Tuskulegur kjóll 19. júlí 2004 00:01 "Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæðaburðinn," segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tuskum sem hangir í Rússlandi Klink og Bank gallerís á myndlistarsýningunni Afleit/Afleidd. "Ég safnaði allavega viskustykkjum, borðtuskum og gólftuskum til að sauma þennan kjól því konur virðast af einhverjum orsökum oft setja sjálfa sig í samhengi við tuskur. Þetta tengist kannski aldargömlu hlutverki konunnar í eldhúsinu og í dag er það enn víða í heiminum þannig að konur lifa mjög náið með tuskunum sínum. Ég er til dæmis að lesa Bóksalann í Kabúl núna og þar fær maður ágætis innsýn inn í hvernig konurnar í Afganistan lifa sínu lífi undir ógnarstjórn talíbana." En hér heima virðist sjálfsímynd margra kvenna líka vera nátengd tuskum. "Stundum virðist ekki skipta neinu máli hversu konur eru mikið puntaðar eða í fínum fötum, maður heyrir þær segja að þeim líði alveg eins undinni tusku eða jafnvel gólftusku. Karlmenn myndu aldrei segja þetta og út frá þessum pælingum kom upp hugmynd hjá mér um tuskudressið, kjól sem konan klæðist og tuskurnar skína alveg í gegn," segir Tinna. "Ég fann eldgömul snið frá þeim tíma þegar konur klæddust víðum kjólum, með hræðilegu munstri og engu sniði og hannaði kjólinn út frá þeim. Ég ólst sjálf upp í Lúxemborg og man sterklega eftir því að langflestar mömmurnar þar klæddust svuntum allan liðlangan daginn þannig að maður sá aldrei fötin sem þær voru í og eldhússvuntan varð að nokkurs konar einkennisbúningi." Tinna sýnir jafnframt risahálsfesti í Klink og Bank. "Ég var mikið að spá í skessum því stundum eru konur kallaðar skessur eða brussur. Oftast er það ef þær haga sér að einhverju leyti öðruvísi en tískublöðin segja þeim að þær eigi að líta út. Ég fékk yfir mig löngun til að hanna skartgrip á skessu og tók því nokkrar trollkúlur og þræddi þeim upp á band." Tíska og hönnun Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæðaburðinn," segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tuskum sem hangir í Rússlandi Klink og Bank gallerís á myndlistarsýningunni Afleit/Afleidd. "Ég safnaði allavega viskustykkjum, borðtuskum og gólftuskum til að sauma þennan kjól því konur virðast af einhverjum orsökum oft setja sjálfa sig í samhengi við tuskur. Þetta tengist kannski aldargömlu hlutverki konunnar í eldhúsinu og í dag er það enn víða í heiminum þannig að konur lifa mjög náið með tuskunum sínum. Ég er til dæmis að lesa Bóksalann í Kabúl núna og þar fær maður ágætis innsýn inn í hvernig konurnar í Afganistan lifa sínu lífi undir ógnarstjórn talíbana." En hér heima virðist sjálfsímynd margra kvenna líka vera nátengd tuskum. "Stundum virðist ekki skipta neinu máli hversu konur eru mikið puntaðar eða í fínum fötum, maður heyrir þær segja að þeim líði alveg eins undinni tusku eða jafnvel gólftusku. Karlmenn myndu aldrei segja þetta og út frá þessum pælingum kom upp hugmynd hjá mér um tuskudressið, kjól sem konan klæðist og tuskurnar skína alveg í gegn," segir Tinna. "Ég fann eldgömul snið frá þeim tíma þegar konur klæddust víðum kjólum, með hræðilegu munstri og engu sniði og hannaði kjólinn út frá þeim. Ég ólst sjálf upp í Lúxemborg og man sterklega eftir því að langflestar mömmurnar þar klæddust svuntum allan liðlangan daginn þannig að maður sá aldrei fötin sem þær voru í og eldhússvuntan varð að nokkurs konar einkennisbúningi." Tinna sýnir jafnframt risahálsfesti í Klink og Bank. "Ég var mikið að spá í skessum því stundum eru konur kallaðar skessur eða brussur. Oftast er það ef þær haga sér að einhverju leyti öðruvísi en tískublöðin segja þeim að þær eigi að líta út. Ég fékk yfir mig löngun til að hanna skartgrip á skessu og tók því nokkrar trollkúlur og þræddi þeim upp á band."
Tíska og hönnun Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira