Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2025 19:32 Þrír nefndarmanna sjást hér á kynningunni í dag. Frá vinstri Dóra Hjálmarsdóttir rafmagnsverkfræðingu, Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur og Sonja Hjördís Berndsen lögmaður hjá embætti ríkislögmanns. Vísir/Lýður Valberg Ljósi er varpað á málsatvik í tengslum við snjóflóðið í Súðavík í skýrslu rannsóknarnefndar sem var kynnt í dag. Formaður nefndarinnar segir hægt að draga lærdóm af skýrslunni. Snjóflóðið féll á Súðavík aðfaranótt 16. janúar 1995. Sextán hús urðu fyrir flóðinu og létust fjórtán, þar af átta börn. Í kjölfar flóðsins kölluðu aðstandendur og ástvinir þeirra sem létust eftir því að aðdragandi og eftirmál snjóflóðsins væru rannsökuð. Rannsóknanefnd var skipuð á síðasta ári og skilaði skýrslu sinni í dag. Hlutverk nefndarinnar var meðal annars að skoða hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir og hættumat, framkvæmd almannavarnaraðgerða sem og eftirfylgni stjórnvalda. Kostnaður hafði áhrif á byggingu varnargarða Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að skýrsla um varnargarða, sem tilbúin var sumarið 1993 hafi ekki verið fylgt eftir. Á blaðamannafundinum sagði formaður nefndarinnar að kostnaður vegna byggingar varna verði að teljast líklegustu skýringuna af hverju ekki varð af byggingu þeirra. Einnig er skrifað um hvernig hættumat snjóflóða hafi í raun orðið að pólitískum málum í sveitarstjórnum almennt. Heimamenn í sveitarfélögum, þar sem snjóflóðahætta hafi verið fyrir hendi, hafi haft sínar skoðanir og jafnvel viljað breyta og færa til hættulínur. Sömuleiðis haft áhyggjur af því hvaða áhrif hættumat hefði á skipulagsmál og verðþróun fasteigna. Nefndarmaður rannsóknanefndar sagði, eftir spurningu frá aðstandanda í lok fundarins í dag, tíðarandann hafa verið að gera lítið úr hættu og draga í efa hættulínu snjóflóða. Menn hafi einfaldlega verið í afneitun. Greindi á um hvort upplýst hafi verið um hættu Langur kafli er í skýrslunni er um samskipti aðila, sem sæti áttu í almannavarnanefnd Súðavíkur, aðfaranótt 16. janúar 1995. Sérstaklega er nefnt að tvö atriði hafi borið í milli í frásögnum nefndarmanna og þar er meðal annars byggt á greinargerðum úr skýrslu Almannavarnarnefndar ríkisins frá því apríl 1995. Í fyrsta lagi hélt sveitarstjórinn Sigríður Hrönn Elíasdóttir því fram að Heiðar Guðbrandsson, snjóathugunarmaður, hefði aldrei nefnt áhyggjur af „ytra svæðinu“ í samtölum þeirra á milli. Þetta er öfugt við það sem Heiðar sagði sjálfur en hvorki Sigríður Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri kváðust hafa upplýsingar um mögulega hættu á því svæði. Finnur Þór Vilhjálmsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, ræðir hér við gesti á kynningunni í dag.Vísir/Lýður Valberg Magnús Már Magnússon frá Veðurstofu Íslands kvaðst í sinni skýrslu hins vegar hafa rætt við Heiðar, Sigríði Hrönn og Ólaf Helga um áðurnefnda hættu. Þá greindi þau Sigríði Hrönn og Ólaf Helga um fundartíma almannavarnarnefndar og hvort Ólafur Helgi hafi fyrirskipað að fundi nefndarinnar yrði frestað til 8:00 um morguninn þann 16. janúar. Ólafur Helgi kvaðst hafa fyrirskipað Sigríði Hrönn að efna til fundar innan nefndarinnar símleiðis þá strax um nóttina og bóka um ákvarðanir þegar hægt væri að halda fund. Orð gegn orði Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að af þeim gögnum sem liggja fyrir endurspeglist samskiptaörðugleikar og að því er virðist misskilningur um boðleiðir innan nefndarinnar og þetta hafi haft áhrif á störf, ákvarðanir og aðgerðir almannavarnarnefndar Súðavíkur um nóttina. Ljóst megi telja að af því sem fram hefur komið við rannsóknina, að upplýsingum um að snjóflóðahætta væri að skapast á ytra svæðinu var ekki komið til Almannavarnarnefndar ríkisins, og að orð standi gegn orði um hvort þeim upplýsingum hafi verið komið á framfæri við lögreglustjóra og sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Ljóst er þó að ekki voru öll hús á hættusvæði rýmd. Þess má geta að bæði Magnús Már og Ólafur Helgi gáfu skýrslu fyrir rannsóknarnefndinni en Sigríður Hrönn og Heiðar voru bæði látin þegar nefndin hóf störf og byggir vitnisburður þeirra því á fyrri frásögnum og skýrslum. Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Snjóflóðin í Súðavík 1995 Súðavíkurhreppur Alþingi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Snjóflóðið féll á Súðavík aðfaranótt 16. janúar 1995. Sextán hús urðu fyrir flóðinu og létust fjórtán, þar af átta börn. Í kjölfar flóðsins kölluðu aðstandendur og ástvinir þeirra sem létust eftir því að aðdragandi og eftirmál snjóflóðsins væru rannsökuð. Rannsóknanefnd var skipuð á síðasta ári og skilaði skýrslu sinni í dag. Hlutverk nefndarinnar var meðal annars að skoða hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir og hættumat, framkvæmd almannavarnaraðgerða sem og eftirfylgni stjórnvalda. Kostnaður hafði áhrif á byggingu varnargarða Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að skýrsla um varnargarða, sem tilbúin var sumarið 1993 hafi ekki verið fylgt eftir. Á blaðamannafundinum sagði formaður nefndarinnar að kostnaður vegna byggingar varna verði að teljast líklegustu skýringuna af hverju ekki varð af byggingu þeirra. Einnig er skrifað um hvernig hættumat snjóflóða hafi í raun orðið að pólitískum málum í sveitarstjórnum almennt. Heimamenn í sveitarfélögum, þar sem snjóflóðahætta hafi verið fyrir hendi, hafi haft sínar skoðanir og jafnvel viljað breyta og færa til hættulínur. Sömuleiðis haft áhyggjur af því hvaða áhrif hættumat hefði á skipulagsmál og verðþróun fasteigna. Nefndarmaður rannsóknanefndar sagði, eftir spurningu frá aðstandanda í lok fundarins í dag, tíðarandann hafa verið að gera lítið úr hættu og draga í efa hættulínu snjóflóða. Menn hafi einfaldlega verið í afneitun. Greindi á um hvort upplýst hafi verið um hættu Langur kafli er í skýrslunni er um samskipti aðila, sem sæti áttu í almannavarnanefnd Súðavíkur, aðfaranótt 16. janúar 1995. Sérstaklega er nefnt að tvö atriði hafi borið í milli í frásögnum nefndarmanna og þar er meðal annars byggt á greinargerðum úr skýrslu Almannavarnarnefndar ríkisins frá því apríl 1995. Í fyrsta lagi hélt sveitarstjórinn Sigríður Hrönn Elíasdóttir því fram að Heiðar Guðbrandsson, snjóathugunarmaður, hefði aldrei nefnt áhyggjur af „ytra svæðinu“ í samtölum þeirra á milli. Þetta er öfugt við það sem Heiðar sagði sjálfur en hvorki Sigríður Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri kváðust hafa upplýsingar um mögulega hættu á því svæði. Finnur Þór Vilhjálmsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, ræðir hér við gesti á kynningunni í dag.Vísir/Lýður Valberg Magnús Már Magnússon frá Veðurstofu Íslands kvaðst í sinni skýrslu hins vegar hafa rætt við Heiðar, Sigríði Hrönn og Ólaf Helga um áðurnefnda hættu. Þá greindi þau Sigríði Hrönn og Ólaf Helga um fundartíma almannavarnarnefndar og hvort Ólafur Helgi hafi fyrirskipað að fundi nefndarinnar yrði frestað til 8:00 um morguninn þann 16. janúar. Ólafur Helgi kvaðst hafa fyrirskipað Sigríði Hrönn að efna til fundar innan nefndarinnar símleiðis þá strax um nóttina og bóka um ákvarðanir þegar hægt væri að halda fund. Orð gegn orði Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að af þeim gögnum sem liggja fyrir endurspeglist samskiptaörðugleikar og að því er virðist misskilningur um boðleiðir innan nefndarinnar og þetta hafi haft áhrif á störf, ákvarðanir og aðgerðir almannavarnarnefndar Súðavíkur um nóttina. Ljóst megi telja að af því sem fram hefur komið við rannsóknina, að upplýsingum um að snjóflóðahætta væri að skapast á ytra svæðinu var ekki komið til Almannavarnarnefndar ríkisins, og að orð standi gegn orði um hvort þeim upplýsingum hafi verið komið á framfæri við lögreglustjóra og sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Ljóst er þó að ekki voru öll hús á hættusvæði rýmd. Þess má geta að bæði Magnús Már og Ólafur Helgi gáfu skýrslu fyrir rannsóknarnefndinni en Sigríður Hrönn og Heiðar voru bæði látin þegar nefndin hóf störf og byggir vitnisburður þeirra því á fyrri frásögnum og skýrslum.
Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Snjóflóðin í Súðavík 1995 Súðavíkurhreppur Alþingi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira