Stórsigur ÍBV á FH 18. júlí 2004 00:01 ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. "Ég hef aldrei skorað fimm mörk áður í deildinni þannig að þetta var áfangi fyrir mig. Þetta lá bara fyrir mér í dag," sagði hæversk Margrét Lára Viðarsdóttir eftir að hún hafði skorað fimm af sjö mörkum Eyjaliðsins í 1-7 sigri á FH í gær. Með sigrinum komst ÍBV -liðið upp fyrir KR í annað sætið og með mörkum fimm er Margrét Lára komin með 18 mörk og sex marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn. "Auðvitað er svo sem hægt að setja sér það markmið að verða markahæst víst að ég er komin svona langt en þetta er ekkert sem er að búa til neina pressu á mig. Það er bara bónus fyrir mig að eignast gullskóinn," sagði hin stórskemmtilega Margrét Lára sem er ekkert búin að gefa Íslandsmeistaratitlinn upp á bátinn. "Ég myndi ekki segja að við værum búnar að missa af titlinum. Við vitum það að Valur þarf bara að misstíga sig einu sinni og þá erum við aftur komnar inn í þetta. Við ætlum bara að klára okkar leiki og sjá síðan til hvað það fleytir okkur langt. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur að tapa fyrir Val en svona er bara fótboltinn og við verðum bara að halda áfram," sagði Margrét Lára en ÍBV er nú fimm stigum á eftir toppliði Vals þegar liðin eiga fimm leiki eftir. Tvö af mörkum Margrétar Láru voru úr vítum og lengi vel gekk Eyjaliðinu illa að opna FH-vörnina. Þegar Margrét Lára innsiglaði þrennu sína missti FH-liðið móðinn og eftirleikurinn var auðveldur. FH-ÍBV 1-7 0–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 13. 1–1 Lind Hrafnsdóttir 28. 1–2 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 39. 1–3 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 62. 1–4 Margrét Lára Viðarsdóttir 72. 1–5 Rachel Kruze 78. 1–6 Olga Færseth 79. 1–7 Margrét Lára Viðarsdóttir 88. Best á vellinum Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 2–39 (1–25) Horn 0–9 Aukaspyrnur fengnar 15–5 Rangstöður 1–5 Mjög góðar Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Góðar Valdís Rögnvaldsdóttir FH Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Rachel Kruze ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Elena Einisdóttir ÍBV Michelle Barr ÍBV Mihairi Gilmour ÍBV Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira
ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. "Ég hef aldrei skorað fimm mörk áður í deildinni þannig að þetta var áfangi fyrir mig. Þetta lá bara fyrir mér í dag," sagði hæversk Margrét Lára Viðarsdóttir eftir að hún hafði skorað fimm af sjö mörkum Eyjaliðsins í 1-7 sigri á FH í gær. Með sigrinum komst ÍBV -liðið upp fyrir KR í annað sætið og með mörkum fimm er Margrét Lára komin með 18 mörk og sex marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn. "Auðvitað er svo sem hægt að setja sér það markmið að verða markahæst víst að ég er komin svona langt en þetta er ekkert sem er að búa til neina pressu á mig. Það er bara bónus fyrir mig að eignast gullskóinn," sagði hin stórskemmtilega Margrét Lára sem er ekkert búin að gefa Íslandsmeistaratitlinn upp á bátinn. "Ég myndi ekki segja að við værum búnar að missa af titlinum. Við vitum það að Valur þarf bara að misstíga sig einu sinni og þá erum við aftur komnar inn í þetta. Við ætlum bara að klára okkar leiki og sjá síðan til hvað það fleytir okkur langt. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur að tapa fyrir Val en svona er bara fótboltinn og við verðum bara að halda áfram," sagði Margrét Lára en ÍBV er nú fimm stigum á eftir toppliði Vals þegar liðin eiga fimm leiki eftir. Tvö af mörkum Margrétar Láru voru úr vítum og lengi vel gekk Eyjaliðinu illa að opna FH-vörnina. Þegar Margrét Lára innsiglaði þrennu sína missti FH-liðið móðinn og eftirleikurinn var auðveldur. FH-ÍBV 1-7 0–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 13. 1–1 Lind Hrafnsdóttir 28. 1–2 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 39. 1–3 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 62. 1–4 Margrét Lára Viðarsdóttir 72. 1–5 Rachel Kruze 78. 1–6 Olga Færseth 79. 1–7 Margrét Lára Viðarsdóttir 88. Best á vellinum Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 2–39 (1–25) Horn 0–9 Aukaspyrnur fengnar 15–5 Rangstöður 1–5 Mjög góðar Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Góðar Valdís Rögnvaldsdóttir FH Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Rachel Kruze ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Elena Einisdóttir ÍBV Michelle Barr ÍBV Mihairi Gilmour ÍBV
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira