Veljum hagkvæmt 27. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Landsátakið "Veljum íslenskt - og allir vinna", sem hófst í byrjun vikunnar, á hugmyndalega rætur að rekja til "Íslensku vikunnar" í byrjun kreppunnar á fjórða áratugnum þegar það var ríkjandi skoðun að besta leiðin til að skapa atvinnu og betri lífskjör í landinu fælist í því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um framleiðslu á sem flestum sviðum. Hinn erlenda gjaldeyri, sem þjóðin fékk fyrir útflutningsvörur sínar, átti aðeins að nota til "þarflegra" innkaupa að ráði hinna bestu manna. Þetta þótti boðleg speki á hagstjórnarárum hafta og styrkja en er það ekki lengur þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að leiðin til hagsældar felst í frjálsum og óheftum viðskiptum þjóða í milli. Eru raunar fáar þjóðir jafn háðar greiðum alþjóðaviðskiptum og við Íslendingar. Athyglisvert er að litlar opinberar umræður hafa orðið um þetta framtak sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Bændasamtökin standa fyrir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna kallaði það "gamaldags áróður" í útvarpsviðtali en fáir aðrir hafa lagt orð í belg. Sérstaklega er tekið eftir því að stjórnmálamenn virðast ekki telja sig hafa neitt til málanna að leggja, ef undan eru skildir Framsóknarráðherrarnir tveir sem tóku þátt í að hrinda átakinu úr vör. Skýringin er líklega sú að þetta þykir óþægilegt mál og er vandmeðfarið; allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu byggir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda framleiðslu- og þjónustustarfsemi. Enginn, síst af öllum stjórnmálamenn, vill heldur láta saka sig um skort á þjóðhollustu sem segja má að sé dulbúin réttlæting átaksins. Ekki skal dregið úr mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir velferð þjóðarinnar. Rekja má um fimmtung verðmætasköpunar í landinu til íslensks iðnaðar, þaðan kemur einnig fimmtungur útflutningsteknanna og þar vinnur fimmtungur vinnufærra manna. En þessi starfsemi þrífst og dafnar við skilyrði frjáls innflutnings og alþjóðlegrar samkeppni. Hún nýtur ekki sérréttinda eða sérkjara eins og þekktist fyrr á árum. Um leið og eitthvað slíkt fer að verða á dagskrá er hættunni boðið heim. Þá eru kröfur um arðsemi og eðlilegar rekstrarforsendur ekki lengur leiðarljósið. Hættan við átak eins og "Veljum íslenskt" er einmitt sú að menn freistist til að vilja styðja ýmiss konar innlenda atvinnustarfsemi hennar sjálfrar vegna, af einhvers konar þjóðernislegum ástæðum, en ekki vegna þess að hún eigi sér raunverulegar rekstrarforsendur. Eðlilegra kjörorð neytenda er "Veljum hagkvæmt". Það er líka vænlegra til raunverulegs árangurs. Það má líka velta því fyrir sér hvort hin beina tenging átaksins við atvinnuleysi í landinu sé rétt leið til að styrkja ímynd íslenskrar atvinnustarfsemi. Atvinnuleysið er brýnt úrlausnarefni atvinnulífsins en rekstur sem stendur undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Landsátakið "Veljum íslenskt - og allir vinna", sem hófst í byrjun vikunnar, á hugmyndalega rætur að rekja til "Íslensku vikunnar" í byrjun kreppunnar á fjórða áratugnum þegar það var ríkjandi skoðun að besta leiðin til að skapa atvinnu og betri lífskjör í landinu fælist í því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um framleiðslu á sem flestum sviðum. Hinn erlenda gjaldeyri, sem þjóðin fékk fyrir útflutningsvörur sínar, átti aðeins að nota til "þarflegra" innkaupa að ráði hinna bestu manna. Þetta þótti boðleg speki á hagstjórnarárum hafta og styrkja en er það ekki lengur þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að leiðin til hagsældar felst í frjálsum og óheftum viðskiptum þjóða í milli. Eru raunar fáar þjóðir jafn háðar greiðum alþjóðaviðskiptum og við Íslendingar. Athyglisvert er að litlar opinberar umræður hafa orðið um þetta framtak sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Bændasamtökin standa fyrir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna kallaði það "gamaldags áróður" í útvarpsviðtali en fáir aðrir hafa lagt orð í belg. Sérstaklega er tekið eftir því að stjórnmálamenn virðast ekki telja sig hafa neitt til málanna að leggja, ef undan eru skildir Framsóknarráðherrarnir tveir sem tóku þátt í að hrinda átakinu úr vör. Skýringin er líklega sú að þetta þykir óþægilegt mál og er vandmeðfarið; allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu byggir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda framleiðslu- og þjónustustarfsemi. Enginn, síst af öllum stjórnmálamenn, vill heldur láta saka sig um skort á þjóðhollustu sem segja má að sé dulbúin réttlæting átaksins. Ekki skal dregið úr mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir velferð þjóðarinnar. Rekja má um fimmtung verðmætasköpunar í landinu til íslensks iðnaðar, þaðan kemur einnig fimmtungur útflutningsteknanna og þar vinnur fimmtungur vinnufærra manna. En þessi starfsemi þrífst og dafnar við skilyrði frjáls innflutnings og alþjóðlegrar samkeppni. Hún nýtur ekki sérréttinda eða sérkjara eins og þekktist fyrr á árum. Um leið og eitthvað slíkt fer að verða á dagskrá er hættunni boðið heim. Þá eru kröfur um arðsemi og eðlilegar rekstrarforsendur ekki lengur leiðarljósið. Hættan við átak eins og "Veljum íslenskt" er einmitt sú að menn freistist til að vilja styðja ýmiss konar innlenda atvinnustarfsemi hennar sjálfrar vegna, af einhvers konar þjóðernislegum ástæðum, en ekki vegna þess að hún eigi sér raunverulegar rekstrarforsendur. Eðlilegra kjörorð neytenda er "Veljum hagkvæmt". Það er líka vænlegra til raunverulegs árangurs. Það má líka velta því fyrir sér hvort hin beina tenging átaksins við atvinnuleysi í landinu sé rétt leið til að styrkja ímynd íslenskrar atvinnustarfsemi. Atvinnuleysið er brýnt úrlausnarefni atvinnulífsins en rekstur sem stendur undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun