Framsókn hótar stjórnarslitum 14. júlí 2004 00:01 Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins telja að það strandi einungis á einum manni að samstaða náist um það milli stjórnarflokkanna, Davíð Oddssyni, sem virðist algjörlega óhagganlegur á því að keyra frumvarpið í gegn eins og til stóð. Flokksmenn sögðust í samtali við Fréttablaðið leita pólitískrar lausnar á málinu. "Það er ekkert hægt að segja um þetta mál fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ríkisstjórnarflokkarnir munu auðvitað setjast yfir þá niðurstöðu sem kemur fram eftir vinnu allsherjarnefndar og hvort þá verða leiknir pólitískir leikir eða ekki ætla ég ekki að fullyrða hér um, við verðum bara að sjá til," sagði Guðni Ágústsson. Framsóknarmenn óttast öðru fremur afleiðingar þess fyrir flokkinn ef forseti neiti nýju lögunum staðfestingar. Þeir sögðu það ekki einungis óviðunandi fyrir flokkinn, heldur alla þjóðina, ef upp kæmi þrátefli milli forseta og Alþingis. Framsóknarmenn segja að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sumir hverjir hlynntir því að málið verði lagt til hliðar um hríð vegna þeirrar andstöðu sem um það hefur skapast. Hins vegar séu hendur þeirra bundnar þar til Davíð breyti um skoðun. Stefnt var að því að allsherjarnefnd lyki störfum í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sögðu í samtali við Fréttablaðið það alls ekki útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Spurðir um hvort málið væri þess eðlis að rétt væri að leggja ríkisstjórnarsamstarfið í hættu, ef ekki næðist sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um að draga frumvarpið til baka, sögðust framsóknarmenn telja svo vera. Ekki mætti stefna framtíð flokksins í hættu fyrir það eitt að sátt haldist innan ríkisstjórnarinnar. Flokknum væri mun meiri vandi á höndum ef hann gengi gegn sannfæringu sinni og féllist á sjónarmið Sjálfstæðisflokksins varðandi frumvarpið einungis til þess að afstýra því að ríkisstjórnin falli. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær og Halldór Ásgrímsson var fjarverandi af persónulegum ástæðum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins telja að það strandi einungis á einum manni að samstaða náist um það milli stjórnarflokkanna, Davíð Oddssyni, sem virðist algjörlega óhagganlegur á því að keyra frumvarpið í gegn eins og til stóð. Flokksmenn sögðust í samtali við Fréttablaðið leita pólitískrar lausnar á málinu. "Það er ekkert hægt að segja um þetta mál fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ríkisstjórnarflokkarnir munu auðvitað setjast yfir þá niðurstöðu sem kemur fram eftir vinnu allsherjarnefndar og hvort þá verða leiknir pólitískir leikir eða ekki ætla ég ekki að fullyrða hér um, við verðum bara að sjá til," sagði Guðni Ágústsson. Framsóknarmenn óttast öðru fremur afleiðingar þess fyrir flokkinn ef forseti neiti nýju lögunum staðfestingar. Þeir sögðu það ekki einungis óviðunandi fyrir flokkinn, heldur alla þjóðina, ef upp kæmi þrátefli milli forseta og Alþingis. Framsóknarmenn segja að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sumir hverjir hlynntir því að málið verði lagt til hliðar um hríð vegna þeirrar andstöðu sem um það hefur skapast. Hins vegar séu hendur þeirra bundnar þar til Davíð breyti um skoðun. Stefnt var að því að allsherjarnefnd lyki störfum í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sögðu í samtali við Fréttablaðið það alls ekki útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Spurðir um hvort málið væri þess eðlis að rétt væri að leggja ríkisstjórnarsamstarfið í hættu, ef ekki næðist sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um að draga frumvarpið til baka, sögðust framsóknarmenn telja svo vera. Ekki mætti stefna framtíð flokksins í hættu fyrir það eitt að sátt haldist innan ríkisstjórnarinnar. Flokknum væri mun meiri vandi á höndum ef hann gengi gegn sannfæringu sinni og féllist á sjónarmið Sjálfstæðisflokksins varðandi frumvarpið einungis til þess að afstýra því að ríkisstjórnin falli. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær og Halldór Ásgrímsson var fjarverandi af persónulegum ástæðum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira