Ofurtolluð hollusta Dagur B. Eggertsson skrifar 16. júlí 2004 00:01 Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson Starfsemi nýrrar Lýðheilsustöðvar byrjar af krafti með umræðum um reykingar, forvarnir, offitu og gjöld á sykur og gos. Þær hugmyndir hafa vakið hörð viðbrögð Samtaka iðnaðarins sem von er. Nú þegar er 30 króna vörugjald á hvert kíló sykurs og 8 krónur eru lagðar á hvern gosdrykkjalítra. Einhver gæti sagt að hættulegt væri að hækka þessi gjöld í ljósi þess hversu skattsæknir Íslendingar eru. Þótt nær hvergi séu hærri bensíngjöld á engin þjóð fleiri bíla. Í það minnsta virðist óþarft að hækka þessi gjöld til að efla heilsu. Miklu nær er að hluti núverandi gjalda renni til heilsueflingar. Þannig er fyrirkomulagið þegar áfengi er annars vegar. Svonefnt tappagjald rennur í áfengis- og vímuvarnarsjóð. Heilsuefling á svo vitanlega að beinast að fleiru en sykuráti einu saman. Ástæður offitu eru flóknari en svo. Til að takast á við þau verkefni er jafnframt fyllsta ástæða til að styrkja Lýðheilsustöð. Skattar og gjöld eru þó jafnframt án efa eitt þeirra verkfæra sem beita má til að stuðla að bættri heilsu. Frekar en að hrinda af stað skattahækkunarhrinu í nafni heilsueflingar væri þó miklu nær að endurskoða þær álögur og niðurgreiðslur sem fyrir eru. Alger samstaða er væntanlega um há gjöld á tóbak og tóbaksvörur. Þau mætti jafnvel hækka. Mér er hins vegar til efs að það sama gildi um áfengi. Við leggjum meira en tvöföld gjöld á léttvínslítrann en þær Evrópuþjóðir sem næstar koma. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til að rauðvínsdrykkja sé verndandi gagnvart hjartasjúkdómum. Getur verið við séum að refsa hófdrykkjumönnum vegna aldalangrar misnotkunar þjóðarinnar á áfengi? Steininn tekur þó úr þegar kemur að landbúnaðinum. Þar hefur meginreglan verið sú að ofurtollar eru á hollustu en niðurgreiðsla á fitu. Fyrir tveimur árum urðu raunar löngu tímabærar breytingar á grænmetistollum. Landbúnaðarráðherra gerði þær eftir gagnrýnið álit Samkeppnisstofnunar um þróun grænmetismarkaðar. Grænmeti og ávextir eru þó enn tollaðir. Ennþá eru innflutningstollar á ávaxtasöfum og hollum iðnaðarvörum. Á kjöt og mjólk er nánast innflutningsbann og niðurgreiðslurnar hærri eftir því sem kjötið er feitara. Hvernig væri að bregða heilbrigðisgleraugunum á nefið þegar milljarðastuðningi ríkisins við landbúnað er ráðstafað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Skoðun dagsins - Dagur B. Eggertsson Starfsemi nýrrar Lýðheilsustöðvar byrjar af krafti með umræðum um reykingar, forvarnir, offitu og gjöld á sykur og gos. Þær hugmyndir hafa vakið hörð viðbrögð Samtaka iðnaðarins sem von er. Nú þegar er 30 króna vörugjald á hvert kíló sykurs og 8 krónur eru lagðar á hvern gosdrykkjalítra. Einhver gæti sagt að hættulegt væri að hækka þessi gjöld í ljósi þess hversu skattsæknir Íslendingar eru. Þótt nær hvergi séu hærri bensíngjöld á engin þjóð fleiri bíla. Í það minnsta virðist óþarft að hækka þessi gjöld til að efla heilsu. Miklu nær er að hluti núverandi gjalda renni til heilsueflingar. Þannig er fyrirkomulagið þegar áfengi er annars vegar. Svonefnt tappagjald rennur í áfengis- og vímuvarnarsjóð. Heilsuefling á svo vitanlega að beinast að fleiru en sykuráti einu saman. Ástæður offitu eru flóknari en svo. Til að takast á við þau verkefni er jafnframt fyllsta ástæða til að styrkja Lýðheilsustöð. Skattar og gjöld eru þó jafnframt án efa eitt þeirra verkfæra sem beita má til að stuðla að bættri heilsu. Frekar en að hrinda af stað skattahækkunarhrinu í nafni heilsueflingar væri þó miklu nær að endurskoða þær álögur og niðurgreiðslur sem fyrir eru. Alger samstaða er væntanlega um há gjöld á tóbak og tóbaksvörur. Þau mætti jafnvel hækka. Mér er hins vegar til efs að það sama gildi um áfengi. Við leggjum meira en tvöföld gjöld á léttvínslítrann en þær Evrópuþjóðir sem næstar koma. Nýjustu rannsóknir benda jafnframt til að rauðvínsdrykkja sé verndandi gagnvart hjartasjúkdómum. Getur verið við séum að refsa hófdrykkjumönnum vegna aldalangrar misnotkunar þjóðarinnar á áfengi? Steininn tekur þó úr þegar kemur að landbúnaðinum. Þar hefur meginreglan verið sú að ofurtollar eru á hollustu en niðurgreiðsla á fitu. Fyrir tveimur árum urðu raunar löngu tímabærar breytingar á grænmetistollum. Landbúnaðarráðherra gerði þær eftir gagnrýnið álit Samkeppnisstofnunar um þróun grænmetismarkaðar. Grænmeti og ávextir eru þó enn tollaðir. Ennþá eru innflutningstollar á ávaxtasöfum og hollum iðnaðarvörum. Á kjöt og mjólk er nánast innflutningsbann og niðurgreiðslurnar hærri eftir því sem kjötið er feitara. Hvernig væri að bregða heilbrigðisgleraugunum á nefið þegar milljarðastuðningi ríkisins við landbúnað er ráðstafað?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun