Sorphirðugjöld hækka um þriðjung 17. september 2004 00:01 Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 35 prósent frá því sem nú er. Tillögurnar voru kynntar í borgarráði á fimmtudag. Sorphirðugjöld fara úr 7.460 í 9.700 krónur á ári. Þau lækka hins vegar um helming með minni tíðni og fara þá í 4.850 krónur. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að komið verði til móts við fólk sem kýs minni sorphirðu með bættu aðgengi að grenndargámastöðvum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að hækkunin sé hluti af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem samþykkt hafi verið á Alþingi. "Við erum búin að binda okkur með alþjóðasamningum um að minnka sorp," segir hún og bætir við að fyrirhugaðar breytingar séu skref í þá átt. Borgarráð hefur þegar staðfest stefnumörkun nefndarinnar um að hætta hirðingu fyrirtækjasorps um næstu áramót. Tillögurnar nú ná hins vegar til heimilissorps. "Í samræmi við þá stefnumótun löggjafans að sorphirðugjöld endurspegli kostnað við sorphirðuna, er lagt til að niðurgreiðslu þjónustunnar verði hætt og verð vikulegrar sorphirðu hækki um 30 prósent. Hins vegar bjóðist fólki 50 prósenta afsláttur af sorphirðugjöldum sætti það sig við að tunnurnar séu tæmdar sjaldnar," segir í tilkynningu borgarinnar. Björk segir þá framsetningu borgarinnar að verið sé að lækka sorphirðugjöld raunhæfa því grenndargámakerfi borgarinnar sé öflugt. "Þar getur fólk skilað inn dagblöðum og fernum. Þegar fram í sækir hönnum við svo grenndargámastöðvarnar með það að markmiði að fjölga flokkum og svo erum við auðvitað með endurvinnslustöðvar Sorpu og margt fleira," segir hún og vonast til að nokkuð stór hópur geti nýtt sér lægri sorphirðugjöld. Ekki liggja þó fyrir áætlanir um hversu stór sá hópur er, en ætla má að barnmargar fjölskyldur eigi einna verst með að draga úr sorpi frá heimilum sínum. "Okkur ber að láta sorphirðugjöldin dekka meðalraunkostnað af sorphirðunni," segir Björk og áréttar að hækkunin sé ekki ákvörðun nefndarinnar. "Þetta er bara það sem okkur bar að gera." Björk Vilhelmsdóttir Björk segir að fyrirséður sé einhver samdráttur hjá sorphirðudeild borgarinnar þegar en ekki komi þó til uppsagna fastráðinna starfsmanna. Síðustu ár hefur fólk verið lausráðið og hægt verði að úrelda bíla sem komnir séu til ára sinna. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 35 prósent frá því sem nú er. Tillögurnar voru kynntar í borgarráði á fimmtudag. Sorphirðugjöld fara úr 7.460 í 9.700 krónur á ári. Þau lækka hins vegar um helming með minni tíðni og fara þá í 4.850 krónur. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að komið verði til móts við fólk sem kýs minni sorphirðu með bættu aðgengi að grenndargámastöðvum. Björk Vilhelmsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að hækkunin sé hluti af landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem samþykkt hafi verið á Alþingi. "Við erum búin að binda okkur með alþjóðasamningum um að minnka sorp," segir hún og bætir við að fyrirhugaðar breytingar séu skref í þá átt. Borgarráð hefur þegar staðfest stefnumörkun nefndarinnar um að hætta hirðingu fyrirtækjasorps um næstu áramót. Tillögurnar nú ná hins vegar til heimilissorps. "Í samræmi við þá stefnumótun löggjafans að sorphirðugjöld endurspegli kostnað við sorphirðuna, er lagt til að niðurgreiðslu þjónustunnar verði hætt og verð vikulegrar sorphirðu hækki um 30 prósent. Hins vegar bjóðist fólki 50 prósenta afsláttur af sorphirðugjöldum sætti það sig við að tunnurnar séu tæmdar sjaldnar," segir í tilkynningu borgarinnar. Björk segir þá framsetningu borgarinnar að verið sé að lækka sorphirðugjöld raunhæfa því grenndargámakerfi borgarinnar sé öflugt. "Þar getur fólk skilað inn dagblöðum og fernum. Þegar fram í sækir hönnum við svo grenndargámastöðvarnar með það að markmiði að fjölga flokkum og svo erum við auðvitað með endurvinnslustöðvar Sorpu og margt fleira," segir hún og vonast til að nokkuð stór hópur geti nýtt sér lægri sorphirðugjöld. Ekki liggja þó fyrir áætlanir um hversu stór sá hópur er, en ætla má að barnmargar fjölskyldur eigi einna verst með að draga úr sorpi frá heimilum sínum. "Okkur ber að láta sorphirðugjöldin dekka meðalraunkostnað af sorphirðunni," segir Björk og áréttar að hækkunin sé ekki ákvörðun nefndarinnar. "Þetta er bara það sem okkur bar að gera." Björk Vilhelmsdóttir Björk segir að fyrirséður sé einhver samdráttur hjá sorphirðudeild borgarinnar þegar en ekki komi þó til uppsagna fastráðinna starfsmanna. Síðustu ár hefur fólk verið lausráðið og hægt verði að úrelda bíla sem komnir séu til ára sinna.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira