins sem sá sér það fært. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, var einnig á fundinum. "Ég geri þá kröfu til flokksforustunnar og þingmanna að sú stjórnskipunarkreppa sem blasir við ef forseti synjar nýja frumvarpinu staðfestingar verði leyst. Eina lausnin er sú að draga frumvarpið til baka og setja það í nefnd sem vinna mun í því fram á vetur," sagði Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi. Varaformaður félagsins, Brynhildur Bergþórsdóttir, lýsti yfir vonbrigðum sínum með forustu flokksins, sem hún sagði að virtist ekki vera að tala við sama fólkið og hún. "Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst og að við tökum því þá eins og menn ef lögin verða felld," sagði hún. Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti, sagði í framsögu sinni að ráð hans til ráðherra og þingmanna væri að forðast að grípa inn í það lagasetningarferli sem fór í gang er forseti synjaði. "Það er mikil vá fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Yfir okkur vofir stjórnskipunarkreppa sem er eitt það versta sem hent getur þjóð. Vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi er þetta mál hafið yfir alla pólitíska hagsmuni. Ríkisstjórnin þarf að finna sátt við forseta og íslensku þjóðina. Hér er ekkert svigrúm fyrir pólitískt mat heldur verður virðing fyrir íslensku stjórnarskránni og stjórnskipun að ráða ferð," sagði hann. Jónína Bjartmarz sagði að í orðum Eiríks fælist áskorun til þingmanna og ráðamanna að ef vafi léki á því hvort lögin færu á mis við stjórnarskrá ættu þeir að minnsta kosti að láta stjórnarskrána njóta vafans. Hún vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til frumvarpsins. Allsherjarnefnd sé enn að störfum og þegar hún komist að niðurstöðu verði hún kynnt fyrir þingflokknum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
"Það virðist sem framsóknarmenn, jafnvel í meira mæli en aðrir, séu mjög ósáttir við þetta mál," sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, við Fréttablaðið á fundi er Framsóknarfélagið í Reykjavík suður hélt um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Framsóknarmenn sem tóku til máls á fundinum voru allir á einu máli um það að ríkisstjórnin ætti að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið sem forseti synjaði staðfestingar í júníbyrjun. Forustumenn flokksins voru gagnrýndir fyrir að mæta ekki á fundinn en Jónína Bjartmarz var einn þingmanna flokksins sem sá sér það fært. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, var einnig á fundinum. "Ég geri þá kröfu til flokksforustunnar og þingmanna að sú stjórnskipunarkreppa sem blasir við ef forseti synjar nýja frumvarpinu staðfestingar verði leyst. Eina lausnin er sú að draga frumvarpið til baka og setja það í nefnd sem vinna mun í því fram á vetur," sagði Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi. Varaformaður félagsins, Brynhildur Bergþórsdóttir, lýsti yfir vonbrigðum sínum með forustu flokksins, sem hún sagði að virtist ekki vera að tala við sama fólkið og hún. "Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst og að við tökum því þá eins og menn ef lögin verða felld," sagði hún. Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti, sagði í framsögu sinni að ráð hans til ráðherra og þingmanna væri að forðast að grípa inn í það lagasetningarferli sem fór í gang er forseti synjaði. "Það er mikil vá fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Yfir okkur vofir stjórnskipunarkreppa sem er eitt það versta sem hent getur þjóð. Vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi er þetta mál hafið yfir alla pólitíska hagsmuni. Ríkisstjórnin þarf að finna sátt við forseta og íslensku þjóðina. Hér er ekkert svigrúm fyrir pólitískt mat heldur verður virðing fyrir íslensku stjórnarskránni og stjórnskipun að ráða ferð," sagði hann. Jónína Bjartmarz sagði að í orðum Eiríks fælist áskorun til þingmanna og ráðamanna að ef vafi léki á því hvort lögin færu á mis við stjórnarskrá ættu þeir að minnsta kosti að láta stjórnarskrána njóta vafans. Hún vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til frumvarpsins. Allsherjarnefnd sé enn að störfum og þegar hún komist að niðurstöðu verði hún kynnt fyrir þingflokknum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira