Hin raunverulega þjóðhátíð 18. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er ósennilegt að nafn Reykjavíkurlistans verði í framtíðinni fremur tengt hugmyndinni um menningarnótt í höfuðborginni en sérstökum afrekum meirihluta borgarstjórnar í skipulagsmálum, fjármálastjórn eða félagsþjónustu. Frá því að efnt var til þessarar dagskrár í fyrsta sinn árið 1996 hefur hún unnið hug og hjörtu borgarbúa sem þyrpst hafa þúsundum saman í miðborgina til að njóta þeirra viðburða sem á boðstólum eru og þess sérstaka andrúmslofts sem tekist hefur að skapa á hátíðinni. Dagskrá menningarnætur - eða menningardags eins og nær væri að kalla hana - virðist ætla að verða óvenju fjölbreytt um næstu helgi. Skemmtilegt er að sjá hugmyndaauðgina sem birtist í Tilfinningatorgi, Skáldaati, Þjónahlaupi og Draugasögugöngu svo nefndir séu örfáir nýstárlegir dagskrárliðir með forvitnilegum nöfnum en annars skipta atriðin sem velja má um hundruðum. Við blasir að allir sem leggja hönd á plóginn gera það sönnum metnaði og áhuga sem kemur að innan og á rætur í löngunartilfinningu en ekki tómri skyldrækni. Hundrað þúsund manns komu í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Vænta má annars eins fjölda um næstu helgi. Eru þó ekki liðnir nema um tíu dagar síðan fjörutíu þúsund manns tóku þátt í annarri velheppnaðri veislu í miðborginni, hátíð samkynhneigðra. Athyglisvert er að mun meiri og almennari þátttaka hefur verið í viðburðum menningarnætur undanfarin ár en þjóðhátíð sautjánda júní. Margir þykjast líka merkja að stemningin á þessum tveimur hátíðum sé gerólík. Í raun sé nær að tala um menningarnótt sem hina eiginlegu þjóðhátíð stórs hluta landsmanna sem búsettur er á Suðvesturlandi. Ekki dylst neinum sem gengur um miðborgina að fólk er almennt afslappaðra, glaðara og eftirvæntingarfyllra en á þjóðhátíðinni sem ekki virðist ætla að losna við yfirbragð formfestu og viðhafnarleika. Þjóðhátíðin er í stífpressuðum sparibúningi og virðist ætlast til þess að almenningur sé það líka öndvert við menningarnóttina sem er í þægilegum hversdagsfötum og sér ekkert athugavert við að gestirnir klæði sig og hagi sér eins og þeim fellur best. Einhverjir kunna að vera hugsi yfir þeirri þróun að menningarnótt og aðrar samkomur af sama tagi skyggi á þjóðhátíðina sautjánda júní. Telja kannski að það skapi hættu fyrir sjálfstæði okkar og samheldni. Raddir hafa heyrst um að efla þurfi samkomuhald á fullveldisdaginn 1. desember sem eitt sinn var vinsæll hátíðisdagur. En þetta er á misskilningi byggt. Þjóðrækni og samheldni verður ekki viðhaldið með opinberu tyllidagahaldi eða fyrirmannasamkomum heldur liggja rætur hvors tveggja í sannri tilfinningu fólksins í landinu. Ef það er rétt að sautjándi júní sé smám saman að hopa undan Menningarnótt er það eðlileg þróun sem stafar af veruleika nýs tíma. Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið og hugmyndaheimur hennar er aðeins til í sögubókum fyrir allan þorra Íslendinga. Nýjar kynslóðir hafa ný umhugsunar- og úrlausnarefni og nýjar hugsjónir. Fremur er ástæða til að fagna því að landsmenn skuli hafa skapað sér nýjan vettvang þar sem þeir geta blandað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er ósennilegt að nafn Reykjavíkurlistans verði í framtíðinni fremur tengt hugmyndinni um menningarnótt í höfuðborginni en sérstökum afrekum meirihluta borgarstjórnar í skipulagsmálum, fjármálastjórn eða félagsþjónustu. Frá því að efnt var til þessarar dagskrár í fyrsta sinn árið 1996 hefur hún unnið hug og hjörtu borgarbúa sem þyrpst hafa þúsundum saman í miðborgina til að njóta þeirra viðburða sem á boðstólum eru og þess sérstaka andrúmslofts sem tekist hefur að skapa á hátíðinni. Dagskrá menningarnætur - eða menningardags eins og nær væri að kalla hana - virðist ætla að verða óvenju fjölbreytt um næstu helgi. Skemmtilegt er að sjá hugmyndaauðgina sem birtist í Tilfinningatorgi, Skáldaati, Þjónahlaupi og Draugasögugöngu svo nefndir séu örfáir nýstárlegir dagskrárliðir með forvitnilegum nöfnum en annars skipta atriðin sem velja má um hundruðum. Við blasir að allir sem leggja hönd á plóginn gera það sönnum metnaði og áhuga sem kemur að innan og á rætur í löngunartilfinningu en ekki tómri skyldrækni. Hundrað þúsund manns komu í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Vænta má annars eins fjölda um næstu helgi. Eru þó ekki liðnir nema um tíu dagar síðan fjörutíu þúsund manns tóku þátt í annarri velheppnaðri veislu í miðborginni, hátíð samkynhneigðra. Athyglisvert er að mun meiri og almennari þátttaka hefur verið í viðburðum menningarnætur undanfarin ár en þjóðhátíð sautjánda júní. Margir þykjast líka merkja að stemningin á þessum tveimur hátíðum sé gerólík. Í raun sé nær að tala um menningarnótt sem hina eiginlegu þjóðhátíð stórs hluta landsmanna sem búsettur er á Suðvesturlandi. Ekki dylst neinum sem gengur um miðborgina að fólk er almennt afslappaðra, glaðara og eftirvæntingarfyllra en á þjóðhátíðinni sem ekki virðist ætla að losna við yfirbragð formfestu og viðhafnarleika. Þjóðhátíðin er í stífpressuðum sparibúningi og virðist ætlast til þess að almenningur sé það líka öndvert við menningarnóttina sem er í þægilegum hversdagsfötum og sér ekkert athugavert við að gestirnir klæði sig og hagi sér eins og þeim fellur best. Einhverjir kunna að vera hugsi yfir þeirri þróun að menningarnótt og aðrar samkomur af sama tagi skyggi á þjóðhátíðina sautjánda júní. Telja kannski að það skapi hættu fyrir sjálfstæði okkar og samheldni. Raddir hafa heyrst um að efla þurfi samkomuhald á fullveldisdaginn 1. desember sem eitt sinn var vinsæll hátíðisdagur. En þetta er á misskilningi byggt. Þjóðrækni og samheldni verður ekki viðhaldið með opinberu tyllidagahaldi eða fyrirmannasamkomum heldur liggja rætur hvors tveggja í sannri tilfinningu fólksins í landinu. Ef það er rétt að sautjándi júní sé smám saman að hopa undan Menningarnótt er það eðlileg þróun sem stafar af veruleika nýs tíma. Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið og hugmyndaheimur hennar er aðeins til í sögubókum fyrir allan þorra Íslendinga. Nýjar kynslóðir hafa ný umhugsunar- og úrlausnarefni og nýjar hugsjónir. Fremur er ástæða til að fagna því að landsmenn skuli hafa skapað sér nýjan vettvang þar sem þeir geta blandað
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun