Engu gleymt og ekkert lært 13. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Í nýútkomnu sagnfræðiriti segir frá formanni öflugra hagsmunasamtaka sem orðinn var sjötugur og hafði verið við stjórnvölinn á fjórða áratug án þess að sú hugsun hefði kviknað að rétt væri að svipast um eftir arftaka sínum. Þegar hann svo veiktist og leit yfir sviðið, þar sem gat að líta marga helstu framtaksmenn þjóðarinnar, komst hann að þeirri niðurstöðu að engum þeirra væri treystandi. Hann bað því jafnaldra sinn sem setið hafði í stjórninni með honum frá upphafi að taka að sér formennskuna. Þetta dæmi sem er dagsatt má hafa til marks um hve blindir hinir ágætustu menn geta orðið á sjálfa sig. Viðhafnarviðtalið við Davíð Oddsson sem Morgunblaðið birti í gær er þessu sama merki brennt nema hvað efasemdir hans um samherjana í flokksforystunni virðast enn meiri. Eftir þrettán ár, Íslandsmet, í stól forsætisráðherra boðar ekki aðeins áframhaldandi setu í ráðherraembætti heldur telur hann ástæðu til að taka sérstaklega fram að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á næsta landsfundi sem hann tekur sér fyrir hendur að dagsetja í nóvember á næsta ári þótt ákvörðun um slíkt sé með réttu í höndum miðstjórnar flokksins. Ekki skal dregið í efa að Davíð hefur "mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sín] taka" eins og hann kemst að orði; spurningin er fremur hvort sú afstaða eigi sér hljómgrunn í þjóðfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. Til þess er hann of fastur í gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og of gamaldags í stjórnunarstíl. Hann hefði frekar átt að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar sem hæfileikar hans fengju notið sín. Það er hins vegar hans eigið verkefni að finna þann vettvang og fráleitt að gera umræður um svo persónulegt mál að einhvers konar þjóðfélagslegu viðfangsefni. Það sem veldur þó mestum vonbrigðum í viðtalinu er að forsætisráðherra virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórnmálaforingja fyrr og síðar. Í viðtalinu á þessum tímamótum telur hann við hæfi að skjóta einu sinni enn í allar áttir, á pólitíska andstæðinga, á fjölmiðla og forsetann. Í hugann kemur bókartitillinn Þetta eru asnar, Guðjón! Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni eða efasemdum um eigin getu og stefnu. Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað honum finnist, hverjir séu í náðinni hjá honum og hvernig hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru of brýn og mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik. Í þeim orðum felst ekki vanmat á stjórnmálamanninum og enn síður óvild gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. Í þeim felast aðeins hin sígildu sannindi að nýir tímar krefjast nýrra manna og nýrra vinnubragða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Í nýútkomnu sagnfræðiriti segir frá formanni öflugra hagsmunasamtaka sem orðinn var sjötugur og hafði verið við stjórnvölinn á fjórða áratug án þess að sú hugsun hefði kviknað að rétt væri að svipast um eftir arftaka sínum. Þegar hann svo veiktist og leit yfir sviðið, þar sem gat að líta marga helstu framtaksmenn þjóðarinnar, komst hann að þeirri niðurstöðu að engum þeirra væri treystandi. Hann bað því jafnaldra sinn sem setið hafði í stjórninni með honum frá upphafi að taka að sér formennskuna. Þetta dæmi sem er dagsatt má hafa til marks um hve blindir hinir ágætustu menn geta orðið á sjálfa sig. Viðhafnarviðtalið við Davíð Oddsson sem Morgunblaðið birti í gær er þessu sama merki brennt nema hvað efasemdir hans um samherjana í flokksforystunni virðast enn meiri. Eftir þrettán ár, Íslandsmet, í stól forsætisráðherra boðar ekki aðeins áframhaldandi setu í ráðherraembætti heldur telur hann ástæðu til að taka sérstaklega fram að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á næsta landsfundi sem hann tekur sér fyrir hendur að dagsetja í nóvember á næsta ári þótt ákvörðun um slíkt sé með réttu í höndum miðstjórnar flokksins. Ekki skal dregið í efa að Davíð hefur "mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sín] taka" eins og hann kemst að orði; spurningin er fremur hvort sú afstaða eigi sér hljómgrunn í þjóðfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. Til þess er hann of fastur í gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og of gamaldags í stjórnunarstíl. Hann hefði frekar átt að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar sem hæfileikar hans fengju notið sín. Það er hins vegar hans eigið verkefni að finna þann vettvang og fráleitt að gera umræður um svo persónulegt mál að einhvers konar þjóðfélagslegu viðfangsefni. Það sem veldur þó mestum vonbrigðum í viðtalinu er að forsætisráðherra virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórnmálaforingja fyrr og síðar. Í viðtalinu á þessum tímamótum telur hann við hæfi að skjóta einu sinni enn í allar áttir, á pólitíska andstæðinga, á fjölmiðla og forsetann. Í hugann kemur bókartitillinn Þetta eru asnar, Guðjón! Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni eða efasemdum um eigin getu og stefnu. Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað honum finnist, hverjir séu í náðinni hjá honum og hvernig hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru of brýn og mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik. Í þeim orðum felst ekki vanmat á stjórnmálamanninum og enn síður óvild gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. Í þeim felast aðeins hin sígildu sannindi að nýir tímar krefjast nýrra manna og nýrra vinnubragða.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun