Rúnar náði sjöunda sætinu 22. ágúst 2004 00:01 Rúnar Alexandersson sýndi frábæra takta á bogahestinum í Aþenu í gær er hann tók þátt í úrslitum á áhaldinu. Rúnar var ákaflega yfirvegaður og öruggur og skilaði æfingunni sinni nánast fullkomlega frá sér. Kom því á óvart hversu lága einkunn hann fékk – 9,725 – en þessa einkunn getur hann þakkað úkraínska dómaranum sem var ekki beint sanngjarn við Rúnar og gaf honum 9,65 í einkunn. Lokaeinkunnin fleytti Rúnari í sjöunda sætið – átta voru í úrslitum – sem er stórkostlegur árangur enda langur vegur frá því að það sé sjálfgefið að komast í úrslit. Rúnar var himinlifandi með sjálfan sig eftir að keppni lauk en ekki sáttur við sætið. „Mér líður mjög vel. Ég er ekki ánægður með sætið en ég var verulega ánægður með æfingarnar mínar enda gengu þær mjög vel og ekkert vandamál,“ sagði Rúnar skælbrosandi en æfingarnar hjá honum í úrslitunum gengu mun betur en í undankeppninni. Þrátt fyrir það fékk hann lægri einkunn í úrslitunum, sem er afar furðulegt. Rúnar telur að það að vera frá Íslandi hafi talsverð áhrif á dómarana. Besta sería á ævinni „Dómarinn vildi ekki gefa mér neitt. Þeir gefa bara stóru löndunum góðar einkunnir. Það er eins og það sé ekki neitt að vera frá Íslandi. Þeir spyrja bara hvort það séu stundaðir fimleikar á Íslandi og vita vart hvar þetta land er. Mig grunar að það hafi haft áhrif því ég átti pottþétt að fá hærri einkunn þar sem ég var miklu betri núna en síðast,“ sagði Rúnar svolítið sár en var þó feginn að enda ekki neðstur í úrslitunum. „Þetta var besta sería sem ég hef gert á bogahesti á ævinni. Mér leið rosalega vel og var sama sem ekkert stressaður. Bara örlítið stressaður eins og gengur og gerist. Ég fann fyrir pínu stressi áður en ég fór af stað en um leið og ég var kominn upp á hestinn hugsaði ég bara um að klára æfinguna með stæl. Ég er verulega ánægður með þessa ólympíuleika og hvernig mér gekk. Það gekk allt upp hjá mér og því get ég ekki kvartað,“ sagði Rúnar Alexandersson en það var Kínverjinn Haibin Teng sem hreppti gullið með 9,837 í einkunn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Rúnar Alexandersson sýndi frábæra takta á bogahestinum í Aþenu í gær er hann tók þátt í úrslitum á áhaldinu. Rúnar var ákaflega yfirvegaður og öruggur og skilaði æfingunni sinni nánast fullkomlega frá sér. Kom því á óvart hversu lága einkunn hann fékk – 9,725 – en þessa einkunn getur hann þakkað úkraínska dómaranum sem var ekki beint sanngjarn við Rúnar og gaf honum 9,65 í einkunn. Lokaeinkunnin fleytti Rúnari í sjöunda sætið – átta voru í úrslitum – sem er stórkostlegur árangur enda langur vegur frá því að það sé sjálfgefið að komast í úrslit. Rúnar var himinlifandi með sjálfan sig eftir að keppni lauk en ekki sáttur við sætið. „Mér líður mjög vel. Ég er ekki ánægður með sætið en ég var verulega ánægður með æfingarnar mínar enda gengu þær mjög vel og ekkert vandamál,“ sagði Rúnar skælbrosandi en æfingarnar hjá honum í úrslitunum gengu mun betur en í undankeppninni. Þrátt fyrir það fékk hann lægri einkunn í úrslitunum, sem er afar furðulegt. Rúnar telur að það að vera frá Íslandi hafi talsverð áhrif á dómarana. Besta sería á ævinni „Dómarinn vildi ekki gefa mér neitt. Þeir gefa bara stóru löndunum góðar einkunnir. Það er eins og það sé ekki neitt að vera frá Íslandi. Þeir spyrja bara hvort það séu stundaðir fimleikar á Íslandi og vita vart hvar þetta land er. Mig grunar að það hafi haft áhrif því ég átti pottþétt að fá hærri einkunn þar sem ég var miklu betri núna en síðast,“ sagði Rúnar svolítið sár en var þó feginn að enda ekki neðstur í úrslitunum. „Þetta var besta sería sem ég hef gert á bogahesti á ævinni. Mér leið rosalega vel og var sama sem ekkert stressaður. Bara örlítið stressaður eins og gengur og gerist. Ég fann fyrir pínu stressi áður en ég fór af stað en um leið og ég var kominn upp á hestinn hugsaði ég bara um að klára æfinguna með stæl. Ég er verulega ánægður með þessa ólympíuleika og hvernig mér gekk. Það gekk allt upp hjá mér og því get ég ekki kvartað,“ sagði Rúnar Alexandersson en það var Kínverjinn Haibin Teng sem hreppti gullið með 9,837 í einkunn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira