Gremja í garð Jóns Steinars 21. september 2004 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson og Magnús Thoroddsen. Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu sinni að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjendanna sjö til að gegn stöðu Hæstaréttardómara. Þar á eftir kemur Hjördís Hákonardóttir og síðan koma saman Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er undrandi á því að Jón Steinar skuli ekki hafa verið í hópi hinna hæfustu umsækjenda. Hann segir Jón hafa gífurlega reynslu sem lögmaður, hann sé góður lögfræðingur og mikill fræðimaður. Umsögn Hæstaréttar er lengri og ítarlegri en venja er. Í henni er lagt mat á níu svið sem snerta nám, starfsferil og fræðistörf umsækjenda. „Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þarna sé verið að setja fram einhverjar tylliástæður til að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari í Hæstarétti Íslands,“ segir Magnús. Magnús telur sig hafa skýringu á því hvers vegna dómarar Hæstaréttar setja Jón Steinar svo neðarlega á listann yfir umsækjendur um dómarastöðu sem raun ber vitni. Það stafi út af gremju meirihlutans vegna þeirrar gagnrýni sem Jón Steinar hefur stundum beint gegn ákveðnum dómum Hæstaréttar. Magnús segir ennfremur að brýnt sé að maður sem starfað hafi að lögmannsstörfum taki sæti Hæstaréttardómara. Athygli vekur að Stefán Már, sem Hæstiréttur telur einna hæfastan, er 65 ára gamall. Fyrir fjórtán árum taldi Hæstiréttur Svein Snorrason ekki koma til greina sem dómari vegna aldurs en hann var þá 65 ára gamall. Þarna finnst Magnúsi gæta misræmis í umsögnum Hæstaréttar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu sinni að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjendanna sjö til að gegn stöðu Hæstaréttardómara. Þar á eftir kemur Hjördís Hákonardóttir og síðan koma saman Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er undrandi á því að Jón Steinar skuli ekki hafa verið í hópi hinna hæfustu umsækjenda. Hann segir Jón hafa gífurlega reynslu sem lögmaður, hann sé góður lögfræðingur og mikill fræðimaður. Umsögn Hæstaréttar er lengri og ítarlegri en venja er. Í henni er lagt mat á níu svið sem snerta nám, starfsferil og fræðistörf umsækjenda. „Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þarna sé verið að setja fram einhverjar tylliástæður til að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari í Hæstarétti Íslands,“ segir Magnús. Magnús telur sig hafa skýringu á því hvers vegna dómarar Hæstaréttar setja Jón Steinar svo neðarlega á listann yfir umsækjendur um dómarastöðu sem raun ber vitni. Það stafi út af gremju meirihlutans vegna þeirrar gagnrýni sem Jón Steinar hefur stundum beint gegn ákveðnum dómum Hæstaréttar. Magnús segir ennfremur að brýnt sé að maður sem starfað hafi að lögmannsstörfum taki sæti Hæstaréttardómara. Athygli vekur að Stefán Már, sem Hæstiréttur telur einna hæfastan, er 65 ára gamall. Fyrir fjórtán árum taldi Hæstiréttur Svein Snorrason ekki koma til greina sem dómari vegna aldurs en hann var þá 65 ára gamall. Þarna finnst Magnúsi gæta misræmis í umsögnum Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira