Aftur hlýtt og bjart um bæinn 20. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Það eru áreiðanlega engar ýkjur að segja að með afturköllun fjölmiðlalaganna sé þungu fargi létt af þjóðinni allri. Þetta mál hefur á undanförnum mánuðum spillt andrúmsloftinu í þjóðfélaginu, skapað erjur milli samherja og vík milli vina, og kallað fram óþægilegar endurminningar þeirra tíma þegar flokkadrættir voru meiri en verið hefur um langt árabil. Því eru takmörk sett hve okkar fámenna þjóðfélag þolir af slíkum átökum. Afturköllunin var viturleg ákvörðun og stækkar þá stjórnmálamenn sem höfðu forystu um hana. Nú hvílir sú skylda á öðrum málsaðilum að leggja sitt af mörkum, hverjum með sínum hætti, til að þjóðlífið jafni sig eftir átökin og tóm gefist til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi úrlausnarefnum sem legið hafa í láginni meðan tekist var á um fjölmiðlalöggjöfina. Vissulega er lögfræðilegur efi um það hvort heimilt sé að víkja sér undan þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til eftir að forseti hefur synjað lögunum staðfestingar. En eins og málum er nú komið er eðlilegast að í stað þess að lagaspekingar þræti um túlkun stjórnarskrárinnar eða málið fari fyrir dómstóla kveði Alþingi sjálft upp úr um völd forsetans og leggi þá niðurstöðu síðan í dóm þjóðarinnar. Verði niðurstaðan sú að leggja til að embætti forseta Íslands verði framvegis eingöngu táknræn tignarstaða, eins og sterk rök hníga að, er óhjákvæmilegt að þjóðinni verði jafnhliða tryggður réttur í stjórnarskrá til að segja álit sitt í umdeildum álitamálum í almennri atkvæðagreiðslu. Verði það ekki gert er hætt við að enginn friður verði um breytingar á stjórnarskránni. Þó að ekki hafi verið uppörvandi að karpa um sama málefnið fram og aftur í þrjá mánuði hafa umræðurnar um fjölmiðlamálið síður en svo verið gagnslausar. Mikilvægast er kannski að umræðurnar hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélagsumræðunni, mótmælaaðgerðum og virkri þátttöku á annan hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki takmarkalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað foringja-, ráðherra- og flokksræðis. Hvort það er stundarárangur en ávinningur til lengri tíma er of snemmt að segja til um. En yfir lyktum málsins eins og þau blasa nú við er tilefni til að gleðjast og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni sem kvað:Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar,því vorið kemur sunnan yfir sæinn.Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar.Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,að jafnvel gamlir símastaurar syngjaí sólskininu og verða grænir aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Það eru áreiðanlega engar ýkjur að segja að með afturköllun fjölmiðlalaganna sé þungu fargi létt af þjóðinni allri. Þetta mál hefur á undanförnum mánuðum spillt andrúmsloftinu í þjóðfélaginu, skapað erjur milli samherja og vík milli vina, og kallað fram óþægilegar endurminningar þeirra tíma þegar flokkadrættir voru meiri en verið hefur um langt árabil. Því eru takmörk sett hve okkar fámenna þjóðfélag þolir af slíkum átökum. Afturköllunin var viturleg ákvörðun og stækkar þá stjórnmálamenn sem höfðu forystu um hana. Nú hvílir sú skylda á öðrum málsaðilum að leggja sitt af mörkum, hverjum með sínum hætti, til að þjóðlífið jafni sig eftir átökin og tóm gefist til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi úrlausnarefnum sem legið hafa í láginni meðan tekist var á um fjölmiðlalöggjöfina. Vissulega er lögfræðilegur efi um það hvort heimilt sé að víkja sér undan þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til eftir að forseti hefur synjað lögunum staðfestingar. En eins og málum er nú komið er eðlilegast að í stað þess að lagaspekingar þræti um túlkun stjórnarskrárinnar eða málið fari fyrir dómstóla kveði Alþingi sjálft upp úr um völd forsetans og leggi þá niðurstöðu síðan í dóm þjóðarinnar. Verði niðurstaðan sú að leggja til að embætti forseta Íslands verði framvegis eingöngu táknræn tignarstaða, eins og sterk rök hníga að, er óhjákvæmilegt að þjóðinni verði jafnhliða tryggður réttur í stjórnarskrá til að segja álit sitt í umdeildum álitamálum í almennri atkvæðagreiðslu. Verði það ekki gert er hætt við að enginn friður verði um breytingar á stjórnarskránni. Þó að ekki hafi verið uppörvandi að karpa um sama málefnið fram og aftur í þrjá mánuði hafa umræðurnar um fjölmiðlamálið síður en svo verið gagnslausar. Mikilvægast er kannski að umræðurnar hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélagsumræðunni, mótmælaaðgerðum og virkri þátttöku á annan hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki takmarkalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað foringja-, ráðherra- og flokksræðis. Hvort það er stundarárangur en ávinningur til lengri tíma er of snemmt að segja til um. En yfir lyktum málsins eins og þau blasa nú við er tilefni til að gleðjast og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni sem kvað:Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar,því vorið kemur sunnan yfir sæinn.Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar.Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,að jafnvel gamlir símastaurar syngjaí sólskininu og verða grænir aftur.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun