Samræmdar reglur skortir 23. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Á vordögum þegar skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara var í brennidepli í þjóðfélagsumræðunni vegna gagnrýni sem hún sætti frá jafnréttisráði og umboðsmanni alþingis hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á orði að skoða þyrfti aðrar aðferðir við skipun dómara í réttinn en við lýði hafa verið. Undir þetta var tekið hér í blaðinu og víðar en því miður hefur ekkert gerst í málinu. Ráðherrann hefur ekki fylgt orðum sínum eftir. Tækifærið til þess á sumarþinginu var ekki notað. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum alþingis þegar það kemur saman í næsta mánuði að taka þetta mál upp og finna á því viðunandi lausn. Óviðunandi er að skipun í dómaraembætti í mikilvægasta dómstól þjóðarinnar sé í höndum eins fulltrúa framkvæmdavaldsins án þess að nokkrar reglur leiðbeini eða mæli fyrir um hvernig standa eigi að verki. Í sambandi við þá skipun sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið gagnrýnt hvernig hæstiréttur sinnir þeirri lögboðnu skyldu sinni að veita umsögn um umsækjendur. Bent hefur verið á að rétturinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og vinnubrögðin ólík frá einum tíma til annars hvað varðar mat á menntun og reynslu umsækjenda og framsetningu umsagnar; stundum sé talað um hverjir séu "heppilegastir" fyrir réttinn og stundum sé umsækjendum raðað eftir matskerfi sem óljóst er á hvaða grundvelli er byggt. Þá vekur athygli að einstakir dómarar senda frá sér persónuleg meðmæli með einstökum umsækjendum án þess að láta nokkur rök fylgja. Gagnrýni á þetta háttalag er eðlileg og réttmæt. Þegar leikreglur við skipan dómara í hæstarétt verða endurskoðaðar þarf að skýra og skerpa sérstaklega á því með þeim hætti að umsagnaraðilar setja fram álit sitt og tillögur. Raunar er hæstiréttur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Öðru nær. Mikill losararabragur er á því hvernig opinberar stjórnir, nefndir og ráð fara með umsagnarhlutverk sitt þegar um skipun í embætti er að ræða. Hrein undantekning mun að slíkur aðili hafi sett sér reglur eða viðmiðanir sem stuðst er við þegar umsögn er látin í té. Fyrir vikið eru umsagnir um embætti iðulega taldar léttvægar og veitingarvaldið hverju sinni sniðgengur þær eftir þörfum nema skýr lagafyrirmæli banni það. Stundum fá menn ekki varist þeirri hugsun að umsagnaraðilar kjósi að hafa umsagnir sínar óljósar til að skapa svigrúm um skipun í embætti eða fela óeiningu í eigin röðum. Þannig hljóta margir að hafa staldrað við vinnubrögð þjóðleikhússráðs í síðustu viku þegar það sinnti lögboðinni umsagnarskyldu sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra á þann hátt að mæla án nokkurs rökstuðnings með sex af átján umsækjendum. Komið hefur fram að ráðið taldi sig hafa "fjallað rækilega" um umsóknirnar en ekki er að sjá að sú vinna hafi skilað sér í bréfið sem ráðið sendi menntamálaráðherra. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvað varð til þess að sumir umsækjenda hlutu meðmæli en aðrir ekki. Í ljósi þessa virðist tímabært að alþingi ræði einnig hvort setja þurfi einhvern regluramma utan um það umsagnarhlutverk sem það hefur með lögum falið ýmsum aðilum í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Á vordögum þegar skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara var í brennidepli í þjóðfélagsumræðunni vegna gagnrýni sem hún sætti frá jafnréttisráði og umboðsmanni alþingis hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á orði að skoða þyrfti aðrar aðferðir við skipun dómara í réttinn en við lýði hafa verið. Undir þetta var tekið hér í blaðinu og víðar en því miður hefur ekkert gerst í málinu. Ráðherrann hefur ekki fylgt orðum sínum eftir. Tækifærið til þess á sumarþinginu var ekki notað. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum alþingis þegar það kemur saman í næsta mánuði að taka þetta mál upp og finna á því viðunandi lausn. Óviðunandi er að skipun í dómaraembætti í mikilvægasta dómstól þjóðarinnar sé í höndum eins fulltrúa framkvæmdavaldsins án þess að nokkrar reglur leiðbeini eða mæli fyrir um hvernig standa eigi að verki. Í sambandi við þá skipun sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið gagnrýnt hvernig hæstiréttur sinnir þeirri lögboðnu skyldu sinni að veita umsögn um umsækjendur. Bent hefur verið á að rétturinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og vinnubrögðin ólík frá einum tíma til annars hvað varðar mat á menntun og reynslu umsækjenda og framsetningu umsagnar; stundum sé talað um hverjir séu "heppilegastir" fyrir réttinn og stundum sé umsækjendum raðað eftir matskerfi sem óljóst er á hvaða grundvelli er byggt. Þá vekur athygli að einstakir dómarar senda frá sér persónuleg meðmæli með einstökum umsækjendum án þess að láta nokkur rök fylgja. Gagnrýni á þetta háttalag er eðlileg og réttmæt. Þegar leikreglur við skipan dómara í hæstarétt verða endurskoðaðar þarf að skýra og skerpa sérstaklega á því með þeim hætti að umsagnaraðilar setja fram álit sitt og tillögur. Raunar er hæstiréttur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Öðru nær. Mikill losararabragur er á því hvernig opinberar stjórnir, nefndir og ráð fara með umsagnarhlutverk sitt þegar um skipun í embætti er að ræða. Hrein undantekning mun að slíkur aðili hafi sett sér reglur eða viðmiðanir sem stuðst er við þegar umsögn er látin í té. Fyrir vikið eru umsagnir um embætti iðulega taldar léttvægar og veitingarvaldið hverju sinni sniðgengur þær eftir þörfum nema skýr lagafyrirmæli banni það. Stundum fá menn ekki varist þeirri hugsun að umsagnaraðilar kjósi að hafa umsagnir sínar óljósar til að skapa svigrúm um skipun í embætti eða fela óeiningu í eigin röðum. Þannig hljóta margir að hafa staldrað við vinnubrögð þjóðleikhússráðs í síðustu viku þegar það sinnti lögboðinni umsagnarskyldu sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra á þann hátt að mæla án nokkurs rökstuðnings með sex af átján umsækjendum. Komið hefur fram að ráðið taldi sig hafa "fjallað rækilega" um umsóknirnar en ekki er að sjá að sú vinna hafi skilað sér í bréfið sem ráðið sendi menntamálaráðherra. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvað varð til þess að sumir umsækjenda hlutu meðmæli en aðrir ekki. Í ljósi þessa virðist tímabært að alþingi ræði einnig hvort setja þurfi einhvern regluramma utan um það umsagnarhlutverk sem það hefur með lögum falið ýmsum aðilum í þjóðfélaginu.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun