Halldór fær enga hveitibrauðsdaga 15. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar Halldór Ásgrímsson tekur í dag við embætti forsætisráðherra er það í skugga vaxandi efasemda um styrk ríkisstjórnarinnar og samheldni stjórnarflokkanna. Svið stjórnmálanna hefur gerbreyst frá því að hann og Davíð Oddsson gengu frá verkaskiptingu sinni við stjórnarmyndunina fyrir hálfu öðru ári. Stjórnarflokkarnir fengu þá báðir slæma kosningu og endurnýjað samstarf þeirra var frá upphafi á veikum grunni byggt. En það sem síðan hefur gerst í landsmálum hefur því miður ekki orðið til að auka trú á flokkana, forystumenn þeirra og möguleika ríkisstjórnarinnar til að takast á við brýn úrlausnarefni samtímans af þrótti og einurð. Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa um að koma þeim verkefnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að njóta hveitibrauðsdaga í embætti eins og nýir ráðherrar hafa fengið heldur verður hann þegar á næstu vikum að láta verkin sýna merkin. Ráðgjafar fyrrverandi forsætisráðherra hafa að undanförnu verið að ota að Halldóri lista með málaflokkum sem þeir vilja að hann setji á oddinn. Eru þar efst á blaði ný fjölmiðlalög, lög gegn hringamyndun í viðskiptalífinu og stjórnarskrárbreytingar í því augnamiði að fella synjunarvald forseta Íslands úr gildi. Allt eru þetta mál sem sjálfsagt er að ræða og sinna með sínum hætti en ekkert þeirra getur talist forgangsmál. Miklu stærri og brýnni úrlausnarefni bíða ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Hver eru þessi verkefni? Auk hinnar sjálfsögðu kröfu að stjórnin leggi sitt af mörkum til að halda efnahagslífinu áfram í jafnvægi með almennum og hefðbundnum ráðstöfunum og tryggja öryggi lands og þjóðar eru það einkum þrjú svið sem mikilvægt er að ríkisstjórnin einbeiti sér að. Nærtækast er að nefna fyrst sölu Símans. Tíminn til þess ætti að vera einkar heppilegur núna þegar vinna þarf gegn vaxandi þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu. Skoðanamunur um léttvæg aukaatriði má ekki tefja þetta mál. Í öðru lagi þarf að lækka skatta í samræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans. Í tengslum við það verður ríkisstjórnin að sýna hugrekki og rifa seglin í ríkisbúskapnum. Er í því sambandi meðal annars eðlilegt að líta til óhóflegs kostnaðar og bruðls í utanríkisþjónustunni eins og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur bent á. Vonandi sýnir hinn nýi utanríkisráðherra meiri tilþrif á því sviði en fyrirrennari hans. Í þriðja lagi þarf að takast á við endurskipulagningu mennta- og heilbrigðiskerfisins með það að leiðarljósi að nýta enn frekar en gert hefur verið yfirburði einkaframtaks og einkarekstrar. Samfylkingin hefur unnið að því að móta tillögur á þessum sviðum og nýi forsætisráðherrann á að vera nógu stór til að þora að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um hugmyndir og tillögur. Samráðsstjórnmál eru kall tímans eftir það skipbrot sem valdboðsstjórnmálin biðu í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar Halldór Ásgrímsson tekur í dag við embætti forsætisráðherra er það í skugga vaxandi efasemda um styrk ríkisstjórnarinnar og samheldni stjórnarflokkanna. Svið stjórnmálanna hefur gerbreyst frá því að hann og Davíð Oddsson gengu frá verkaskiptingu sinni við stjórnarmyndunina fyrir hálfu öðru ári. Stjórnarflokkarnir fengu þá báðir slæma kosningu og endurnýjað samstarf þeirra var frá upphafi á veikum grunni byggt. En það sem síðan hefur gerst í landsmálum hefur því miður ekki orðið til að auka trú á flokkana, forystumenn þeirra og möguleika ríkisstjórnarinnar til að takast á við brýn úrlausnarefni samtímans af þrótti og einurð. Halldór Ásgrímsson er boðinn velkominn til starfa sem skipstjórinn á þjóðarskútunni. Hann á að baki langan og í höfuðatriðum farsælan stjórnmálaferil. Fáir stjórnmálamenn búa að meiri reynslu og þekkingu en hann. Við hljótum því að mega treysta því að hann gangi fumlaust til starfa og hefjist handa um að koma þeim verkefnum, sem ríkisstjórnin ætlar að sinna, í hraðan gang. Hann getur hins vegar ekki ætlast til þess að njóta hveitibrauðsdaga í embætti eins og nýir ráðherrar hafa fengið heldur verður hann þegar á næstu vikum að láta verkin sýna merkin. Ráðgjafar fyrrverandi forsætisráðherra hafa að undanförnu verið að ota að Halldóri lista með málaflokkum sem þeir vilja að hann setji á oddinn. Eru þar efst á blaði ný fjölmiðlalög, lög gegn hringamyndun í viðskiptalífinu og stjórnarskrárbreytingar í því augnamiði að fella synjunarvald forseta Íslands úr gildi. Allt eru þetta mál sem sjálfsagt er að ræða og sinna með sínum hætti en ekkert þeirra getur talist forgangsmál. Miklu stærri og brýnni úrlausnarefni bíða ríkisstjórnar Halldórs Ásgrímssonar. Hver eru þessi verkefni? Auk hinnar sjálfsögðu kröfu að stjórnin leggi sitt af mörkum til að halda efnahagslífinu áfram í jafnvægi með almennum og hefðbundnum ráðstöfunum og tryggja öryggi lands og þjóðar eru það einkum þrjú svið sem mikilvægt er að ríkisstjórnin einbeiti sér að. Nærtækast er að nefna fyrst sölu Símans. Tíminn til þess ætti að vera einkar heppilegur núna þegar vinna þarf gegn vaxandi þenslu og eyðslu í þjóðfélaginu. Skoðanamunur um léttvæg aukaatriði má ekki tefja þetta mál. Í öðru lagi þarf að lækka skatta í samræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans. Í tengslum við það verður ríkisstjórnin að sýna hugrekki og rifa seglin í ríkisbúskapnum. Er í því sambandi meðal annars eðlilegt að líta til óhóflegs kostnaðar og bruðls í utanríkisþjónustunni eins og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur bent á. Vonandi sýnir hinn nýi utanríkisráðherra meiri tilþrif á því sviði en fyrirrennari hans. Í þriðja lagi þarf að takast á við endurskipulagningu mennta- og heilbrigðiskerfisins með það að leiðarljósi að nýta enn frekar en gert hefur verið yfirburði einkaframtaks og einkarekstrar. Samfylkingin hefur unnið að því að móta tillögur á þessum sviðum og nýi forsætisráðherrann á að vera nógu stór til að þora að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um hugmyndir og tillögur. Samráðsstjórnmál eru kall tímans eftir það skipbrot sem valdboðsstjórnmálin biðu í sumar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun