Óvíst um afdrif Bigleys 13. október 2005 14:41 Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. Fréttir þess efnis að búið sé að taka Bigley af lífi birtust á íslamskri heimasíðu í nótt en ekki hefur verið unnt að sannreyna þá fullyrðingu. Sama heimasíða hefur að undanförnu farið með fleipur um afdrif annarra gísla í Írak og breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka þessa fullyrðingu trúanlega, að svo komnu máli. Á meðan heldur fjölskylda Bigleys áfram að vinna að lausn hans. Dreifirit var borið út í Bagdad í dag þar sem fólk var hvatt til að hafa samband við fjölskylduna ef það hefði einhverjar upplýsingar um Bigley og tveir háttsettir menn í Múslimaráði Bretlands eru komnir til Íraks til að reyna að vinna að lausn hans. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hefur haldið sig til hlés í þessu máli en komst ekki hjá því að svara spurningum í dag þegar hann mætti á ráðstefnu Verkamannaflokksins. Hann sagði stjórnina hafa verið í sambandi við Bigley-fjölskylduna og segir ótrúlegt hve mikilli stillingu hún hafi haldið síðustu daga. Blair sagði yfirvöld munu halda áfram að gera allt sem þau gætu gert til að leysa Bigley úr haldi. Það er hryðjuverkahópur Abu Musab al-Zarqawi sem rændi Bigley og Bandaríkjamönnunum tveimur sem teknir voru af lífi fyrr í vikunni. Öfgamenn hliðhollir honum eru með borgina Falluja á sínu valdi og í morgun hóf bandaríski herinn enn eina sprengjuárásina á vígi Al-Zarqawis í tilraun til að ná undirtökum í borginni. Læknar á sjúkrahúsi í Falluja segja að að minnsta kosti sjö óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, þar á meðal konur og börn. Myndin er af syni og bræðrum Kens Bigleys. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. Fréttir þess efnis að búið sé að taka Bigley af lífi birtust á íslamskri heimasíðu í nótt en ekki hefur verið unnt að sannreyna þá fullyrðingu. Sama heimasíða hefur að undanförnu farið með fleipur um afdrif annarra gísla í Írak og breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka þessa fullyrðingu trúanlega, að svo komnu máli. Á meðan heldur fjölskylda Bigleys áfram að vinna að lausn hans. Dreifirit var borið út í Bagdad í dag þar sem fólk var hvatt til að hafa samband við fjölskylduna ef það hefði einhverjar upplýsingar um Bigley og tveir háttsettir menn í Múslimaráði Bretlands eru komnir til Íraks til að reyna að vinna að lausn hans. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hefur haldið sig til hlés í þessu máli en komst ekki hjá því að svara spurningum í dag þegar hann mætti á ráðstefnu Verkamannaflokksins. Hann sagði stjórnina hafa verið í sambandi við Bigley-fjölskylduna og segir ótrúlegt hve mikilli stillingu hún hafi haldið síðustu daga. Blair sagði yfirvöld munu halda áfram að gera allt sem þau gætu gert til að leysa Bigley úr haldi. Það er hryðjuverkahópur Abu Musab al-Zarqawi sem rændi Bigley og Bandaríkjamönnunum tveimur sem teknir voru af lífi fyrr í vikunni. Öfgamenn hliðhollir honum eru með borgina Falluja á sínu valdi og í morgun hóf bandaríski herinn enn eina sprengjuárásina á vígi Al-Zarqawis í tilraun til að ná undirtökum í borginni. Læknar á sjúkrahúsi í Falluja segja að að minnsta kosti sjö óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, þar á meðal konur og börn. Myndin er af syni og bræðrum Kens Bigleys.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira