Viðskiptahalli ógnar hagkerfinu 7. september 2004 00:01 Mikill viðskiptahalli ógnar íslenska hagkerfinu. Talsverð verðbólga blasir við og harkaleg lending hagkerfisins eftir uppgang vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri síðan rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Þegar tölur um þjóðarbúskapinn hér á Íslandi eru skoðaðar má draga þá ályktun að allt gangi ágætlega um þessar mundir og hagvöxtur sé góður. Því er spáð að hagvöxtur á næsta ári verði eins, og yfir meðaltali í aðildarríkjum OECD. En, vöxturinn er að stórum hluta knúinn áfram af neyslugleði almennings, segir greining Íslandsbanka, sem birti þjóðhagsspá sína í dag. Mikill vöxtur er í lántökum og almenningur fjármagnar aukna neyslu sína með því að taka lán. Nú er auðvelt að taka bílalán og fleiri möguleikar bjóðast á íbúðalánum á lægri vöxtum og því eru yfirgnæfandi líkur á að neyslan aukist enn. Greiningardeildin segir að útlit sé fyrir að yfirstandandi efnahagsuppsveifla verði hvorki löng né hagvöxtur mjög mikill. Og það veldur bankanum mestum áhyggjum að Íslendingar flytja mun meira af vörum inn til landsins en út úr því. Svokallaður viðskiptahalli mældist tæpir 28 milljarðar á fyrri helmingi ársins og hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Samkvæmt spá OECD mun ekki finnast meiri halli í neinu öðru aðildarríki á næsta ári. Í hagsögu Íslands þarf að fara aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka halla á utanríkisvisðskipum. Samanburðurinn vekur ugg hjá greiningardeildinni því í kjölfarið fylgdi langt og erfitt samdráttarskeið í sögu þjóðarinnar þar sem hagvöxtur var neikvæður í fjögur ár í röð, 1949-1952. Svipaða sögu má segja af viðlíka hallatímabilum í hagsögu annarra þjóða. Og bankinn heldur áfram viðvörunarorðum sínum og segir að án skynsamlegrar hagstjórnar geti verðbólga hæglega farið úr böndunum og étið upp þann vöxt kaupmáttar sem annars má vænta í þessari uppsveiflu. Von er á sársaukafullu samdráttartímabili við lok stóriðjuframkvæmdanna árið 2006 til 2007. Og bankinn bætir um betur og segir að þó hann reikni með að hagstjórn Seðlabankans og stjórnvalda heppnist í grófum dráttum á næstu árum, þá sé raunveruleg vá fyrir dyrum. Ógnin sem hagkerfinu steðjar af viðskiptahallanum kann að leiða til lækkunar á gengi krónunnar sem aftur skapar talsverða verðbólgu, rýrir kaupmátt og orsakar harkalegri lendingu hagkerfisins en búist var við. Greining Íslandsbanka segir að þarna ríði mest á því að ríkið beiti mun meira aðhaldi í hagstjórn en verið hefur undanfarið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Mikill viðskiptahalli ógnar íslenska hagkerfinu. Talsverð verðbólga blasir við og harkaleg lending hagkerfisins eftir uppgang vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri síðan rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Þegar tölur um þjóðarbúskapinn hér á Íslandi eru skoðaðar má draga þá ályktun að allt gangi ágætlega um þessar mundir og hagvöxtur sé góður. Því er spáð að hagvöxtur á næsta ári verði eins, og yfir meðaltali í aðildarríkjum OECD. En, vöxturinn er að stórum hluta knúinn áfram af neyslugleði almennings, segir greining Íslandsbanka, sem birti þjóðhagsspá sína í dag. Mikill vöxtur er í lántökum og almenningur fjármagnar aukna neyslu sína með því að taka lán. Nú er auðvelt að taka bílalán og fleiri möguleikar bjóðast á íbúðalánum á lægri vöxtum og því eru yfirgnæfandi líkur á að neyslan aukist enn. Greiningardeildin segir að útlit sé fyrir að yfirstandandi efnahagsuppsveifla verði hvorki löng né hagvöxtur mjög mikill. Og það veldur bankanum mestum áhyggjum að Íslendingar flytja mun meira af vörum inn til landsins en út úr því. Svokallaður viðskiptahalli mældist tæpir 28 milljarðar á fyrri helmingi ársins og hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Samkvæmt spá OECD mun ekki finnast meiri halli í neinu öðru aðildarríki á næsta ári. Í hagsögu Íslands þarf að fara aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka halla á utanríkisvisðskipum. Samanburðurinn vekur ugg hjá greiningardeildinni því í kjölfarið fylgdi langt og erfitt samdráttarskeið í sögu þjóðarinnar þar sem hagvöxtur var neikvæður í fjögur ár í röð, 1949-1952. Svipaða sögu má segja af viðlíka hallatímabilum í hagsögu annarra þjóða. Og bankinn heldur áfram viðvörunarorðum sínum og segir að án skynsamlegrar hagstjórnar geti verðbólga hæglega farið úr böndunum og étið upp þann vöxt kaupmáttar sem annars má vænta í þessari uppsveiflu. Von er á sársaukafullu samdráttartímabili við lok stóriðjuframkvæmdanna árið 2006 til 2007. Og bankinn bætir um betur og segir að þó hann reikni með að hagstjórn Seðlabankans og stjórnvalda heppnist í grófum dráttum á næstu árum, þá sé raunveruleg vá fyrir dyrum. Ógnin sem hagkerfinu steðjar af viðskiptahallanum kann að leiða til lækkunar á gengi krónunnar sem aftur skapar talsverða verðbólgu, rýrir kaupmátt og orsakar harkalegri lendingu hagkerfisins en búist var við. Greining Íslandsbanka segir að þarna ríði mest á því að ríkið beiti mun meira aðhaldi í hagstjórn en verið hefur undanfarið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira