Innlent

Íslendingar með mikið keppnisskap

Íslendingar eru í hópi þeirra Evrópuþjóða sem hafa hvað mest keppnisskap. Þetta kemur fram í könnun sem Visa Europe lét gera nýlega í átta ríkjum álfunnar í tilefni Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Aþenu í næsta mánuði. Könnunin var framkvæmd af Gallup og var hringt í tæplega 1800 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. Svarhlutfallið var ríflega 62 prósent en m.a. var spurt um hvort og hvaða markmið viðmælendur settu sér í lífinu, hvort þeir væru vanir að ná þeim og hver viðbrögð þeirra væru þegar þeim mistækist það. Könnunin leiddi í ljós að 78 prósent svarenda hér á landi sögðust setja sér markmið og ná þeim iðulega eða alltaf. Þetta er mun hærra hlutfall en kom fram í öðrum löndum en hæst var það í Grikklandi eða 81 prósent. Útkoman var hins vegar lökust í Portúgal.   



Fleiri fréttir

Sjá meira


×