Lifandi hreyfing 13. október 2005 14:31 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þótt það hljómi kannski ótrúlega í eyrum einhverra var sú tíð að ýmsir núverandi forystumenn þjóðarinnar voru reiðir ungir menn og hneykslaðar ungar konur; fannst umbætur í þjóðfélaginu ganga of seint fyrir sig, kvörtuðu yfir stöðnun og hugmyndaleysi, deildu á þáverandi valdhafa og létu jafnvel ögrandi orð falla. Fyrir því eru traustar sögulegar heimildir að í hópi ungs fólks sem lét að sér kveða með slíkum hætti í þjóðmálaumræðunni á áttunda áratugnum hafi verið Davíð Oddsson núverandi forsætisráðherra og ýmsir samstarfsmenn hans, svo sem Geir Haarde, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þáverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu áhyggjur af því að "uppreisn frjálshyggjunnar" í flokknum, eins og hreyfingin var gjarnan nefnd, gæti haft vandræði í för með sér. Þeir voru líklega búnir að gleyma því að einu sinni voru þeir sjálfir ungir og vígreifir; að átök kynslóða og togstreita um hugmyndir, áherslur og vinnubrögð eru eðlilegur og óhjákvæmilegur þáttur í stjórnmálahreyfingu sem ætlar ekki að daga uppi. Fylkingin, sem vann glæsilegan sigur í stjórnarkjöri í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á laugardaginn, er skipuð ungu fólki sem haft hefur efasemdir um ýmislegt sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á undanförnum mánuðum, þar á meðal fjölmiðlafrumvarpið. Það er tímanna tákn að viðhorf þess hafa ekki síst birst á netinu og hefur eitt fjörlegasta pólitíska vefritið, Deiglan, verið vettvangur þess. Þetta er nútímafólk sem vill að Sjálfstæðisflokkurinn haldi í heiðri hugsjónir sínar og fyrirheit en láti valdapólitík ekki stýra för meira en eðlilegt er. Hópurinn, sem beið lægri hlut í Heimdallarkosningunni, er í sjálfu sér ekki á öndverðum meiði við sigurvegarana í neinu sem getur talist grundvallaratriði en liggur undir ámæli fyrir að hafa dregið taum flokksforystunnar um of og ekki tekist að skapa nægilega sterka stemningu úti í þjóðfélaginu í kringum unglingahreyfinguna og hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar. Sumum finnst einkennilegt að fréttir af stjórnarkjöri í stjórnmálafélagi ungs fólks í Reykjavík skuli rata með áberandi hætti í fréttir fjölmiðla. En þá horfa menn fram hjá því að félagið sem um ræðir hefur um árabil verið ein öflugustu og virkustu stjórnmálasamtök landsins. Það má jafnvel tala um það sem hreyfilinn í flokksvél sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það kýs fjölda fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og getur þannig ráðið miklu um það hvaða einstaklingar eru kjörnir í forystustörf í flokknum. Og það getur haft mikil áhrif á það hverjir veljast til þingmennsku. Margir ímynda sér að átök um menn og málefni í stjórnmálaflokki séu vísbending um að flokkurinn eigi í vanda og sé jafnvel í hættu staddur. Þetta er mikill misskilningur. Átök eru vottur um lifandi stjórnmálastarf, hugmyndir í deiglu, merki um þrótt og sóknarhug. Enginn er ánægður með að tapa kosningum en ekki er ástæða til að ætla að úrslit stjórnarkjörsins í Heimdalli eigi eftir að veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa gjá á milli hópa ungs fólks innan hans. Miklu líklegra er að niðurstaðan eigi eftir að styrkja flokkinn og bæta hann og skapa honum ný sóknarfæri meðal kjósenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þótt það hljómi kannski ótrúlega í eyrum einhverra var sú tíð að ýmsir núverandi forystumenn þjóðarinnar voru reiðir ungir menn og hneykslaðar ungar konur; fannst umbætur í þjóðfélaginu ganga of seint fyrir sig, kvörtuðu yfir stöðnun og hugmyndaleysi, deildu á þáverandi valdhafa og létu jafnvel ögrandi orð falla. Fyrir því eru traustar sögulegar heimildir að í hópi ungs fólks sem lét að sér kveða með slíkum hætti í þjóðmálaumræðunni á áttunda áratugnum hafi verið Davíð Oddsson núverandi forsætisráðherra og ýmsir samstarfsmenn hans, svo sem Geir Haarde, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þáverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu áhyggjur af því að "uppreisn frjálshyggjunnar" í flokknum, eins og hreyfingin var gjarnan nefnd, gæti haft vandræði í för með sér. Þeir voru líklega búnir að gleyma því að einu sinni voru þeir sjálfir ungir og vígreifir; að átök kynslóða og togstreita um hugmyndir, áherslur og vinnubrögð eru eðlilegur og óhjákvæmilegur þáttur í stjórnmálahreyfingu sem ætlar ekki að daga uppi. Fylkingin, sem vann glæsilegan sigur í stjórnarkjöri í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á laugardaginn, er skipuð ungu fólki sem haft hefur efasemdir um ýmislegt sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á undanförnum mánuðum, þar á meðal fjölmiðlafrumvarpið. Það er tímanna tákn að viðhorf þess hafa ekki síst birst á netinu og hefur eitt fjörlegasta pólitíska vefritið, Deiglan, verið vettvangur þess. Þetta er nútímafólk sem vill að Sjálfstæðisflokkurinn haldi í heiðri hugsjónir sínar og fyrirheit en láti valdapólitík ekki stýra för meira en eðlilegt er. Hópurinn, sem beið lægri hlut í Heimdallarkosningunni, er í sjálfu sér ekki á öndverðum meiði við sigurvegarana í neinu sem getur talist grundvallaratriði en liggur undir ámæli fyrir að hafa dregið taum flokksforystunnar um of og ekki tekist að skapa nægilega sterka stemningu úti í þjóðfélaginu í kringum unglingahreyfinguna og hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar. Sumum finnst einkennilegt að fréttir af stjórnarkjöri í stjórnmálafélagi ungs fólks í Reykjavík skuli rata með áberandi hætti í fréttir fjölmiðla. En þá horfa menn fram hjá því að félagið sem um ræðir hefur um árabil verið ein öflugustu og virkustu stjórnmálasamtök landsins. Það má jafnvel tala um það sem hreyfilinn í flokksvél sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það kýs fjölda fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og getur þannig ráðið miklu um það hvaða einstaklingar eru kjörnir í forystustörf í flokknum. Og það getur haft mikil áhrif á það hverjir veljast til þingmennsku. Margir ímynda sér að átök um menn og málefni í stjórnmálaflokki séu vísbending um að flokkurinn eigi í vanda og sé jafnvel í hættu staddur. Þetta er mikill misskilningur. Átök eru vottur um lifandi stjórnmálastarf, hugmyndir í deiglu, merki um þrótt og sóknarhug. Enginn er ánægður með að tapa kosningum en ekki er ástæða til að ætla að úrslit stjórnarkjörsins í Heimdalli eigi eftir að veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa gjá á milli hópa ungs fólks innan hans. Miklu líklegra er að niðurstaðan eigi eftir að styrkja flokkinn og bæta hann og skapa honum ný sóknarfæri meðal kjósenda.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun